Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2019, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2019, Blaðsíða 2
2 23. ágúst 2019FRÉTTIR sem ættu að vera með miklu hærri laun Gæði fólks og hæfni endur- speglast ekki alltaf í tölunni á launaseðlinum, eins og bersýni- lega sést í nýju Tekjublaði DV. DV er á því að mörg óskabörn þjóðarinnar fyrr og síðar ættu að vera á miklu hærri launum og hér eru nokkur af þeim. Siggi Hlö Siggi Hlö, eða Sigurður Hlöðversson eins og hann heitir fullu nafni, hefur verið ötull við að skemmta land- anum. Hann hefur lagt sig í líma við að segja gamanmál og spila goðsagnakennda tónlist fyrir rallhálft fólk í sumarbústöðum, en er engan veginn borgað í sam- ræmi við þá álagsvinnu. Mánaðarlaun 2018: 31.572 kr. Herbert Guðmundsson Hebbi getur sungið, samið lög, búið til ís og útsett tónlist – svo gefur hann sér alltaf tíma fyrir aðdá- endur. DV er á því að Hebbi ætti að vera á margfalt hærri launum fyrir það eitt að vera þjóðargersemi. Spurning um að hrinda af stað söfnun svo hann gangi ekki í burtu? Mánaðarlaun 2018: 131.109 kr. Tanja Ýr Áhrifavaldurinn og feg- urðardrottningin Tanja Ýr Ástþórsdóttir er svakalega dugleg, ung kona. Hún er með bein í nefinu og lætur fátt stoppa sig. Því rak blaðamenn DV í rogastans þegar að þeir flettu Tekju- blaðinu og sáu að Tanja Ýr er hlunnfarin þegar kemur að launum. Mánaðarlaun: 92.874 kr. Ævar Þór Ævar vísindamaður, sem heitir réttu nafni Ævar Þór Benediktsson, hefur skilað gríðarstóru framlagi til íslenskrar menningar. Hann er leikari að mennt en hefur skrifað ótal bækur sem hafa slegið í gegn hjá ungviðinu og slegið ýmis met í bókasölu. Tvær af þessum bókum hafa verið settar upp sem leikrit og því er hneisa að Ævar skrimti á lágmarks- launum. Mánaðarlaun: 218.544 kr. Magnús Scheving Sjálfur Íþróttaálfurinn á auðvitað að hafa það þrusu gott. Hann hefur stuðlað að heilbrigðari lífs- stíl hjá unga fólkinu okkar sem erfir landið og lagt sín lóð á vogarskálarnar til að sporna gegn lífsstílssjúk- dómum. Af hverju hann uppsker ekki í samræmi við það er okkur hulin ráðgáta. Mánaðarlaun 2018: 124.755 kr. Á þessum degi, 23. ágúst 79 – Hræringa verður vart í eldfjallinu Vesúvíus á hátiðisdegi Vulcan, hins rómverska guðs elds og eldfjalla. Síðustu orðin „Sjáumst eftir fimm mínútur“ – Leikarinn Paul Walker 1305 – Sir William Wallace er tekinn af lífi fyrir landráð í Smithfield í London. 1572 – Ofbeldi í garð húgenotta í París leiðir til Bartólómeusarvíganna, aðfara- nótt Bartólómeusarmessu. 1831 – Þrælauppreisn Nats Turner er bæld niður. Ráðalausri barst henni aðstoð úr óvæntri átt O rðatiltækið „Þegar einar dyr lokast, opnast aðrar“, á einkar vel við þegar kemur að sögu Guðrúnar Ólafs- dóttur en fyrir þremur árum um- turnaðist líf hennar. Guðrún, sem hafði lengi starf- að sem bókari, missti vinnuna og stóð ráðalaus með uppsagnarbréf í höndunum þegar henni barst að- stoð úr óvæntri átt. „Ég vissi ekkert hvert ég vildi stefna en skyndilega heyrðist kunnuglegt blikkhljóð úr tölv- unni þar sem gamall bekkjarbróð- ir minn spurði hvernig ég hefði það. Við höfum lært saman í Englandi, en þarna voru liðin þrjá- tíu og fimm ár frá því við töluðu- mst við. Mér fannst þetta undar- leg tilviljun og fannst heldur leitt að þurfa segja honum að ég hefði verið að missa vinnuna. Ég sagðist því vera upptekin, en seinna um kvöldið kom hann aftur á spjall- ið og við hófum samtal sem stóð allt kvöldið. Að endingu viður- kenndi ég að ég væri nýlega orðin atvinnulaus og í kjölfarið spurði hann mig hvað ég hygðist gera í framhaldinu. Mér varð svarafátt en sagði í rælni að kannski myndi ég bara fara að selja sokka, en hann er tyrkneskur og rekur sokkaverk- smiðju. Honum fannst þessi hug- mynd mín stórgóð og hvatti mig óhikað til að láta slag standa. Ég sagðist hvorki hafa fjármagn né kunnáttu til þess enda þekki ég lítið til textíls eða efnisframleiðslu. Hann lofaði að hann skyldi hjálpa mér og að endingu var þetta alls ekki svo galin hugmynd.“ Lagði land undir fót og kynnti vöruna fyrir landsmönnum Uppsagnarfrestinn nýtti Guðrún svo til að koma nýja fyrirtækinu á fót sem hún segir að hafi verið erfitt ferli enda margt nýtt að setja sig inn í. „Við byrjuðum á því að búa til heimasíðu, sem dóttir mín hjálpaði mér við, ásamt því að finna nafn á vörumerkið. Þannig urðu Socks2Go að veruleika. Ég fór nokkrar ferðir að heimsækja verksmiðjuna, skoða vörurnar og hafa gæðaeftirlit með fram- leiðslunni. Tíu mánuðum síðar fékk ég svo tuttugu feta gám, full- an af sokkum, til Íslands þar sem ég hafði komið mér fyrir. Svo nú gat ég byrjað að selja. En þá kom upp ný áskorun; það vissi enginn af okkur og ég hafði ekki fjármagn til að leggjast í stórar auglýsinga- herferðir. Því tók ég til þess ráðs að leggja land undir fót og kynna vör- una fyrir landsmönnum. Ég fyllti bílinn af sokkum og keyrði af stað í von um að orðspor af gæðum sokkanna bærist manna á milli. Ég gekk í hús, heimsótti fyrirtæki og fór svo í eina og eina verslun sem allar tóku vel á móti mér og vildu selja sokkana. Oftar en ekki seldi ég sokka úr skottinu á bílnum og einu sinni þegar ég var að setja bensín á bílinn, hópuðust verka- menn í kringum bílinn og keyptu sokka.“ Ótrúlegt ævintýri sem er rétt að byrja Í dag eru sokkarnir henn- ar Guðrúnar fáanlegir í yfir 50 verslunum vítt og breytt um landið en hún segir gæði og þægindi þeirra, það sem laði viðskiptavin- ina að. „Þeir sem prófa vilja ekki aðra sokka, það er svona mín reynsla,“ segir Guðrún og heldur áfram. „Sokkarnir hafa sömuleiðis verið til sölu í verslun einni í Bandaríkj- unum og hefur viðskipta aðili inn- an útivistargeirans gerst áhuga- samur um að gera þá að sínu eigin vörumerki. Eins hafa erlend- ir ferðamenn keypt sokkana hér á landi og haft samband. Í kjöl- farið hef ég sent þeim sokka til síns heima. Það er alveg ótrúlegt að hugsa til þess að daginn sem ég stóð með uppsagnarbréfið í höndinni og hélt að mín biði langt ferli í atvinnuleit, hafi lífið tekið þessa óvæntu stefnu og nýjar dyr hafi opnast að ótrúlegu ævintýri í sjálfstæðum atvinnurekstri, sem er bara rétt að byrja. Eitt er víst, að ég nýt þessa ævintýris og það hef- ur verið yndislegt að fá að ferðast svona um landið.“ n Íris Hauksdóttir iris@dv.is n Guðrúnu var sagt upp störfum og bjó sig undir atvinnuleit n En lífið greip í taumana

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.