Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2019, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2019, Blaðsíða 6
6 24. maí 2019FRÉTTIR Þ órður Áskell Magnússon dróst með óvæntum hætti inn í Euro Market-mál- ið svokallaða og í kjölfarið sætti fyrirtæki hans rannsókn vegna meints peningaþvættis. Skattrannsóknarstjóri ríkisins hef- ur gefið út að ekki sé tilefni til frek- ari aðgerða en Þórður er engu að síður ennþá með stöðu grunaðs manns í málinu. Hann fordæm- ir vinnubrögð lögreglunnar við rannsóknina og segir málið ein- kennast af klaufalegum vinnu- brögðum og rasisma. Óvæntur blaða- mannafundur Þann 18. desember árið 2017 var boðað til blaðamannafund- ar hjá lögreglunni og fór hann fram í Rúgbrauðsgerðinni. Fyrir svörum stóðu nokkrir af þekkt- ustu lögreglumönnum lands- ins, Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri, Grímur Grímsson yfir lögregluþjónn, Karl Steinar Valsson, fulltrúi hjá Europol, og erlendir lögreglumenn einnig. „Við erum með það til rann- sóknar hvort að hér hafi verið skipulagðir hópar að störfum. Það er grundvöllur þess sem við erum með til rannsóknar,“ sagði Grímur á fundinum. Tilkynnt var um gríðarlega stóra lögregluaðgerð í þrem- ur löndum; Íslandi, Póllandi og Hollandi, þann 12. desember og að 90 starfsmenn lögreglu og toll- yfirvalda hefðu komið að henni. Rannsókn málsins hófst árið 2014 í Hollandi og árið 2016 var íslensk- um og pólskum lögregluyfirvöld- um gert viðvart. Euro Market-málið Málið snerist um innflutning og sölu fíkniefna, fjársvik og pen- ingaþvætti. Hér á Íslandi hafði verið lagt hald á eignir og reiðufé fyrir 200 milljónir íslenskra króna. Þar með talið fasteignir, bifreið- ar, fjármuni í bönkum og hluti í fyrir tækjum. Götuverðmæti þeirra eiturlyfja sem um ræddi var hálf- ur milljarður, bæði amfetamín og MDMA til alsælugerðar. Í löndun- um þremur voru alls átta manns handteknir og húsleit gerð á þrjá- tíu stöðum. Stærstur hluti rann- sóknarinnar og aðgerðanna var hér á landi. Ekki var gefið upp hvaða aðilar hér á landi væru viðriðnir málið. En degi seinna greindi Fréttablað- ið frá því að verslunarfyrirtækið Market ehf. væri tengt málinu, en það félag rak pólskar smá- vöruverslan- ir undir nafninu Euro Kjöreign ehf - Ármúla 21 - 108 Reykjavík Sími: 533-4040 - www.kjoreign.is Dan Wiium Hdl, lögg. fasteignasali, Sími 896-4013 Ólafur Guðmundsson Sölustjóri, sími 896-4090 Þórarinn Friðriksson Lögg. fasteignasali, sími 844-6353 Rakel Salóme Eydal Skjalagerð Sigurbjörn Skarphéðinsson Lögg. fasteignasali, skjalagerð Kjöreign fasteignasala – traust og örugg þjónusta í 40 ár Ásta María Benónýsdóttir Lögg. fasteignasali, Sími 897-8061 ÞÓRÐUR VAR DREGINN INN Í EURO MARKET-MÁLIÐ n Allar eignir og bókhald grandskoðað n Skattstjóri gerði engar athugasemdir n Enn með stöðu grunaðs manns Karl og Grímur Blaðamannafundur­ inn stóri. Peningar og súrar gúrkur Lögreglan sendi pólskum fjölmiðlum mynd­ band af aðgerðum. Þórður Áskell Magnússon Athafna­ maður frá Grundarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.