Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2019, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2019, Blaðsíða 23
2. ágúst 2019 KYNNINGARBLAÐ Kombucha Iceland er nú mörg-um orðinn kunnugur svala-drykkur en þann 14. ágúst hélt Kombucha Iceland upp á tveggja ára afmæli sitt. Það má því segja að þessi vinsæli og holli gosdrykkur sé kominn til að vera á meðal íslenskra neytenda. „Við hvetjum þá sem hafa ekki enn kynnt sér kombucha ein- dregið til að gera það. Segja má að kombucha sé meira en bara drykkur, en að baki honum liggur löng saga. Drykkurinn hefur marga góða eigin- leika og Kombucha Iceland er eins lítið sætt og við komumst upp með, enda er drykkurinn hollur að eðlisfari og engin ástæða til þess að sæta hann um of og gera hann þannig óhollan,“ segir Manuel Plasencia Gutiérrez, annar eigenda Kombucha Iceland og framkvæmdastjóri Kúbalúbra ehf. Dularfullur heilsudrykkur með heill- andi sögu Fyrir þá sem ekki vita er kombucha stórmerkilegur svaladrykkur. Um er að ræða gerjaðan tedrykk sem kemur líklega frá Asíu til forna. „Helsta vísbendingin um uppruna drykkj- arins er að hann er bruggaður úr telaufum sem eru upprunnin frá því landsvæði,“ segir Manuel. Fjölmargar frásagnir eru til um að kombucha hafi hjálpað til við að laga ýmsa líkamlega og andlega kvilla. „Ég er fyrst og fremst vísindamaður og set ekki fram neinar staðhæfingar um heilsufarslegan ávinning kombucha, en get þó sagt að drykkurinn hefur hjálpað til við meltingarvandamál hjá mér persónulega. Kombucha er ógerilsneyddur, eins og við fram- leiðum hann, sem þýðir að í honum er að finna mikið af góðum gerlum sem hafa góð áhrif á þarmaflóruna. Einnig hefur kombucha jafn góð áhrif á líkamann og te, enda er drykkurinn í grunninn unninn úr te. Þetta er það eina sem ég get staðhæft um heilsu- áhrif kombucha, því annað er óstað- fest af vísindasamfélaginu,“ segir Manuel. Það er ekki seinna vænna að skipta út næringarsnauðu sykurgos- inu fyrir hollt og svalandi kombucha. Kombucha Iceland kemur í mörgum spennandi bragðtegundum sem eru hver annarri betri; rauðrófu, spirulina, krækiber, glóaldin, engifer, jarðarber, rabarbara-vanilla, original, mynta og krækingifer. „Svo erum við alltaf að prófa nýjar bragðtegundir svo það er spennandi að fylgjast með.“ Hvernig verður kombucha til? Kombucha Iceland er lagað með því að brugga lífrænt, sætt te. Næst er teið gerjað í allt að sex vikur með örveruþyrpingu sem kallast scoby (Symbiotic Colony of Bacteria and Yeast). Scoby étur upp sykurinn, vök- vinn gerjast og kombucha-drykkurinn verður til. Notaðir eru ferskir ávextir til að bragðbæta og bæta við nær- ingargildið, síðan er hann gerjaður í annað sinn í flöskunni. Þá myndast létt kolsýra í drykknum. „Kombucha er súr drykkur sem minnir eilítið á edik. Sumir þurfa að venjast bragð- inu fyrst, en þeir sem komast upp á bragðið elska kombucha til ævi- loka enda er drykkurinn svalandi og bragðgóður,“ segir Manuel. Fjölskyldufyrirtæki sem er annt um náttúruna Kombucha Iceland er lítið fjölskyldu- fyrirtæki rekið af hjónunum Manuel Plasencia Gutierrez og Rögnu Björk Guðbrandsdóttur. „Þegar mikið liggur við hjálpa fjölskyldumeðlimir og vinir til. Við byrjuðum að fram- leiða kombucha fyrir tveimur árum og fyrst var aðeins hægt að fá það á krana hjá fáeinum aðilum. Þá gat fólk komið með eigin flösku og fyllt á. Í dag er hægt að fá Kombucha Iceland á krana hjá Frú Laugu í Laugardal, Sólir jóga úti á Granda, Mamma veit best í Kópavogi og nú nýlega í Litlu Hönnunarbúðinni í Hafnafirði. Þetta er umhverfisvænn og ódýrari kostur. Fólk mætir með eigin flöskur og minnkar því sóun á umbúðum. Einnig gerum við margar tilraunir með bragðsamsetningu og koma þær tilraunir fyrst á krana. Ef það bragð heppnast vel og fólk er hrifið, þá setjum við bragðið á flöskur. Við erum meðlimir í Kombucha Brewers International, sem eru alþjóðleg samtök kombucha-bruggara um allan heim. Okkar markmið er að gera kombucha aðgengilegra á Íslandi og í dag er hægt að fá vöruna okkar hjá fjölda aðila,“ segir Manuel. Hægt er að fá Kombucha Iceland hjá eftirfarandi endursöluaðilum: Í Krónunni, Melabúðinni, Fjarðar- kaupum, Hagkaupum, Brauði og co. og 10-11. Einnig eru nokkrir veitingastaðir og kaffihús sem bjóða upp á Kombucha Iceland líkt og: Reykjavík Roasters, Gnægtarhornið, Bio Borgari, Luna Flórens, Gló, Kaffi Laugalækur, Háma, Hipster, Lamb Street Food, Happ, Garðurinn, Reykjavík Roasters, Kaktus Expresso, Yndisauki, Tíu Sopar, Café Roma og Fylgifiskar. Einnig eru nokkrir sölustaðir úti á landi: Í Leifsstöð, Hjá Höllu í Grindavík, Sjávarpakkhúsið í Stykkishólmi, Kaja Organic á Akranesi, Búðarnes á Bol- ungarvík og Fisk Company á Akureyri. „Við erum alltaf að leita að nýjum endursöluaðilum og okkur langar að fólk geti nálgast Kombucha Iceland hvar sem er á landinu.“ Nánari upplýsingar á kubalubra. is og facebooksíðunni Kombucha Iceland Hollur að eðlisfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.