Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2019, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2019, Blaðsíða 10
10 FÓKUS - VIÐTAL 23. ágúst 2019 Síbrosandi síbrotamaðurinn Ástandsbarn sem lenti í grófu einelti og kynferðisofbeldi – Sat í fangelsi á Íslandi, í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Þýskalandi, Hollandi og Banda- ríkjunum – „Hinn breiði vegur glötunar loks langt að baki“ B ókin Þjófur, fíkill, falsari eft- ir Guðberg Guðmundsson kom út fyrir áratug. Í bók- inni hann rekur litríka ævi sína sem var mörkuð af ástandinu, einelti, vímuefnanotkun og glæp- um. Guðberg bauð blaðamanni í kaffi og leit yfir farinn veg. Hann vill segja sögu sína til að sýna öðr- um, sem hafa tekið hliðarspor af lífsins beinu braut, að þeir eigi þaðan afturkvæmt. Það sé leið út úr þessu rassgati. Guðberg tók á móti blaða- manni á hlýlegu heimili sínu í Hafnarfirði. Tímans tönn virð- ist ekkert hafa bitið á Guðberg, þrátt fyrir að hann sé kominn á áttræðisaldur eftir ævi fulla af erfiðisvinnu á sjó sem og landi og harðri neyslu. Hann mætir blaða- manni kátur og brosandi í Rolling Stones-bol, enda greinilega rokk- ari inn að beini. Guðberg hefur sankað að sér fjölmörgum sjóræn- ingjafígúrum, sem er vel við hæfi. Sjálfur lagði Guðberg lengi stund á sjómennsku og þar að auki þjófn- að og aðra smáglæpi. Það má því með réttu segja að Guðberg hafi verið eins konar sjóræningi sjálfur. Hann var hnuplari, þjófur, falsari, hórkall, smyglari, eiturlyfjasali og lengst af var hann fangi í sjö mis- munandi löndum. Ástandsbarn Guðberg Guðmundsson er sonur Bjargar Svövu Gunnlaugs- dóttur og ameríska hermannsins Douglas Reymond McPhail, og er í hópi þeirra barna sem fæddust í ástandinu. Björg var ung að aldri og átti erfitt með að sjá fyrir syni sínum, svo með semingi gaf hún hann frá sér svo hann fengi að al- ast upp við betri kost. Björg átti þrjú ástandsbörn, en Guðberg var það eina sem hún gaf frá sér. Það voru svo kjörforeldrar Guð- bergs, Anna Vigfúsdóttir og Guð- mundur Guðjón Sigurðsson, sem völdu honum nafn og ólu hann upp. Ísland er lítið land, og þótt kjörforeldrar Guðbergs hefðu haldið því frá honum að hann væri ættleiddur, þá varð Guðberg fyrir aðkasti fyrir að vera „ástandsbarn“ og auk þess hafði hann margoft heyrt útundan sér sögur af upp- runa sínum. Anna, kjörmóðir Guðbergs, M Y N D IR : D V/ EY Þ Ó R Á R N A S O N Erla Dóra erladora@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.