Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2019, Blaðsíða 42
42 FÓKUS - VIÐTAL 24. maí 2019
svo fór hann að segja mér að hann
réði ekki alveg við þetta álag leng-
ur, en ég var svona að streitast á
móti. Þannig að þetta voru svona
margir samverkandi þættir og ég
áttaði mig á að ég var að byrja að
upplifa streitu, eitthvað sem ég
hélt að ég myndi aldrei upplifa.
Ég er að vestan, úr Djúpinu,“ segir
Ragga og steytir hnefann. „Maður
er bara harður og þetta er eitthvað
sem aðrir eru að glíma við en ekki
ég. Svo þurfti ég að kyngja hrokan-
um.“
Ragga er í toppformi, borðar
hollt, hugsar vel um sig og fer
snemma að sofa. Reynsla henn-
ar sýnir að enginn er óhultur fyr-
ir streitunni. Hún fór að kynna sér
málið og komst að því að streitu-
hormónið kortisól var í rugli hjá
henni. „Ég hakaði við afar margt í
einkennum þess sem kallast trufl-
un á HPA-ásnum, sem er undir-
stúkan, heiladingullinn og nýrna-
hetturnar. Þetta er kerfi sem
vinnur saman, heilinn skynjar ógn
og þá sendir hann út boð um að
losa út streituhormónin adrenalín
og kortisól. Þau sjá um að draga
blóð út í líkamann af því að við eig-
um að vera klár í baráttu. Horm-
ónin hægja á meltingu, slökkva á
kynhvöt, sjáöldrin víkka, æðarnar
tútna út, það er svo margt sem fer í
gang sem á að búa okkur undir að
berjast.“
Langvarandi álag skaðlegt fyrir
líkamann
„Þegar við erum undir miklu
álagi þá erum við í þessu ástandi
alltaf og að vera þannig í jafnvel
átta klukkustundir á dag í marga
mánuði, er ekki hollt fyrir lík-
amann. Við förum að brenna út
og þetta fer að hafa neikvæð áhrif
á heilsuna. Blóðsykurinn hækkar
og hefur slæm áhrif líka. Þetta hef-
ur áhrif á hjarta- og æðakerfið, við
förum að fá of háan blóðþrýsting,
það er svo ótrúlega margt sem
gerist, kortisól bælir ónæmiskerf-
ið, sem er gott fyrir okkur í stutt-
an tíma, en yfir langt tímabil er
það slæmt og veldur því til dæm-
is að við pikkum strax upp allar
pestir. Barnið kemur heim af leik-
skólanum með hor í nös og við
erum komin með kvef strax eða
gubbupest eða annað. Fólk sem er
undir álagi áttar sig oft þegar það
fer að vera pestsæknara og veik-
ara.
Minnið er líka stór þáttur og
fólk áttar sig oft þegar það byrjar að
gleyma, það gleymir fundum, týn-
ir lyklunum sínum, týnir veskinu
sínu í búðinni. Þetta er vegna
þess að drekinn (hippocampus),
sem er minnisstöðin okkar í heil-
anum, dregst saman, kortisólið
minnkar hana. Líkaminn okkar er
svo magnaður, við eigum ekki að
vera að leysa einhverjar krossgátur
þegar við erum að berjast við ljón
úti á steppunum, þá á bara líkam-
inn að funkera.“
Ragga segir að streita hafi þó
mismunandi áhrif á fólk og það
sem sé streituvaldandi fyrir einn
þurfi ekki að vera það fyrir ein-
hvern annan. Tekur hún sem
dæmi tvo einstaklinga sem eru að
skrifa lokaritgerð í háskóla, öðrum
gengur vel og nær að einbeita sér
að ritgerðinni, meðan hinn er með
fullt af boltum á lofti og farinn að
sýna einkenni kulnunar. „Hann er
að bugast þar sem hann er með
veika foreldra og ungbarn sem sef-
ur illa, hann sefur ekki vel, hann
hreyfir sig ekki og borðar ekki vel.
Þegar við erum undir miklu
álagi finnst okkur við líka oft
heimskari. Við þurfum að gúgla
þriðja orkupakkann, okkur finnst
við ekki geta tekið þátt í samræð-
um, við förum að gleyma umræð-
um þar sem við lásum um ein-
hverja rannsókn, við gleymum
nöfnum á fólki. Það er svo margt
sem streitan hefur áhrif á og fólk
getur upplifað alls konar ein-
kenni.“
Kulnun er nýtt fyrirbæri á
Íslandi
Hugtakið kulnun er tiltölulega nýtt
á Íslandi og aðspurð hvort það sé
vegna þess að við séum að taka
meira á okkur en aðrar þjóðir og
hvort „þetta reddast“-hugarfar
okkar hafi áhrif, svarar Ragga ját-
andi.
„Við erum harðger frá upphafi.
Við erum alltaf að berjast við móð-
ur náttúru, við förum út í hvaða
veðri sem er, sköfum af bílnum,
berjumst í gegnum snjó og skafla,
rok og rigningu. Börnin okkar eru
látin sofa úti í desember,“ segir
Ragga. „Þannig að það, að þurfa
að horfast í augu við að ráða allt í
einu ekki við lífið og öll þessi verk-
efni er, held ég, ósigur fyrir marga.
Hér er ég að bugast og þá er ég þá
orðin að einhverjum aumingja,
hvað þýðir það fyrir mig og sjálfs-
mynd mína. Það er eitthvað sem
við viljum ekki, því við viljum alltaf
vera hörð út á við.“
Þetta lýsir sér vel hjá Íslending-
um sem ávallt hafa það fínt, þegar
klassísku spurningunni: „Hvern-
ig hefur þú það?“ er kastað fram.
„Samt er kannski allt í rugli, við-
komandi að skilja, fjármálin í steik
eða annað. Í öðrum samfélög-
um, eins og Danmörku og Bret-
landi, svarar fólk hins vegar bara af
hreinskilni og segir frá hvað sé að
plaga viðkomandi. Við Íslendingar
vitum ekki alveg hvernig við eig-
um að taka slíkum upplýsingum,
þá þarf maður allt í einu að sýna
viðkomandi athygli, áhuga og
samkennd og það eigum við bara
örlítið erfitt með, af því við erum
ekki vön því. Við erum líka alltaf
að drífa okkur i næsta verkefni
og höfum einfaldlega ekki tíma í
svona væl frá öðrum. Okkar ímynd
er sterki víkingurinn og við getum
allt!“
Uppalin í bómullarumhverfi
En hver er konan sjálf, á bak við
naglann? Ragga verður fertug í
október, fædd og uppalin í Foss-
voginum, þar til foreldrar henn-
ar skildu þegar hún var 17 ára
og hún flutti með móður sinni í
Hlíðarnar. Hún gekk í Ísaksskóla,
Hvassaleitisskóla og Menntaskól-
ann í Reykjavík.
„Ég átti mjög góða æsku, ég
er velmegunarbarn úr Fossvogi
sem skorti aldrei neitt, kem úr
bómullarumhverfi, og hef aldrei
upplifað áföll eða mótlæti, ég man
eftir að hafa verið einu sinni svöng.
Ég á mjög góða foreldra sem hafa
alltaf stutt mig í öllu sem ég hef
tekið mér fyrir hendur. Mamma
er mikill skörungur og ég hef skör-
ungsgenið frá henni. Pabbi er
að vestan og þaðan kemur þessi
þrautseigja og seigla. Hann verður
150 ára og deyr standandi, ég veit
það.
Ég á eina systur, Ingibjörgu,
sem er sjö árum eldri en ég og
býr í London, þar sem hún starfar
fyrir CNN og krafsar þar í gler-
þök. Hún er mikil fyrirmynd mín
og við erum mjög nánar og mikl-
ar vinkonur, við vorum það ekki
alltaf, en svona eftir tvítugt urð-
um við miklar trúnaðarvinkonur
og stöndum þétt saman og börn-
in hennar tvö eru fallegri og yndis-
legri en allt.“
Eiginmaður Röggu er Snorri
Steinn Þórðarson og þau hafa ver-
ið saman í 20 ár. Þau kynntust á
Kúbu, þegar þau voru um tvítugt.
„Ég var þar í fimmtugsafmælis-
ferð pabba og hann í fríi með vin-
um sínum. Við hittumst bara á
barnum, ég sá hann og fannst
hann sniðugur og flottur gæi.
Þetta var ást við fyrstu sýn, hann
er með risastórt bros, brosir mik-
ið og það heillaði mig og gerir enn.
Þetta kallar maður að sækja vatn-
ið yfir lækinn, því hann er bara úr
Hafnarfirði þessi elska.“
Snorri er að byrja, líkt og Ragga,
að flakka milli Danmerkur og Ís-
lands, þar sem hann var að stofna
fyrirtæki hér á landi. „Hann er
arkitekt og fyrirtækið heitir Heild-
stæð hönnun, ef þú ert í hús-
byggingarhugleiðingum þá er
hægt að leita til þeirra og fá alla
þjónustu sem vantar.“
Sálfræðin mömmu að þakka
Ragga ætlaði fyrst að læra lögfræði,
en móðir hennar stakk þeirri hug-
mynd að henni að læra frekar sál-
fræði og Ragga segir að hún hafi
aldrei átt að verða eitthvað annað.
„Ég hef alltaf haft ótrúlega mik-
inn áhuga á fólki og les afskaplega
mikið í hegðun og annað.“
Ragga útskrifaðist árið 2005 og
hafði þá verið í nokkur ár að taka
eigin lífsstíl í gegn og búin að fá mik-
inn áhuga og ástríðu á öllu heilsu-
tengdu. Það lá því beint við að fara
í heilsusálfræði og Ragga útskrif-
aðist úr henni árið 2007 úr bresk-
um skóla. Því næst tók við vinna á
Landspítalanum við kæfisvefns- og
lungnarannsóknir, auk þess sem
hún starfaði sem verkefnastjóri hjá
Rannsóknarstofnun um lyfjamál.
„Árið 2011 fór ég síðan í kandi-
datsnám í Danmörku og hef unnið
eingöngu sem sálfræðingur þar. Ég
er með eigin stofu í Kaupmanna-
höfn og fæ mjög marga Íslendinga
til mín sem finnst gott að tjá tilf-
inningar á eigin tungumáli. Ég fæ
fjölda fólks sem glímir við streitu,
kulnun og annað, en kerfið í Dan-
mörku virkar þannig að þú færð
fyrst þriggja mánaða veikindaleyfi
sem er síðan endurskoðað.“
Ragga segir að nauðsynlegt sé
www.gilbert.is
FRISLAND 1941
TÍMALAUS GÆÐI
VIÐ KYNNUM
Því styttri svefn
yfir æviskeiðið því
styttra er lífið
Áhugamál og
atvinna Fólk, heilsa
og allt því tengt er
atvinna og áhugamál
Röggu.