Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2019, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2019, Blaðsíða 40
23. ágúst 2019 34. tölublað 109. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Nýtt bílaplan á Krókhálsi 9 benni.is Reykjavík Krókháls 9 Sími: 590 2035 Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330 Opnunartímar: Virka daga 9-18 Laugardaga 10-14 Opnunartímar: Virka daga 9-18 Laugardaga 12-16 KIA SORENTO LUXURY Nýskráður: 2015 / Dísel Sjálfskiptur / Ekinn: 83.000 km. Verð: 4.290.000 kr. Rað.nr. 112716 RENAULT CAPTUR INTENS Nýskráður: 2017 / Bensín Sjálfskiptur / Ekinn: 13.000 km. Verð: 2.890.000 kr. Rað.nr. 445780 NISSAN X-TRAIL ACENTA PLUS Nýskráður: 2017 / Dísel Beinskiptur / Ekinn: 106.000 km. Verð: 3.190.000 kr. Rað.nr. 445715 CHEVROLET ORLANDO Nýskráður: 2015 / Dísel Sjálfskiptur / Ekinn: 38.000 km. Verð: 3.290.000 kr. Tilboð: 2.790.000 kr. Rað.nr. 340241 -5 00 .0 00 OPEL MOKKA Nýskráður: 2015 / Dísel Beinskiptur / Ekinn: 144.000 km. Verð: 1.990.000 kr. Tilboð: 1.490.000 kr. Rað.nr.740316 -5 00 .0 00 4X 4 MMC PAJERO Nýskráður: 2016 / Dísel Sjálfskiptur / Ekinn: 80.000 km. Verð: 5.490.000 kr. Rað.nr. 740389 4X 4 SSANGYONG TIVOLI HLX Nýskráður: 2017 / Dísel Sjálfskiptur / Ekinn: 46.000 km. Verð: 3.190.000 kr. Rað.nr. 445767 4X 4 SSANGYONG KORANDO Nýskráður: 2011 / Dísel Sjálfskiptur / Ekinn: 84.000 km. Verð: 1.790.000 kr. Tilboð: 1.490.000 kr. Rað.nr. 720064 -3 00 .0 00 Glæsilegt úrval – frábær kjör! Birt með fyrirvara um mynd- og textabrengl Hagsýn húsmóðir! Sólrún sparigrís S ólrún Diego, áhrifavald- ur á sviði þrifa, og ný- bakaður eiginmaður hennar, Frans Veigar Garðarsson, festu kaup á ein- býlishúsi í Mosfellsbæ í fyrra. Húsið er 320 fermetrar og var kaupverð tæpar hundrað millj- ónir. Húsið er glæsilegt í alla staði og ku vera eitt best þrifna hús landsins. Afborganir af slíku húsnæðisláni, ef miðað er við áttatíu prósenta lán, eru að lágmarki um 250 þúsund krón- ur á mánuði. Sólrún hefur hins vegar verið með mánaðartekjur um og yfir 320 þúsund krónum tvö ár í röð ef marka má Tekju- blað DV og Frans var með tæp- lega 340 þúsund í mánaðarlaun í fyrra. Það er því ljóst að hjónin kunna listina að spara – list sem fleiri mættu tileinka sér. F acebook-hópurinn Brauðtertufélag Erlu og Erlu varð til í léttu gríni í vor en það eru þær Erla Hlynsdóttir og Erla Gísla- dóttir sem standa að hópn- um. Hin fyrrnefnda seg- ir hugmyndina hafa kviknað föstudagskvöld eitt þegar hún hóf leit á internetinu að hóp þar sem hægt væri að fá ráð- leggingar varðandi brauðtertur. „Ég er mikil áhugakona um brauðtertur og segi við nöfnu mína að hún megi endilega láta mig vita ef hún finnur slík- an hóp, en það gerist bara ekki. Þá legg ég til að við tökum málin í okkar eigin hendur og stofnum sjálfar hóp. Ég bý þá til hóp, set inn fallega mynd af brauðtertu og geri Erlu Gísla- dóttur að stjórnanda með mér. Þetta fannst okkur svakalega fyndið og ég reiknaði með að við yrðum kannski tíu í þessum hóp. Yfir helgina urðu félagarn- ir hins vegar hundrað talsins og nú eru tæplega átta þús- und félagar í Brauðtertufélagi Erlu og Erlu. Snemma var far- ið að kalla eftir einhvers konar viðburði, brauðtertukeppni eða þvíumlíku, og við erum í raun að svara því kalli nú. Brauðtertukeppnin mikla mun fara fram í Listasafni Reykja- víkur á Menningarnótt milli klukkan 14 og 16.“ Lofa skemmti- legasta viðburði Menningarnætur Sjö flugmönnum sagt upp hjá Air Iceland Connect S jö af rúmlega fjörutíu flugmönnum Air Iceland Connect hafa misst vinnuna það sem af er ári. Er það tilkomið vegna aðstæðna á markaði og samdráttar í far- þegaflutningum, meðal annars vegna fækkunar erlendra ferða- manna. Rekstur innanlands- flugs hér á landi hefur verið þungur undanfarin ár. Bág staða flugfélaga, fákeppni og hækk- andi olíuverð vega þar þyngst og eru neytendur langþreyttir á háum flugfargjöldum, sem kosta á við utanlandsferðir. Greint var frá því á dögunum að Air Iceland Connect hygðist minnka flugvélaflota félagsins og fækka vélum úr sex í fjórar. Þá hefur félagið fækkað ferðum til Egilsstaða og Ísafjarðar yfir vetrar tímann og sömuleiðis hætt að fljúga á milli Keflavíkur og Akureyrar. Í samtali við DV segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, að upp- sagnir flugmanna tengist fyrrnefndum aðgerðum flugfé- lagsins. „Við sögðum upp þremur flugmönnum í júní og núna um mánaðamótin er fjórum sagt upp til viðbótar. Við erum í raun að bregðast við aðstæðum á markaði. Það er samdráttur í hagkerfinu og við endurspeglum þann veruleika. Það þarf að að- laga fjöldann að starfseminni.“ Í desember síðastliðnum kynnti starfshópur samgöngu- ráðherra skýrslu þar sem lagt var til að niðurgreiddir yrðu um helming flugfarmiðar þeirra sem hafa lögheimili í tvö til þrjú hundruð kílómetra akstursfjar- lægð frá höfuðborginni. Slíkt myndi kosta ríkissjóð tæplega milljarð á ári. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitar stjórnarráðherra, hefur lýst yfir stuðningi sínum við til- löguna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.