Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2019, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2019, Blaðsíða 14
14 FÓKUS 24. maí 2019 PINNAMATUR V e i s l u r e r u o k k a r l i s t ! Bjóðum uppá fjölda tegunda PINNAMATS OG TAPASRÉTTA Hólshraun 3, 220 Hafnarfjörður / S 555 18 10 og 565 1810 / veislulist@veislulist.is / veislulist.is Afgreitt á einnota fötum, tilbúið fyrir veisluna HRINGDU OG PANTAÐU Í SÍMA 555 1810 Blind stúlka missti vini vegna skoðana sinna Hefur stundað tónlistarnám frá fæðingu - Baráttufólk getur breyst í skrímsli - Fatlaðir eru líka kynverur Þ að er mikil heift í um­ ræðunni, mikill skotgrafa­ hernaður og ég er hrædd, meira að segja oft mjög hrædd við að tjá sumar skoðanir mínar opinberlega, finnst ég ekki geta leyft mér það. Ég vil vera opin­ ber persóna, eiga séns í pólitík án þess að vera álitin öfgamanneskja, ég vil að sá möguleiki sé fyrir hendi að ræða hvað sem er á yfirveguðum og vitsmunalegum nótum, en það er bara mjög erfitt á tímum þegar fólk er oft dæmt eftir skoðunum sínum, jafnvel án þess að vera leyft að standa fyrir máli sínu. Vinir og kunningjar frá fyrri tíð hafa snúið baki við mér af því þeir eru ósáttir við að skoðanir mínar eru ekki nákvæmlega eins og þeirra í ein­ hverjum málum,“ segir Iva Marín Adrichem. Iva, sem hefur verið blind frá fæðingu, tók virkan þátt í réttinda­ baráttu fatlaðs fólks á unglingsár­ um en fjarlægðist síðan þau viðhorf sem hún tileinkaði sér þá og hefur lent upp á kant við sum af sínum fyrri baráttusystkinum. Iva vill ekki láta draga sig í dilka eða á hana séu settir merkimiðar enda hefur henni verið sagt að hún sé með „sjálf­ stæðisblæti“ eins og hún orðar það. Iva er aðeins liðlega tvítug að aldri, fædd 1998, en á þegar stór­ merkilegt lífshlaup að baki. Hún ræddi við DV um ævi sína, fordóma gegn fötluðum, en líka mikilvægi fordómaleysis og umburðarlyndis í allri umræðu og skoðanaskiptum – sem henni þykir vanta mikið upp á. Byrjaði í tónlistarskóla tveggja ára Iva fæddist blind vegna augngalla í móðurkviði. Það kom ekki í veg fyrir að hún lyki stúdentsprófi frá MH á tveimur og hálfu ári, og út­ skrifaðist 18 ára gömul, né að hún stundaði nám í Söngskólanum í Reykjavík og síðar Tónlistarskóla Garðabæjar. Iva stundar núna nám til bachelor­gráðu í einsöng í Rotterdam en hér heima lærði hún píanóleik auk söngs. Iva á hollenskan föður en ís­ lenska móður. Hún bjó fyrstu níu æviárin í Hollandi og talar bæði reiprennandi hollensku og ís­ lensku. Iva segir að foreldrar hennar hafi frá unga aldri stutt hana ötullega til náms og þroska. Hún lærði mjög snemma að lesa og hefur frá unga aldri verið mik­ ill bókaormur. Les hún aðal­ lega hljóðbækur en er líka læs á punktaletur. Tónlist byrjaði Iva að læra þegar sem smábarn: „Ég var varla nema tveggja til þriggja ára þegar pabbi og mamma fóru að senda mig í píanó tíma og á alls konar söngnámskeið.“ Iva hneigðist til tónlistar nánast frá fæðingu en auk þess sem foreldrar hennar hvöttu hana óspart áfram þá segja þeir að hún sjálf hafi ver­ ið afskaplega námfús frá blautu barnsbeini. „Foreldrar mínir eiga hrós skilið. Þau hafa verið mjög góð­ ir uppalendur og studdu mig og hvöttu í öllu sem ég sýndi áhuga,“ segir Iva. Þess má geta að Iva stefnir á nám í lögfræði þegar hún hefur lokið við BA­gráðuna í einsöng enda segir hún atvinnuhorfur söngvara vera afar ótryggar. Þessi kornunga kona mun því verða komin með mikla og fjölbreytta menntun áður en langt um líður. Tók U-beygju í skoðunum Snemma á unglingsaldri fór Iva að taka þátt í réttindabaráttu fatlaðs fólks og hennar helsti vettvangur í þeim efnum voru samtökin Tabú: „Unglingsárin voru erfiður tími, enda mikið þroskaferli á þessum tíma og miklar tilfinningasveifl­ ur. Ég hafði, og hef enn í dag, afar sterka réttlætiskennd og á þessum tíma tók ég það mjög nærri mér að vera álitin öðruvísi, og stund­ um minni máttar, fötlunar minnar vegna. Afleiðingarnar voru að ég missti á tímabili algjörlega stjórn á réttlætiskenndinni, var svakalega reið, viðkvæm fyrir öllu og fljót að stökkva upp á nef mér. Það hef­ ur líka áhrif á mann hverja mað­ ur umgengst. Fólkið sem var með mér í þessu var vissulega yndislegt fólk, en við áttum þá reynslu sam­ eiginlega að upplifa og horfa upp á fordóma og mismunun. Skiljan­ lega var margt af þessu fólki líka ofsalega reitt, en stanslaus reiði í umhverfinu getur eitrað út frá sér og dregið úr manni alla jákvæða orku. Vegna þessarar óstjórnlegu reiði minnar fannst mér allt sam­ félagið oft vera á móti mér og gera í því að sýna mér að ég væri minna virði en aðrir. Þetta viðhorf mitt fór að hafa þau áhrif að fólk um­ gekkst mig eins og jarðsprengju­ svæði og vissi ekki hvað það átti að segja við mig, því ég gat hvenær sem er sprungið og ausið úr mér reiðilestri um fordóma gegn mér og óréttlæti heimsins. Ég var að breytast í einhvers konar tilfinn­ ingavampíru. Síðan rann upp fyrir mér að reiði virkar ekki alltaf best í mannréttindabaráttu, þó að vissu­ lega sé alltaf þörf á róttækni. Hins vegar er mjög fín lína milli þess að vera róttækur og að breytast óvart í skrímslið sem maður ætlaði sér að berjast gegn. Það má segja að á Ágúst Borgþór Sverrisson agustb@dv.is „Ég er hrædd við að tjá sumar skoðanir mínar opinberlega“ Metnaðarfull Iva stefnir á nám í lögfræði eftir tónlistarnámið. Mikilvægt að sleppa takinu Iva segir mörg fötluð börn vera ofvernduð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.