Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2019, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2019, Blaðsíða 26
PRESSAN N iðurstöður nýrrar rann- sóknar valda mörgum miklum áhyggjum en í þessari rannsókn var af- staða fólks um allan heim til bólu- setninga könnuð. Bólusetningar hafa verið töluvert í umræðunni í kjölfar mikils fjölda mislinga- smits í Evrópu og Bandaríkjunum á undanförnum misserum. Sam- hliða þessari aukningu á smiti hef- ur vantrú fólks og efasemdir í garð bólusetninga aukist og hafa sér- fræðingar áhyggjur af þessu. Ekki bætir úr skák að samfélagsmiðl- ar eru óspart notaðir til að ala á ótta og dreifa röngum og villandi upplýsingum um bólusetningar og meinta hættu sem er sögð stafa af þeim. Spilað er á tilfinningar en ekki staðreyndir og vantrú fólks í garð yfirvalda og sérfræðinga. Höfundar rannsóknarinnar segja að þetta séu helstu skýringarnar á af hverju vantrú og efasemdir í garð einnar áhrifamestu uppgötv- unar læknavísindanna hafa aukist svo mikið, uppgötvunar sem hef- ur bjargað milljónum mannslífa í gegnum tíðina. Rannsóknin náði til 140.000 manns í 160 ríkjum, þetta er því stærsta rannsókn sinnar tegund- ar. Í ljós kom að Evrópubúar eru fremstir í flokki þegar kemur að efasemdum í garð bólusetninga. Verst er ástandið í austurhluta álfunnar þar sem aðeins 40 pró- sent íbúa telja bólusetningar ör- uggar. Íbúar í fátækum Afríkuríkj- um og hluta Asíu hafa hins vegar miklu meiri trú á bólusetningum og láta bólusetja sig og börn sín. Í austanverðri Afríku og Suðaustur- -Asíu sögðust 92 og 95 prósent að- spurðra telja bólusetningar væru öruggar. Evrópska þversögnin Rannsóknin var gerð fyrir Alþjóða- heilbrigðismálastofnunina WHO. Niðurstöður hennar sýna að mikill munur er á afstöðu fólks til bólu- setninga á milli heimshluta. Stóra myndin er þó að efasemdir um bólusetningar fari vaxandi í þeim ríkjum þar sem meðaltekjur eru háar. Þetta veldur sérfræðingum áhyggjum. Áður fyrr létu foreldr- ar bólusetja börn sín án þess að hugsa neitt frekar út í það, en nú hefur ákveðnum efasemdum ver- ið sáð og fólk setur frekar spurn- ingarmerki við hlutina. Finnst mörgum ákveðin þversögn í að í Evrópu, heimsálfunni þar sem menntunarstig og lífsskilyrði eru best, séu efasemdirnar mestar. Bent hefur verið á að hér skipti ungar mæður miklu máli. Þær séu fullar sjálfstrausts og hafi miklu meira aðgengi að upplýsingum en fyrri kynslóðir og vilji sjálfar taka ákvarðanir. Þá séu bóluefnin fleiri en áður og því margt sem þurfi að taka afstöðu til. Á undanförnum misserum hefur mikil umræða átt sér stað í ríkjum á borð við Jap- an, Írland og Danmörku um hvort hpv-bóluefnið, sem ungar stúlkur geta fengið gegn leghálskrabba- meini, sé hættulaust. Í Dan- mörku var umræðan hávær og fyrirferðarmikil og varð um tíma til þess að bólusetningarhlutfall- ið var ansi lágt. Fregnir voru flutt- ar af stúlkum, sem höfðu fengið þessa bólusetningu og glímdu við erfið veikindi í kjölfarið. Ítarlegar rannsóknir voru gerðar á þessu og kom þá í ljós að stúlkurnar höfðu áður glímt við margs konar veik- indi, bæði andleg og líkamleg, og að engin tengsl voru á milli bólu- efnisins og veikinda þeirra. Eftir að niðurstöðurnar lágu fyrir hefur bólusetningarhlutfallið aftur far- ið upp og er nú hátt og umræðan hefur lognast út af. Í Frakklandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum hafa bólusetn- ingar gegn mislingum verið kveikjan að heitum umræðum og vaxandi vantrú foreldra á þeim og hefur þeim fjölgað sem ekki vilja láta bólusetja börn sín. Á Ítalíu er sömu sögu að segja. Þar hafa andstæðingar bólusetninga rek- ið harðan áróður á undanförnum árum og hafa sérstaklega notað þá sögu að bóluefnin gegn misling- um, rauðum hundum og hettu- sótt auki hættuna á einhverfu hjá börnum. Í Bandaríkjunum hefur Donald Trump forseti lagt sitt af mörkum til að styðja þessa sögu. Hún hefur lengi verið á kreiki en hefur ítrekað verið afsönnuð með vísindarannsóknum en samt sem áður virðist hún eiga góðan hljóm- grunn hjá stórum hópi fólks. 26 23. ágúst 2019 Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is Efasemdir Evrópubúa um bólusetningar stinga í augun n Vantrú fólks og efasemdir um gagnsemi bólusetninga aukist - Minnsta trúin á bólusetningum er Frakklandi OnePortal er vefgátt sem gerir fyrirtækjum og sveitar- félögum kleift að veita íbúum þjónustu allan sólahringinn, allt árið um kring. Rafrænir innri ferlar eru te gdir við þjónust gátt fyrir íbúa eða viðskiptavini, þar sem þeir Gæða- tjórnun á stóran þátt í góðum árangri fyrirtækja. OneQuality er lausn sem OneSystems bjóða heildarlausn í skjalamálum fyrirtækja og sveitarfélaga og þjónustu við viðskiptavini og íbúa þeirra Hagkvæmar lausnir með áherslu á rekjanleika, auðveldan aðgang og gagnsæi. OneRecords er öug lausn sem auðveldar fyrirtækjum og sveitarfélögum halda utan um mál sem eru í gangi á hverjum tíma. Stjórnend r hafa yrsý yr gang mála in a fyrirtækisins og notendur geta á einfald máta sótt lista yr þau mál sem þei bera ábyrgð á. Vilt þú koma skjalamálunum í lag? VELJUM ÍSLENST - VELJUM ÍS LE NS KT -V EL JUM ÍSLENSKT - Records Mála- og skjalakerfi Self-Service www.one.is OneSystems - sími: 660 8551 | fax: 588 1057 | www.one.is | one@one.is www.one.is . one@one.is sími: 660 8551 . fax: 588 1057 Illt í efni Vantrú foreldra á bólusetningum hefur aukist til muna. Mynd: Getty Images „Í fátækum ríkjum á borð við Afganistan og Pakistan hefur það hægt á tilraunum til að útrýma lömunarveiki að ósannur orðrómur er á kreiki um bóluefnin og hafa margir neitað bólusetningum vegna þess

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.