Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2019, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2019, Blaðsíða 24
Sérblaðið KYNNINGARBLAÐ 23. ágúst 2019 DÝRAFÓÐUR.IS Gæði og þekking í þágu dýra Vefverslunin Dýrafóður.is var opnuð árið 2017, en hún er rekin af heildsölunni Vet­ is ehf. sem var stofnuð af nokkrum dýralæknum árið 2002. Heildsalan flytur fyrst og fremst inn gæludýra­ fóður og ýmiskonar gæðavörur fyrir gæludýr. Auk þess flytur Vetis inn sérvörur, tæki og búnað fyrir dýra­ lækna. Eigandi fyrirtækisins er Gísli Sverrir Halldórsson dýralæknir. „Það er mikill styrkur fyrir fyrirtækið að Gísli hefur verið starfandi dýralæknir í tæp 40 ár og veit þar af leiðandi sínu viti þegar kemur að fóðrun dýra,“ segir Sigrún Pálmadóttir rekstrarstjóri Vetis og Dýrafóður.is. Lítið en öflugt fjölskyldufyrirtæki Dýrafóður.is er lítið fjölskyldufyrirtæki en þó mjög öflugt á sínu sviði. „Við leggjum mikinn metnað í skjóta og góða þjónustu. Til dæmis afgreiðum við pantanir sem berast fyrir hádegi samdægurs á höfuðborgarsvæðinu. Við höfum að sjálfsögðu brennandi áhuga á velferð dýra og skiptum til dæmis eingöngu við framleiðslu­ fyrirtæki sem hafa dýrahagsmuni og náttúruvernd í fyrirrúmi. Áhersla er lögð á að allar vörur sem við seljum séu framleiddar án þess að komi til dýratilrauna, auk þess sem allar okkar fóðurvörur eru fyrsta flokks, úr náttúrulegum afurðum, án allra gervibragð­, rotvarnar­ eða litar­ efna,“ segir Sigrún. Belcando, hágæðafóður fyrir hundinn Belcando er hágæða super premi­ um hundafóður fyrir allar stærðir og gerðir hunda. Það er eingöngu unnið úr ferskum kjötvöðva úr dýrum sem henta til manneldis. „Belcando býður upp á afar breitt vöruúrval fyrir stóra sem smáa hunda, allar tegundir hunda og allan aldur. Þá er þurrfóðurslína fyrir smáhunda upp í allt að 15 kg og svo vörulínur fyrir stærri hunda, fóður sem henta fjörmiklum hund­ um, hundum með fáein aukakíló og margt fleira. Þess má geta að allir leitarhundar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar eru á Belcando og segir það sitt um gæðin.“ Leonardo, fyrsta flokks matur fyrir kröfuharðar kisur Leonardo býður upp á breitt úrval af bæði þurr­ og blautfóðri fyrir ketti sem gera kröfur. „Við erum bæði með fóður fyrir stóra og litla ketti. Þá er sérlega mikið vöruúrval af kattafóðri með mismunandi bragðtegund­ um og áferð því kettir geta verið afar vandlátir þegar kemur að mat. Leonardo­fóðrið má bæði nota sem heildstæða máltíð eða sem bragð­ bæti og uppbót.“ Nánari upplýsingar má nálgast á vefversluninni www.dyrafodur.is Facebook: Dýrafóður.is Sími: 421-8005 og 651-8005 netpóstur: lager@vet.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.