Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2019, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2019, Blaðsíða 52
52 24. maí 2019TÍMAVÉLIN EIGUM MARGA LITI Á LAGER Nánari upplýsingar á mt.is og í s: 580 4500 HANNAÐ FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR ÁLKLÆÐNINGAR & UNDIRKERFI Við segjum ekki skilið við Berg­ þórshvol strax. Eftir að Eggert lést lentu frænka hans og eiginmaður hennar, Benedikta Haukdal, og Runólfur Maack, í erjum við hjón­ in Viðar Halldórsson og Rögnu Bogadóttur á bænum Káragerði. Aðeins eru um 400 metrar á milli bæjanna og eitt sinn var þetta sameiginleg jörð. Harðvítugar deilur komu upp á milli heimilisfólks sumarið 2017 og greindi DV frá þeim. Snerust þær um aðkeyrslu að Káragerði. Tvær leiðir eru að bænum, önn­ ur fram hjá Bergþórshvoli og önnur illfær. Hvorki sjúkrabílar né slökkviliðsbílar komast þann slóða. Vildi heimilisfólk á Berg­ þórshvoli að Káragerðisfólk kæmi sér upp eigin heimkeyrslu og lögðu dráttarvél þannig að ekki var hægt að keyra veginn að Kára­ gerði. „Þetta er náttúrulega bara héraðsvegur,“ sagði Viðar í sam­ tali við DV á sínum tíma en jafn­ framt að hann vildi koma upp eigin heimkeyrslu og losna við að keyra fram hjá Bergþórshvoli. „Þetta hafa verið leiðindasam­ skipti þarna á milli og það koma upp svona árekstrar. Við viljum hafa sem minnst samskipti við þau en alltaf þegar kemur eitt­ hvað upp á, er það frá þeim.“ Viðar nefndi til dæmis að Run­ ólfur hefði mokað möl upp úr veginum og sturtað yfir á land Káragerðis. Einnig að Benedikta hefði hellt sér yfir barnabarn þeirra á Facebook. Kuldinn á milli fólksins átti sér eldri rætur og báðar húsfreyjur tengdust Eggerti Haukdal. Ragna í Káragerði var systir sambýlis­ konu Eggerts. Borgþórshvoll 1 var kirkjujörð og bæði býlin buðu í hana þegar kirkjan seldi. Var boði Runólfs og Benediktu tekið. Viðar sagði deiluna þó fyrst og fremst snúast um hlunnindi, til dæmis malartöku og veiðirétt úr Affallinu, og sagði að fólkið á Bergþórshvoli vildi ekki viður­ kenna þau. Hafi Viðar til dæm­ is ekki verið boðaður á fund hjá veiðifélaginu þar sem Runólfur er formaður. „Káragerði hefur verið í veiði­ félaginu frá því það var stofnað og tekið þátt í allri uppbyggingu sem hefur þurft að leggja fjármagn í. Það fer ekkert á milli mála en þetta vill hann ekki viðurkenna.“ Bergþórshvoll og Káragerði Veginum lokað með traktor. Suðurlandið er gósenland ná­ grannaerja og þá sérstaklega sveitirnar. Ein harðvítugasta deilan hefur nú geisað í Langholti í Árnessýslu í áratug. DV hefur ít­ arlega gert grein fyrir deilunni á milli Hreggviðs Hermannssonar í Langholti 1b og nágranna hans, Ragnars Vals Björgvinssonar og Fríðar Sólveigar Hannesdóttur, í Langholti 2. „Hann reyndi að drepa mig,“ sagði Hreggviður í samtali við DV í janúar árið 2018 um meinta árás frá 21. desember árið áður. Höfðu báðir aðilar þá kært hvor annan til lögreglu. Ragnar og Fríður vildu þó ekki ræða við fjöl­ miðla. Hreggviður sagði að þenn­ an dag hefði hann séð hjónin í Langholti 2 rífa niður vírgirðingu sem aðskildi landareignirnar. Hann hafi þá ætlað að stöðva þetta. Hreggviður sagði: „Ég var á eftir henni og var að reyna að stíga á vírspottann. Ragnar reyndi þá að keyra í veg fyrir mig en ég komst fram fyrir hann. Hann (Ragnar) reyndi að keyra mig niður en ég stökk þá upp á húddið til að bjarga mér. Ég reyndi að halda mér þar með annarri hendi en á meðan keyrði Ragnar hring á lóðinni og meðal annars í gegnum limgerði.“ Myndband og lögregluskýrsla virtist staðfesta þetta og var Ragnar ákærður um áramótin 2018/2019. Sagðist Hreggviður hafa misst takið og fallið til jarðar og sakaði hann Ragnar um að hafa keyrt yfir fætur sína. Eftir það hafi Hreggviður staulast heim og loks liðið yfir hann við matarborðið. Eins og svo oft í nágranna­ erjum í sveitum landsins snerist deilan um hlunnindi og landa­ merki. Árið 2005 var uppi mál á milli bæjanna vegna veiði­ réttinda í Hvítá. Vildi Hreggviður meina að Ragnar og Fríður væru að seilast inn á hans land. Hafa ótal kærur borist og lögreglan ítrekað þurft að skerast í leikinn. Í sama mánuði og frétt DV birtist greindi blaðið frá því að Hregg­ viður hefði hlotið 30 daga skil­ orðsbundinn dóm fyrir að stela girðingarstaurum og sófasetti, og einnig fyrir að hafa snúið upp á hönd Fríðar. Taldi hann lögreglu hafa misbeitt valdi sínu og nefndi að dóttir Fríðar væri yfirmaður hjá lögregluembættinu. Vegi lokað með dráttarvél Keyrt á Hreggvið Hreggviður Hermannsson Íbúi í Langholti í Árnessýslu. Mar á handlegg Hreggviður sagði nágrannann hafa reynt að drepa sig. Umfjölun heldur áfram á síðu 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.