Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2019, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2019, Blaðsíða 18
23. ágúst 2019KYNNINGARBLAÐ Segðu bless við sleipar og illa farnar tröppur MÚR OG TRÖPPUVIÐGERÐIR: Illa farnar útitröppur geta verið mikið lýti á fallegu húsi. Að sama skapi geta illa veðraðar tröpp­ ur með brotnum og daufum könt­ um verið stórhættulegar. Múr og tröppuviðgerðir er fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu sem sérhæfir sig í tröppuviðgerðum, bæði úti og inni. „Við erum mest í að endurmúra tröppur en tökum líka að okkur ýmsar sprunguviðgerðir, múrun á svalar­ gólfum og önnur smærri múrverk,“ segir Páll Helgi Kristinsson. Mapei gæðamúr Múr og tröppuviðgerðir notar eingöngu steypu frá Mapei, sem er norskt steypufyrirtæki sem framleiðir hágæða steypu sem hentar sérlega vel fyrir íslenskar aðstæður. „Múrinn er trefjabundinn, hefur einstaklega gott slitþol og þolir vel alla þá veðrun sem á sér stað hérlendis, meðal annars sífelldar frosthörkur og þíðu á veturna sem og löng rigningar­ sumur eins og var hér í borginni í fyrra. Múrinn hefur afar góða við­ loðun og endist lygilega vel. Það sér vart á tröppum sem við steyptum fyrir sjö árum þegar við byrjuðum að nota múrinn frá Mapei. Ég gæti líka hæglega trúað að steyptar tröppur með Mapei múrnum séu að fara að endast í hátt í 20 ár eða meira. Það miðast við að undirvinnan og múr­ vinnan sé framkvæmd á réttan hátt.“ Það jafnast ekkert á við Mapei „Við vinnum verkefni á höfuðborgar­ svæðinu, en höfum líka farið eitthvað út á land. Það er alltaf nóg að gera og við erum að fá hátt í 120 verkefni á hverju sumri.“ Það sem fer verst með útitröppur á Íslandi er að sjálfsögðu veðrið, og þá sérstaklega frost og þíða. „Einnig er algengt að fólk sé að salta of mikið eða er að lemja ísinn af tröppunum, en þá getur farið að kvarnast upp úr þeim. Einnig er algengt að fólk sé að nota kolröng efni í útitröppur. Flísar eru til dæmis sjaldan nægilega endingargóðar og við höfum verið að fletta afar illa förnum nýlegum flísum af tröppum til þess að endursteypa þær með Mapei múrnum. Einnig hefur flotun gefið lélegan árangur. Mapei hefur verið í stöðugri þróun gegnum tíðina og alltaf eru að koma ný og betri efni. T.d. er komið inn nýtt efni frá Mapei sem er sérhannað fyrir svalagólf, þar sem það er alveg vatnshelt og er litur í múrnum, sem fólk getur valið um. Þar með heyrir flagnandi málning á svölum sögunni til. Það jafnast ekkert á við Mapei múrinn.“ Þegar tröppur eru illa farnar þarf að byrja á að taka burt allt það efni sem er illa farið og bindingin er farin úr. Trefjastyrktur múr er síðan tvídreginn yfir tröppurnar þannig að hann myndar sterkt slitlag ofan á. „Múrinn þornar svo þannig að það myndast hrjúft yfirborð, eins og á sandpappír, sem verður til þess að það þarf mun sjaldnar að salta. Auk þess er minni hætta á að þær verði sleipar í bleytu eða smá ísingu,“ segir Páll. Sendu póst á murogtroppur@ murogtroppur.is og fáðu tilboð í þín- ar tröppur, þér að kostnaðarlausu. Fylgstu með á Facebook: Múrvið- gerðir Sími: 825-0643

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.