Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2019, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2019, Blaðsíða 62
62 FÓKUS 24. maí 2019 B jargfæri fjallar um unga konu, Amöndu, sem ligg- ur dauðvona á sjúkrabeði. Í banalegunni situr dreng- urinn David hjá henni og hjálpar henni að segja sögu sína. Dreng- urinn ýtir á Amöndu til að rifja upp atburði sem kollvörpuðu til- veru hennar og fjölskyldu henn- ar, en Amanda virðist lítið muna hvað olli því að hún bíður nú dauða síns. Bókin er fyrsta skáldsaga hinnar spænsku Schweblin, sem hefur áður skrifað smásög- ur. Samkvæmt bókarkápu hefur Bjargfæri verið þýdd á yfir tuttugu tungumál og fengið góðar viðtök- ur gagnrýnenda sem lesenda. „Þetta skiptir ekki máli, við höf- um nauman tíma,“ segir drengur- inn ítrekað í sögunni sem er ekki löng, en eigi að síður athyglisverð og spennandi. Orðið Bjargfæri er höfundi mjög hugleikið og skýrir hann orðið á eftirfarandi hátt: sú mislanga fjarlægð sem aðskilur foreldri og barn og hvort að for- eldrið geti bjargað barninu innan þeirrar fjarlægðar ef svo skelfilega vill til að eitthvað hendi barnið. „Af hverju reyna mæður alltaf að sjá fyrir allt sem gæti gerst, vera alltaf innan þessa bjargfæris,“ spyr drengurinn. Góðar viðtök- ur bókarinnar eru verðskuldaðar enda vekur hún hjá manni nett- an óhug, ógnin er undirliggjandi alla söguna og maður bíður eftir útskýringu í bókarlok. Sagan veltir fram þeirri hug- leiðingu hvort taugin milli for- eldris og barns geti slitnað. Hvað gerum við og hvað getum við gert þegar ógnin leynist alls staðar og jafnvel oft svo nálægt okkur að við sjáum hana ekki fyrr en eftir á, jafnvel þegar það er orðið of seint. Auðlesin, athyglisverð og spennandi frumraun, sem skilur eftir fleiri pælingar hjá manni en hún svarar. n V anda og Alto hafa verið gift í áratugi. Fyrir löngu síð- an yfirgaf Alto Vöndu fyr- ir yngri konu en tók síð- an saman við hana aftur. Þau mál hafa aldrei verið gerð upp og sam- skiptin einkennast af biturleika. Innbrot í íbúð hjónanna á með- an þau eru fjarverandi í fríi neyð- ir þau til uppgjörs við fortíðina því svo mikið af gömlum munum og minningaheimildum rótast upp við innbrotið. Börn hjónanna, sem nú eru orðin miðaldra, sköðuðust andlega af skilnaðinum á sínum tíma og bera þess enn merki. Þau koma einnig mikið við sögu, sér- staklega er á líður. Þeir sem halda, eftir þessa lýs- ingu, að hér sé á ferðinni niður- drepandi saga, hafa rangt fyrir sér. Bönd er bráðfyndin, hjartnæm og afskaplega margslungin saga mið- að við jafnstutt verk, eða 142 blað- síður. Hún er ófyrirsjáanleg og hrífandi og kemur lesendanum nokkrum sinnum gjörsamlega í opna skjöldu. Sagan er svo listilega uppbyggð að glöggur lesandi verður frá sér numinn við það eitt. Þetta er flug- beitt og sár saga, en um leið marg- slungin, rétt eins og veruleikinn. Fremur en að segja sögu hjóna- bands þar sem ástin hefur verið drepin með svikum og beiskju þá segir höfundur okkur sögu sem sýnir hvað ástin er margbrotin og margvísleg. Því þetta er ekki ást- laust hjónaband. Undir hrjúfleik- anum ólga heitar tilfinningar. Börn hjónanna, þetta mislukk- aða miðaldra fólk, er síðan rúsín- an í pylsuendanum. Þau eiga eftir að koma lesandanum heldur bet- ur á óvart. Þetta er fágað verk, hlaðið sár- um en fögrum sannleika um fjöl- skylduböndin og ástarböndin. Böndin sem halda okkum öllum föstum með einum hætti eða öðr- um – til bölvunar og blessunar. Framúrskarandi lesning. Eigðu gæðastund með þessari bók í sumar. Ritdómur um Bönd - Sannleikurinn er sár en fagur Ritdómur um Bjargfæri - Hvað gerist þegar taugin milli barns og foreldris slitnar? Ágúst Borgþór Sverrisson agustb@dv.is Bækur Bönd Höfundur: Domenico Starnone Útgefandi: Bókaklúbburinn Sólin 142 bls. Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is Bækur Bönd Höfundur: Samanta Schweblin Jón Hallur Stefánsson íslenskaði Útgefandi: Sæmundur 124 bls. „Af hverju reyna mæður alltaf að sjá fyrir allt sem gæti gerst, vera alltaf innan bjargfæris
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.