Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2019, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2019, Blaðsíða 30
30 FÓKUS 23. águst 2019 Listakonan Íris Stefanía Skúladóttir hefur um langa hríð kannað kynhegðun kvenna í verkum sín- um en hún gaf nýverið út bókina Þegar ég fróa mér – þrjátíu og eitthvað sjálfsfróunarsögur frá konum. Bókin vakti mikla athygli og í kjölfarið setti Íris á stofn vettvang þar sem konum gefst færi á að hittast og ræða upplifun sína í tengslum við sjálfsfróun. É g kalla þetta söguhring, en þeir eru bæði opnir og lokaðir hópar sem hittast og ræða sín á milli,“ seg- ir Íris þegar blaðamaður sótti hana heim. „Í kjölfar bókar- innar og þeirra viðtaka sem hún fékk fannst mér ég knúin til að halda áfram með þetta konsept. Það er að segja að safna sögum kvenna og deila þeim áfram. Að þessu sinni boða ég konur saman í lokað- an sjálfsfróunar söguhring þar sem við tölum opinskátt um þetta efni. Síðan mun ég standa fyrir sams konar viðburði, en þá er opið fyrir öll kyn að mæta og mun hann meira líkjast sýn- ingu en lokuðum saumaklúbbi eða trúnói eins og í lokaða hr- ingnum. Samhliða útgáfu bók- arinnar sem og opna- og lok- aða söguhringnum held ég úti heimasíðunni whenimastur- bate.world. Stefnan er að safna þangað inn sögum sem að endingu munu verða að risastóru safni af sjálfsfróunarsög- um kvenna alls staðar að úr heiminum. Að mínu mati er mikilvægt að konur geti deilt sinni reynslu og þori að segja frá sínum löngun- um. Verkferlið að baki bókinni gekk mun betur en mig hefði grunað og áður en ég vissi af streymdu til mín sögur. Verk- efnið var því fljótt að vinda upp á sig og að ending urðu frá- sagnirnar uppspretta bókar- innar þar sem rúmlega þrjátíu konur segja frá sinni reynslu. Bókin vakti mikla athygli og í kjölfarið vildu fleiri konur deila sinni reynslu og þaðan spratt hugmyndin að söguhringnum.“ Sömdu sérstakt sjálfsfróunarlag Íris leggur áherslu á að unaður, tabú og skömm séu meginefni umfjöllunar sinnar en sjálfsfró- un sé alltaf útgangspunkturinn. „Verkefni mín eiga það sam- eiginlegt að skapa vettvang þar sem unaður kvenna fær rými til að vera kannaður á sínum eig- in forsendum. Eins og staðan er núna er ég með söguhringi bæði á íslensku og ensku, en ég safna jafnframt sögum á báð- um tungumálum. Með tímanum ætla ég að færa þetta alfarið yfir á ensku enda er það langaðgengi- legasta formið. Þegar ég held söguhringi hérlendis með ís- lenskumælandi fólki tala ég samt auðvitað íslensku. Ég hef fengið til liðs við mig fleira listafólk, en ég spjallaði snemma í ferlinu við þær Siggu Eiri og Völu úr hljóm- sveitinni Evu og bað þær að deila sögu. Við erum allar góðar vin- konur og að endingu ákváðu þær að semja sérstakt sjálfsfró- unarlag sem þær deildu á fyrsta opna söguhringnum. Íris setti sig jafnframt í samband við Sísí Ingólfsdóttur, vinkonu sína, en hún stundar meistara- nám við myndlist. „Mig vantaði klúta fyrir fólk til að nota í opna söguhringnum og hún kom fljótt með frábæra hugmynd að klút- um sem ég kynnti strax í fyrsta söguhringnum og notið hafa mikilla vinsælda síðan þá.“ Konur fá fjölbreyttar fullnægingar Íris stundar í dag nám í sviðs- listum við Listaháskóla Íslands en hún segir áhugann á kyn- hegðun fólks alltaf hafa blundað í henni. „Mig langar að rann- saka allar hliðar kynhegðun- ar með fókuspunkt á sjálfsfróun kvenna í augnablikinu. Ég skoða Unaður kvenna fær rými til að vera kannaður n Íris Stefanía Skúladóttir kannar kynhegðun kvenna n Setti á stofn söguhring um sjálfsfróun Íris Hauksdóttir iris@dv.is Myndin var tekin eftir söguhring sem var haldinn um daginn. Gestir fá drykki og þarna má sjá þvottastykkin sem Sísí Ingólfsdóttir hannaði og bjó til. Hvert og eitt er handgert með graffitípíku á. Íris Stefanía Skúladóttir við útgáfu bókarinnar. Mynd: Stefán Karlsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.