Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2019, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2019, Blaðsíða 27
PRESSAN 2723. ágúst 2019 Efasemdir Evrópubúa um bólusetningar stinga í augun n Vantrú fólks og efasemdir um gagnsemi bólusetninga aukist - Minnsta trúin á bólusetningum er Frakklandi Samfélagsmiðlar óspart notaðir Samfélagsmiðlar ná til margra og þetta vita andstæðingar bólu- setninga og notfæra þeir sér sam- félagsmiðla óspart til að dreifa áróðri sínum og skipta staðreyndir og sannleikur ekki alltaf öllu máli. Auðvelt er að dreifa villandi upp- lýsingum á samfélagsmiðlum og margir virðast taka við öllu sem þar er sett fram sem heilögum sannleika, enda er hinni hlið máls- ins, þeirri vísindalegu, ekki komið á framfæri um leið. Þá hefur verið nefnt að vaxandi vantraust fólks í garð yfirvalda og sérfræðinga eigi sinn þátt í að fleiri efist um gagn- semi bólusetningar. Rannsóknin leiddi í ljós að í heildina eru 8 af hverjum 10 þeirr- ar skoðunar að bóluefni séu ör- ugg. Það að fólk hafi vantrú á bólu- setningu þýðir ekki endilega að þeir láti ekki bólusetja börnin sín. Um 92 prósent aðspurðra sögðu að börn þeirra væru bólusett. Minnsta trúin á bólusetning- um er í Frakklandi, en þriðji hver Frakki ber brigður á að bólu- efni séu örugg og 19 prósent telja að þau hafi ekki áhrif. Bent hefur verið á að í raun og veru séu ekki margir sem séu algjörlega á móti bóluefnum en hinir sömu vilji bara sjá fleiri vísindalegar sannan- ir og fá fleiri útskýringar. Fyrir tveimur árum voru sett lög á Ítalíu sem kveða á um að börn megi ekki sækja opinbera leikskóla eða skóla ef þau hafa ekki fengið bólusetningar gegn 10 tilgreindum sjúkdómum, þar á meðal mislingum. Ef ekki er búið að bólusetja börn þegar þau ná sex ára aldri er hægt að sekta for- eldra þeirra. Lögin voru sett í kjöl- far mikillar fjölgunar mislingatil- fella í landinu. Í ársbyrjun 2018 tóku ný lög gildi í Frakklandi en þau kveða á um að áður en börn ná tveggja ára aldri eigi þau að hafa fengið 11 bólusetningar en þær voru þrjár áður. Þetta var einnig gert til að draga úr fjölda mislingatilfella. Ákveðin ógn við lýðheilsu um allan heim Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum á undanförnum mánuð- um hefur tilfellum mislingasmits fjölgað mikið í Evrópu og hafa til- fellin ekki verið fleiri í 20 ár. Aukn- ar efasemdir um bólusetningar eru nefndar sem ein af aðalá- stæðunum fyrir þessari neikvæðu þróun. Á síðasta ári voru tilfellin þrefalt fleiri en árið á undan eða rúmlega 82.000 skráð tilfelli og 72 létust. Þróunin hefur haldið áfram það sem af er þessu ári og er fjöldi smits nú orðinn álíka og allt árið í fyrra. Sama þróun á sér stað í Bandaríkjunum. Á heimsvísu skráði WHO 136.000 andlát af völdum mislinga á síðasta ári, þar af voru mörg börn. Einna stærstu faraldrarnir voru í Bandaríkjunum, Úkraínu og á Filippseyjum. Í fátækum ríkjum á borð við Afganistan og Pakistan hefur það hægt á tilraunum til að útrýma lömunarveiki að ósannur orðróm- ur er á kreiki um bóluefnin og hafa margir neitað bólusetningum vegna þess. WHO hefur lýst því, sem stofn- unin segir vera „bólusetningarhik“, sem einni af tíu stærstu ógnunum sem steðja að lýðheilsu fólks um allan heim á þessu ári. Þetta ógni þeim árangri og framförum sem hafa náðst í baráttunni við sjúk- dóma sem er hægt að bólusetja gegn. WHO segir að bóluefni séu ein hagkvæmasta leiðin til að forð- ast sjúkdóma og komi í veg fyr- ir 2 til 3 milljónir dauðsfalla á ári hverju á heimsvísu. Hægt væri að koma í veg fyrir dauða 15 milljóna manna til viðbótar ef fleiri létu bólusetja sig. Til að bólusetningar geri sem allra mest gagn þurfa 90 til 95 prósent fólks að vera bólusett en þá næst hjarðvernd og komið er í veg fyrir faraldra. Þetta vernd- ar einnig þá sem ekki eru bólusett- ir en sumir geta ekki fengið bólu- setningar, til dæmis vegna aldurs eða veikburða ónæmiskerfis. n Faraldur Á heimsvísu skráði WHO 136.000 andlát af völdum mislinga á síðasta ári. Mynd: Getty Images Minnsta trúin Þriðji hver Frakki er því ósammála að bóluefni séu örugg. Mynd: Pixabay

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.