Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2019, Blaðsíða 31
Hvert skal leita? 24. maí 2019 KYNNINGARBLAÐ
Kjötbúðin á Grensásvegi er algert ævintýraland fyrir sælkerann og kjötætuna því þar má finna úrvalskjöt í borðinu beint frá bónda. „Bóndinn
þarf auðvitað alltaf að senda sína gripi í sláturhús
og þaðan kaupum við okkar kjöt. Svo úrbeinum við
nautaskrokka og vinnum þá niður sjálfir,“ segir Geir
Rúnar Birgisson kjötiðnaðarmeistari sem tók við
rekstri verslunarinnar áramótin 2010/2011 og hefur
rekið hana síðan.
Kjötið látið meyrna
Allir nautavöðvar hjá Kjötbúðinni eru látnir hanga í
minnst fjórar vikur áður en þeir fara í kjötborðið. „Það
gerir kjötið enn meyrara undir tönn. Einnig veljum við
feitari gripi til okkar sem að gerir kjötið enn bragð-
meira, „því í fitunni felast gæðin“, eins og við segjum
alltaf.“
Sósa og salat
„Einnig erum við erum með mikið úrval af meðlæti
í versluninni eins og kartöflurétti, kartöflusalöt og
heitar og kaldar sósur sem við gerum sjálf eftir okkar
uppskrift. Einnig erum við með úrval af forrétt-
um og eftir réttum, m.a. eina bestu frönsku, blautu
súkkulaðiköku á markaðnum, en hún hefur selst í
tonnatali hjá okkur. Svo erum við með gott úrval
af elduðum réttum til upphitunar sem verða sífellt
vinsælli.“
Hálfir skrokkar og heilir
„Við hjá Kjötbúðinni sérhæfum okkur í úrvalsnauta-
kjöti og bjóðum viðskiptavinum okkar upp á að panta
stærri pakka af kjöti, hvort sem um er að ræða hálfa
eða heila skrokka, kjöt- og grillpakka og margt fleira.
Þessir pakkar eru pantaðir með fimm daga fyrirvara
og við pökkum hverju stykki fyrir sig eins og kúnninn
vill fá það, því ekki eru allar fjölskyldur jafn stórar og
því er skammturinn misstór í hvert sinn.“
Úrvals grillpakkar í veisluna
„Grillpakkarnir okkar hafa heldur betur slegið í gegn
og eru alveg tilvaldir í garðveisluna í sumar. Þeir eru
sóttir til okkar og allt er tilbúið til eldunar. Þá er einnig
hægt að fá þá foreldaða til þess að stytta eldunar-
tíma. Þá er hægt að fá ýmist nautakjöt, nauta-
borgara, svín, lamb eða kjúkling, salat, kartöflur og
sósur fyrir stóra sem smáa hópa. Skoðaðu vefsíðuna
okkar og sjáðu úrvalið. Markmið okkar er að vera
með 100% gæðahráefni og því er 100% nautakjöt í
borgurunum okkar og engum aukaefnum blandað
við. Einnig bjóðum við upp á að fá grænmetisbuff í
staðinn fyrir kjöt í grill pökkunum,“ segir Geir.
Kjötbúðin er staðsett að Grensásvegi 48, 108
Reykjavík.
Nánari upplýsingar má nálgast á kjotbudin.is
Einnig er hægt að fylgjast með tilboðum og fleiru á
Facebook: Kjötbúðin.
Grillaðu
eitthvað
gott í sumar!
KJÖTBÚÐIN: