Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2019, Side 56

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2019, Side 56
56 24. maí 2019 Þ egar Carine Micha flutti til Angleur, úthverfi Liege í Belgíu, var hún fljót að vinna hug og hjörtu ná­ granna sinna. Hún sást tíðum á hverfiskránum þar sem hún söng karókí af miklum móð. Carine var um þrítugt en virtist í reynd vera mun yngri. Það sem enginn vissi var að undir gleðilegu yfirbragði leyndist dapurleg fortíð. Foreldrar henn­ ar voru áfengissjúklingar og höfðu farið illa með hana. Henni hafði verið nauðgað þegar hún var fjórt­ án ára og fljótlega eftir það strauk hún að heiman með fyrstu ung­ lingaástinni en það samband fór fljótlega fjandans til. Þessa voru engin merki að sjá þegar hún flutti til Angleur. Þar flögraði hún um hverfið eins og fiðrildi og ekki laust við að grunnt væri á daðri hjá henni. Karókí og bjór Carine hafði ekki eingöngu yndi af karókí því hún hafði einnig kolfall­ ið fyrir bjór sem hún drakk nán­ ast í tunnuvís. Þegar hér er kom­ ið sögu var hún ekki fær um að ala upp syni sína tvo, á táningsaldri, sem hún hafði sjálf eignast ung að árum. Hún bjó með dóttur sinni og dró fram lífið á bótum. Enga stefnu var að sjá í til­ veru Carine, nema kannski fyrst og fremst beint niður á við. Bjór­ drykkjan gerði hana óútreiknan­ lega og erfiða í samskiptum. Eitt sinn er hverfisbúar skelltu í sumarkarnival endaði Carine uppi í rúmi með kvæntum nágranna sínum. Næsta dag veittist eigin­ kona mannsins að Carine á götu úti. Hún hefði betur sleppt því, því til áfloga kom og Carine sneri eiginkonuna niður og sparkaði af heift í höfuð hennar. Hnífur í öxlina Eftir þá uppákomu höfðu ná­ grannar varann á sér í viðskiptum við Carine. Ekki skánaði ástandið við næsta tiltæki Carine. Þannig var mál með vexti að nýjasti kærasti hennar, Lillo, bjó í sama fjölbýlis­ húsi og hún, við Rue Vaudree, reyndar gegnt hennar íbúð. Nótt eina, eftir að hafa slokað í sig nokkrum bjórum, tók hún sér hníf í hönd, læddist inn til Lill­ os, sem svaf værum svefni, og rak hnífinn í öxl hans. Sem betur fer fór hnífurinn grunnt og Lillo, sem þó var í áfalli, aftók að leggja fram kæru. Aftur á móti taldi læknir Carine réttast að hún sækti um skeið göngugeð­ deild í fimm vikur og var dóttur hennar komið fyrir í fóstri þann tíma. Geðdeild og gifting Á göngudeildinni ríkti engin logn­ molla í kringum Carine og var engu tauti við hana komið. Carine innbyrti kokteila áfengis og lyfja við hinum ýmsu kvillum sem voru annaðhvort raunverulegir eða ímyndaðir. Óði hundur hafði á samviskunni sjö mannslíf. Hans rétta nafn var Joseph L. Taborsky og hann var frá Connecticut í Bandaríkjun- um. Árin 1956 og 1957 myrti Joseph sex manns í vopnuðum ránum sem fengu viðurnefnið „Morð óða hunds“. Sumt þess fólks sem varð á vegi hans í þessum ránum slapp með skrekkinn; var skotið eða barið, en lifði af. Joseph naut þeirrar sérstöðu í Connecticut að hafa í tvígang verið á dauðadeild fyrir aðskilda glæpi. Sem fyrr segir hafði hann sjö mannslíf á SAKAMÁL MÓÐIRIN SEM VARÐ AÐ HVERFA n Í upphafi var Carine vel liðin á meðal nágranna n Breyttist þegar bjórneyslan jókst n Gekk að lokum fram af öllum n Galt fyrir með lífi sínu„Við verðum að losa okkur við mömmu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.