Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2019, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2019, Blaðsíða 12
12 FÓKUS - VIÐTAL 23. ágúst 2019 Sætoppur ehf. l Lónsbraut 6 l 220 Hafnarfirði l Sími 551 7170 l www.saetoppur.is LÓNSBRAUT 6 • 220 HAFNARFIRÐI • SÍMI 551 7170 • SAETOPPUR.IS Betrunin Eftir áratuga langan feril í fang- elsum og glæpum hefðu margir líklega talið það tilgangslaust að reyna að snúa við blaðinu. En ekki Guðberg. Það fór svo að er hann sat eitt sinn í Reinbach-fangelsinu í Þýskalandi þá hreinlega missti hann alla lyst á eiturlyfjum, ákvað að snúa við blaðinu og hætta að ljúga. Eftir að hann lauk afplánun uppgötvaði hann samtök sem voru kennd við leiðtoga þeirra, Súdip frá Indlandi. Með Guðberg og Súdip tókst mikill vinskapur og Guðberg starfaði með samtökun- um um nokkra hríð og lagði rækt við sína andlegu hlið. Hann skrapp svo til Danmerkur, þrátt fyrir að mega ekki sækja það land aftur heim eftir fyrri brot. Þar var hann handtekinn fyrir að vera í landinu ólöglega, sendur til Hollands og loks sendur heim. Hér heima hélt Guðberg áfram á beinu brautinni, sótti AA-fundi í „gulahúsinu“ við Tjarnargötu og leigði herbergi hjá Hjálpræðishernum. Í bók sinni segir Guðberg: „Þessir fundir hjá AA veittu mér þá sjálfstyrkingu sem ég þurfti til að beina huganum að öðru en svartnættinu sem svo gjarnan heltók mig á þessum tíma. Sá veg- ur sem ég gekk áður en ég kynnt- ist AA var ávallt þyrnum stráður, hreinasta helvíti. En nú þurfti ég ekki að gera annað en að líta til himins og fara með æðruleysis- bænina til að umlykjast jákvæð- um straumum og fyllast þakk- læti. Líf mitt var loksins á réttri braut, að ég hélt. Hinn breiði veg- ur glötunar loks langt að baki.“ Guðberg hóf síðan sambúð með æskuást sinni, sem síðar slitnaði þó upp úr. Hann minn- ist þó þeirra ára af mikilli hlýju. Sambýliskona hans studdi hann í edrúmennskunni. Guðberg nýtti reynslu sína af „sölumennsku“ og hóf nú strangheiðarleg sölu- störf, seldi bæði tryggingar og bækur. Reyndist þetta liggja vel fyrir honum, hann stóð sig vel og hafði gott upp úr því. Hann sýnir blaðamanni pening sem hann á til marks um 22 ára edrúmennsku, sem fyrir mann sem hefur varið meirihluta síns lifandi lífs í kóka- ínvímu og fangelsi, verður að telj- ast töluvert afrek. Heiðra skaltu móður þína Guðberg hafði alltaf miklar mæt- ur á Björgu, móður sinni, og finnst hún fórnarlamb aðstæðna í ástandinu. Hann skrifaði meðal annars bréf þess vegna til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Ís- lands, og bað hann að biðjast af- sökunar, fyrir hönd þjóðarinnar, á þeirri niðurlægingu sem konurn- ar í ástandinu hafði verið gert að sæta af samfélaginu. Þessar konur hefðu orðið undir í lífinu og bæði yfirvöld og þjóðfélagið níddu þær og niðurlægðu. Eftir að móðir hans lést, vildi Guðberg heiðra móður sína með því að reisa fallegan legstein á leiði hennar. Hún var greftruð við hlið fyrrverandi sambýlings síns sem hafði farið á undan, en leiði hans var illa hirt og steinninn hans brot- inn og í niðurníðslu. Guðberg fór því og keypti legstein sem hon- um þótti sæma móður sinni fögru sem honum þótti svo vænt um. Hins vegar síðar þegar hann vitj- aði leiðisins til að hirða um það, var steinninn horfinn. „Ég skil ekki hvers vegna hann mátti ekki fá að standa þarna, það var alveg pláss.“ Þar höfðu verið að verki hálfsyst- kin Guðbergs, Borghildur og Jó- hann Páll, sem móðir hans hafði átt með fyrrverandi sambýlis- manni sínum Símoni. Þetta er gott dæmi um það sem Guðberg upplifði á síðari árum. Þessi hálfsystkin hans vildu í seinni tíð ekki kannast við for- tíð Bjargar, móður þeirra. Eins og ástandið hefði aldrei átt sér stað. Og ekki vildu þau kannast við eig- in fortíð. Þegar bók Guðbergs kom út gengu þau manna og milli og vændu Guðberg um lygar. Þetta sárnaði honum mjög. Borghildi, systur sinni, hafði Guðberg reynst vel, en það launaði hún með því að stela af honum og kalla hann svo lygara. Jóhanni Páli, sem í dag er landsþekktur sjómaður, kenndi Guðberg til sjós. „Ég tók þarna með mér strákræfil og gerði hann að manni.“ Þetta vilja systkin hans ekki kannast við í dag, og talast þau ekki við. „Ykkur sem eruð í brennivíni og dópi óska ég aðeins eins“ „Tilgangurinn með þessum skrif- um mínum er augljós og sýn- ir hversu djúpt einn maður getur sokkið. En það er ekki fyrir alla að láta sig dreyma um að lifa það af. Þegar ég lít yfir farinn veg óska ég þess eins að enginn þurfi að ganga þá feigðarbraut. Ykkur sem eruð í brennivíni og dópi óska ég að- eins eins: Að þið verðið vitni að uppljómun. Það er nefnilega leið út. Leið sem allir þeir sem berjast við vímuefnavanda ættu að fara og það sem allra fyrst.“ Að lokum seg- ir Guðberg við blaðamann: „Það verður enginn að manni fyrr en hann fer í AA. Ég fann leiðina út, og ég hljóp hana.“ n „Ég gat ekki andað og missti meðvitund“ Edrú í 22 ár Guðberg heldur stoltur á minnisvarða um tvo áratugi í bata.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.