Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2019, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2019, Blaðsíða 4
4 23. ágúst 2019FRÉTTIR G rétar Þór Grétarsson, 55 ára karlmaður, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot. Grétar Þór er vel þekktur á meðal aðdáenda Elvis Presley hér á landi. Hefur hann meðal annars troðið upp á skemmtikvöldum og viðburðum tengdum lög- um kóngsins, ásamt fyrrverandi mági sínum, Elvis-eftirhermunni Jósef Ólafssyni. Notast hann við sviðsnafnið Elvis Grétar. Samkvæmt heimildum DV eru brotaþolarnir að minnsta kosti þrír talsins. Konurnar eiga allar við þroskaskerðingu að stríða og þekkjast innbyrðis. Samkvæmt heimildum braut Grétar Þór á tveimur kvennanna saman. Mál- ið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, 23. ágúst. Þá liggur Grétar Þór einnig undir grun í öðru máli sem enn er í rannsókn hjá Lögreglunni á höfuð borgarsvæðinu. Þar er um að ræða rökstuddan grun um kyn- ferðis brot hans gegn kon u og of- beldi gagnvart barn ungri dótt ur hennar, auk þess sem hann á að hafa ít rekað haft sam band við kon una og ná tengda fjöl- skyldumeðlimi henn ar með sím- töl um og smá skila boðum. Þann 20. ágúst síðastliðinn staðfesti Héraðsdómur Reykja- víkur ákvörðun Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um nálg- unarbann á hendur Grétari gagn- vart þeim mæðgum, en Grétar hefur áfrýjað þeim úrskurði til Landsréttar. Nálgunarbannið er til sex mánaða. Í greinargerð Lögreglustjóra kemur fram að kona hafi átta sinn um óskað aðstoðar lög reglu á þriggja mánaða tíma bili. Fram kemur að Grétar Þór hafi ít rekað komið að heim ili kon unn ar og meðal annars skemmt hurð á íbúðinni og barið á glugga. Athyglisvert viðtal Á tíunda áratugnum, þegar karókí var nýkomið til Íslands, komu Grétar og Jósef fram í sjónvarps- þættinum Dagsljós á RÚV þar sem þeir ræddu þessa nýjung og sögðu frá aðdáun sinni á Elvis Presley. Fram kom að þeir syngju ein- göngu lög eftir Presley í karókí. „Maður er giftur og þá hef- ur maður ekkert áhuga á að pæla í öðru,“ svaraði Grétar Þór þegar hann var spurður hvort hann yrði var við meiri kvenhylli þegar hann tæki lög kóngsins. Hann var síð- an spurður hvort hann væri ham- ingjusamlega giftur en þá stóð á svörum: „Já og nei. Maður hefur ekki séð konuna sína í heilan mánuð. Maður veit ekkert hvar hún er eða neitt. Hún hvarf bara 6. desem- ber og hefur ekkert sést síðan og ekki einu sinni látið heyra í sér eða neitt.“ n Ábyrgð er ekki fyndin S varthöfði hefur gaman að góðu gríni. Sérstaklega því sem veltir samfélagi okkar á koll og sýnir hversu mikl- ir molbúar við erum í raun og veru. Undirstrikar gullfiskaminni þjóðarinnar og þá sjálfspín- ingarhvöt sem samfélagið í heild sinni er haldið. Svarthöfði getur hlegið að því af því að hann er vel menntaður, vel gefinn og læt- ur ekki blekkja sig svo auðveld- lega. Þess vegna er gaman að hía á hina. Grín getur náttúrulega verið margs konar og ekki allir sem fíla sama grínið. Svarthöfði hef- ur lúmskt gaman af því að fylgjast með einni tegund af gríni, sem á í raun lítið skylt við grín – meira frekju og yfirgang. Svarthöfði er að sjálfsögðu að tala um það þegar að fólk ákveður að misnota stöðu sína og frægð til að sópa yfir háalvarlega atburði með gríni. Svona: Hei, ég var rosa vond manneskja og eigin- lega frekar ógeðsleg en í staðinn fyrir að biðjast bara afsökunar og játa vanmátt minn ætla ég að semja nokkra brandara og hirða af ykkur peningana. Síðan ætla ég að leggjast upp í rúm í lok kvölds, velta mér upp úr blóðpeningun- um og hlæja að ykkur fávitunum sem kokgleyptuð þessa vitleysu og hugsa núna: Hei, þetta er nú bara fín persóna eftir allt saman. Áfram ég! Þessi aðferð sem kennd er við grín virkar svo vel að Svarthöfða finnst magnað að stjórnmála- menn noti hana ekki meira til að breiða yfir axarsköftin. Þá væri allavega gaman að horfa á fréttir og fylgjast með umræðuþáttum – þótt þeir snerust ekki um neitt vit- rænt. Það sem Svarthöfða finnst hins vegar enn magnaðra er að þegar hann viðrar þessa skoðun sína á mannamótum hlaupa allir óbermunum til varna. Saka Svarthöfða um að eyðileggja fyrir góðu fólki. Svarthöfði vill samt minna á að gott fólk hleypur ekki frá mistökunum og snýr þeim svo upp í gróðadrifið grín án þess að læra nokkurn skapaðan hlut. Gott fólk hefur rænu á því að líta í eigin barm, gangast við misgáningnum og taka ábyrgð – ekki bara í færslu á Facebook. En það er náttúru- lega ekki jafn fyndið. n Svarthöfði Það er staðreynd að… Hver er hún? n Hún er fædd 18. júní árið 1954. n Hún hefur komið fram í sjónvarpi og kvikmyndum. n Hún á þrjú börn með frægum tónlistarmanni. n Hún hlaut fyrstu Edduverðlaunin sem leikkona ársins 1999. n Hún var þjóðleikhússtjóri á árunum 2005–2014. SVAR: TINNA GUNNLAUGSDÓTTIR Hákarlar eru einu fiskarnir sem geta deplað báðum augum samtímis. Að meðaltali eru 333 blöð í hverri klósettrúllu. Árið 1985 var algengasti giftingaraldur Íslendinga 20–24 ára, nú er hann 30–34 ár. Coulrophobia er fræðiheitið yfir ofsahræðslu við trúða. Það eru bakteríur í rigningu. „Elvis“ Grétar ákærður fyrir kynferðis- brot gegn þroskaskertum konum n Vel þekktur meðal Presley- aðdáenda n Að minnsta kosti þrjár konur saka hann um ofbeldi n Nálgunarbann í gildi Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is „Maður hefur ekki séð konuna sína í heilan mánuð. Maður veit ekkert hvar hún er eða neitt. Hún hvarf bara 6. desember. Mikils metinn Grétar gengur undir sviðsnafninu Elvis Grétar í hópi áhuga- manna um Elvis Presley. Mynd: Skjáskot / YouTube Í sveiflu Grétar tekur slagara með Elvis Presley í karókí. Mynd: Skjáskot / YouTube

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.