Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2019, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2019, Blaðsíða 34
 23. ágúst 201934 Spáð í tarot fyrir Hjörvar Hafliða: Spáð ístjörnurnar Afmælisbörn vikunnar C rossfit-stjarnan Katrín Tanja Davíðsdótt- ir frumsýndi nýjan kærasta fyrir stuttu. Sá heppni heitir Streat Hoerner og er einnig mik- ill afreksmaður í crossfit. DV ákvað að athuga hvern- ig þessi tvö eiga saman og hvort ástarblossinn muni lifa um aldur og ævi. Streat er vatnsberi en Katrín Tanja er naut. Þessi tvö merki eiga ágætlega saman. Nautið er jarð- bundnara og hagsýnna á meðan vatnsbrinn er hug- sjónamaður og sveim- hugi. Þau kjósa hins vegar bæði að hafa stöðugleika og jafnvægi í sambandinu, sem er afar mikilvægt. Vatnsberinn og nautið hafa margt til að miðla til hvors annars. Nautið get- ur haldið í taumana hjá fiskinum og fundið leiðir til að láta alla drauma hans rætast. Vatnsberinn hef- ur allt sem nautið leitar að í elskhuga – hann er blíð- ur og ljúfur. Streat og Katrín Tanja geta myndað með sér sterka og djúpa andlega tengingu sem er ekki aðeins falleg heldur gerir sam- bandið gríðarlega traust. Nautið getur hins vegar orðið þreytt á tilfinninga- legum óstöðugleika vatns- berans og vatnsberinn getur upplifað nautið sem ónær- gætið. Ef litið er á björtu hliðarnar er hins vegar leikur einn fyrir þessi tvö merki að yfirstíga öll vand- ræði, svo lengi sem þau tala saman um hlutina.n Þ að kom einhverjum í opna skjöldu þegar útvarps- manninum Hjörvari Haf- liðasyni var sagt upp á Sýn á dögunum, en hann hefur bæði farið á kostum í útvarpsþættinum Brennslunni sem og í fótboltaum- fjöllun á stöðinni. Því greip DV tækifærið til að spá fyrir hinum hæfileikaríka Hjörvari og minnir lesendur enn fremur á að þeir geti sjálfir dregið sér tarotspil á dv.is. Hjálparhönd Fyrsta spilið sem kemur upp í tarotlestri fyrir Hjörvar er Turninn. Það merkir að stolt Hjörvars hef- ur verið sært nýverið, enda alltaf erfitt að lenda í niðurskurði og uppsögnum. Líðan Hjörvars er ekki í fullkomnu jafnvægi eftir uppsögnina en hann er minntur á að sá óróleiki sem einkenn- ir hversdaginn táknar breytingar sem verða til hins betra. Stundum er nauðsynlegt að ganga yfir erfiða hjalla til að komast að sólinni og eru þetta án efa óhjákvæmilegar umbreytingar á högum Hjálm- ars. Hins vegar er manneskja sem réttir fram hjálparhönd og býð- ur Hjörvari einstakt tækifæri sem kemur honum þægilega á óvart. Skýjaborgir? Næsta spil er 7 bikarar, en það er á borðinu til að brýna fyrir Hjörvari að hann megi ekki gleyma sér í draumalandinu, þótt hann sé hugmyndasmiður mikill. Hjörvar ber miklar væntingar til lífsins en hann verður að ákveða hvað hann vill gera á þessum tímamótum. Hann þarf að greina á milli hvað sé raunsætt að koma í verk og hvað séu eintómar skýjaborgir. Hjörv- ar þarf að ígrunda vel hver næstu skref verða og spyrja sig hvað færi honum virkilega hamingju. Kletturinn hans Hjörvars Þá mætir Stafadrottningin á svæðið sem táknar lífsförunaut Hjörvars, Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka tfyrirtækja í sjávarútvegi. Heiðrún er mikil félagsvera og hefur í nægu að snúast í vinnunni. Hún býr yfir þeim ótrúlega hæfileika að geta beina orkunni í marga hluti í einu og nær að halda góðu jafnvægi á vinnu og einkalífi. Hún er sem kletturinn hans Hjörvars. Hún er ástrík og trygg, en einnig afar metnaðarfull viðskiptakona sem á eftir að stýra Hjörvari í átt að tæki- færum sem eru best fyrir hann. Hjörvar er mikill peningamaður en það er Heiðrún líka og ná þau í sameiningu að búa til stórkostlegt verkefni sem kemur þeim á enn grænni grein. n Leitar huggunar í faðmi kærustunnar Svona eiga Streat og Katrín Tanja saman Katrín Tanja Fædd: 7. maí Naut n áreiðanleg n þolinmóð n ábyrg n þrjósk n yfirgangsöm n ósveigjanleg Streat Fæddur: 7. febrúar Vatnsberi n sjálfstæður n mannvinur n frumlegur n framsækinn n sveimhugi n skapstór Naut- 20. apríl – 20. maí Fiskur - 19. febrúar – 20. mars Vatnsberi - 20. janúar – 18. febrúar Steingeit - 22. desember – 19. janúar Bogamaður - 22. nóvember – 21. desember Sporðdreki - 23. október – 21. nóvember Vog - 23. sept. – 22. október Meyja- 23. ágúst – 22 .sept. Ljón - 23. júlí – 22. ágúst Krabbi - 22. júní – 22. júlí Tvíburi - 21. maí – 21. júní Stjörnuspá vikunnar Gildir 25. til 31. ágúst Þú hefur verið að vanrækja heilsuna og andlegu hliðina undanfarið og færð það hressilega í bakið í vikunni. Ljósið í myrkrinu er að nú færðu rými til að endurskipuleggja lífið og hugsa betur um þig sjálfa/n. Það gengur ekkert í ástamálunum hjá einhleypum nautum og hugsanlega er komið að því að breyta aðeins til, kanna nýjar lendur. Skráðu þig á spennandi námskeið, eitthvað sem þig hefur lengi langað að gera en ekki þorað. Þú gætir kynnst nýju fólki sem kveikir í þér. Þú ert algjörlega knúsóð/ur og þráir nánd og kærleika í þessari viku, meira en vana- lega. Lofaðir tvíburar einbeita sér því mikið að því að veita sínum heittelskuðu nánd. Einhleypir tvíburar eru hins vegar umluktir sátt við sig sjálfa og þurfa enga rómantík í lífið. Það er rosalega spennandi vika framund- an og þér er boðið í gleðskap sem kemur virkilega mikið á óvænt. Það er langt síðan þú hefur skemmt þér svona vel og þú kynnist mörgu áhrifafólki sem getur hæglega breytt lífi þínu til hins betra. Nú þarf ljónið smá hvíld. Það er búið að vera í partíi eftir partí síðustu vikur og það kemur ávallt sá tímapunktur að líkaminn segir stopp. Það þarf ekkert að vera slæmt, þótt ljónið hati að slappa af. Finndu þér streitulosandi áhugamál og njóttu þín. Elsku meyjan mín, nú skalt þú losa þig við fólkið í lífinu þínu sem tæmir batteríin þín. Þú ert kröfuhörð en stundum sýnirðu aðeins of mikla linkind. Þú þarft að um- kringja þig fólki sem gerir þig betri – ekki fólki sem dregur þig niður. Þú veist um hverja ég er að tala. Einhleypar vogir eru í smá tilvistarkreppu. Þú hefur verið að vera að rembast eins og rjúpan við staurinn til að sjá það góða og fallega í manneskju sem þú ert að hitta. Þú hefur hunsað gallana og nú er komið að því að þú horfist í augu við þá. Það er einhver ævintýragirni í sporðdrek- anum þessa dagana. Þú ert til í hvað sem er og kýst frekar að hoppa út úr boxinu en að halda þig innan línanna. Þetta á eftir að opna nýjan heim fyrir þér og þú færð að kynnast alveg nýrri hlið á þér – og öðrum. Bogmenn sem eiga maka eru að íhuga það alvarlega að fara í bisness með betri helmingnum. Það er virkilega góð hugmynd því tveir hausar eru betri en einn í þessu tilviki. Þið turtildúfurnar eigið eftir að skapa eitthvað geggjað saman. Þið verðið kannski ekki rík af því en mjög hamingjusöm. Ef þú kemst í stutt frí frá vinnu í haust þá ættirðu að gera það. Það er eitthvað sem þig dauðlangar að gera erlendis í haust. Þetta er spennandi tækifæri og gæti orðið til þess að þú skiptir um starfsvett- vang. Þú ert rosalega aðlaðandi þessa dagana. Það geislar af þér heilbrigði og hamingja svo tekið er eftir. Þú laðar að þér öðruvísi fólk en vanalega, en nú skaltu vara þig á einu – ekki láta fólk misnota góð- mennsku þína og gleði. Allur er varinn góður. Þú svífur um á ástarskýi. Þeir sem hafa verið lengi í sambandi finna neistann aftur og þeir sem eru enn í nýjabruminu njóta ástarinnar sem aldrei fyrr. Njóttu þess að svífa um á þessu kandíflossbleika skýi því það endist ekki að eilífu. Hrútur - 21. mars – 19. apríl n25. ágúst: Ævar Örn Jósepsson, rithöfund- ur, 56 ára n 26. ágúst Gulli Helga fjölmiðla- maður, 56 ára n 27. ágúst: Sjón skáld, 57 ára n 28. águst: Hjálmar Hjálmarsson leikari, 56 ára n 29. águst: Manuela Ósk Harðardóttir áhrifavaldur, 36 ára n 30. águst: Karl Pétur Jónsson bæjarfulltrúi, 50 ára Crossfit ástin bankaði að dyrum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.