Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2019, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2019, Blaðsíða 44
44 FÓKUS - VIÐTAL 24. maí 2019 H afdís Björg Kristjánsdótt­ ir hefur þrátt fyrir ungan aldur getið sér gott orð og unnið titla í fitnessheim­ inum. Hún stefnir þó hærra; í at­ vinnumennsku í greininni. Hafdís er einstæð, fimm drengja móðir og segist því þurfa að leggja enn harðar að sér en ella, sonum sín­ um og yngri keppendum í grein­ inni til fyrirmyndar. Hafdís er 31 árs, fædd í Dan­ mörku, en uppalin í Borgarnesi. Hún hefur verið í íþróttum frá unga aldri, elskar dans og vinnur í dag sem einkaþjálfari og tíma­ kennari hjá World Class. Þess á milli sinnir hún eigin fyrirtæki, samfélagsmiðlum og sonunum, sem allir hafa erft íþróttaáhuga og metnað móður sinnar. „Það var allt í lagi að búa þar, en ég er mikið borgarbarn,“ segir Hafdís brosandi aðspurð hvernig hafi verið að búa á Blönduósi, en þangað flutti hún með móður sinni, þegar hún var að byrja í 7. bekk. Fótboltinn var í fyrirrúmi hjá Hafdísi, en hún lagði líka stund á djassballett og á Blönduósi fór hún að kenna dans strax í grunnskóla. Í fótboltanum spilaði hún upp fyr­ ir sig með 1., 2. og meistaraflokki, en vann þó enga titla, frekar en fyrir dansinn, en titlarnir áttu eft­ ir að koma síðar. Hafdís á fjórar hálfsystur, eina stjúpsystur og einn stjúpbróður. „Pabbi á fimm stelp­ ur með fimm konum og við náum allar mjög vel saman. Sigga, sem er tólf árum eldri en ég, var tveggja ára þegar pabbi og mamma kynnt­ ust og þegar þau skildu ættleiddi mamma hana og við fluttum til Reykjavíkur frá Danmörku.“ Ófrísk og taldi lífið ónýtt Eftir grunnskóla flutti Hafdís á Akranes til að fara í menntaskóla. Þar kynntist hún manni og eftir rúmt ár í sambandinu komst hún að því að hún var ófrísk. „Ég hélt bara að lífið væri ónýtt, ég var ný­ komin með bílpróf, nýbyrjuð í menntaskóla og lífið að byrja. Ég hringdi fyrsta símtalið í mömmu hágrátandi og hún hélt að einhver hefði dáið. Mamma er þannig týpa að ef eitthvað er að þá seg­ ir hún að við reddum því bara.“ Móðir hennar flutti frá Blönduósi til Borgarness, til að vera nær Haf­ dísi og var henni til aðstoðar svo að hún gæti einbeitt sér að nám­ inu. Nokkrum árum seinna út­ skrifaðist Hafdís sem stúdent frá Menntaskólanum í Borgarnesi og var þá búin að eignast þrjá drengi. Æfingar voru geðlyf Hafdísar Þegar Hafdís varð ófrísk að elsta syni sínum þurfti hún að hætta að æfa fótbolta og það leiddi til þess að hún varð þunglynd og eft­ ir fæðingu þjáðist hún af alvarlegu fæðingarþunglyndi. „Ég varð veru­ lega þunglynd við að fara úr því að æfa tvisvar á dag í það að gera ekki neitt. Eftir að ég átti fór ég í alls konar teymi hjá Hvítabandinu og sálfræðingum. Einn þeirra benti mér á að það væri sniðugt að hafa samband við einkaþjálfara og byrja að æfa og lyfta, hægt og ró­ lega. Ég skráði mig því í einkaþjálf­ un hjá Agli Gilzenegger Einars­ syni. Þar kviknaði áhugi minn á lyft­ ingum, ekki af því að mig langaði að líta svo vel út, heldur af því að mér fór að líða svo vel. Þetta voru bara mín geðlyf, að mæta á æf­ ingu. Þannig að ég skráði mig í einkaþjálfaranám hjá Keili þegar ég var búin með stúdentinn.“ Á þessum tíma fylgdist Haf­ dís mikið með konum sem voru í fitness, þar á meðal systrunum Heiðrúnu og Hrönn Sigurðar­ dætrum, en sú síðarnefnda er í dag ein af bestu vinkonum Hafdís­ ar, bæði í sportinu og í hversdags­ lífinu. „Mér fannst þær ógeðslega flottar og ætlaði bara að verða eins og þær. Einhvern tímann var ég að skoða myndir af þeim á móti og þá sagði barnsfaðir minn að þær væru ekki búnar að eignast börn, ég væri hins vegar búin að því og ég gæti þetta ekkert. Og ég svaraði honum á þann veg að ég gæti þetta bara víst og ætlaði að gera þetta!“ Keppnisáhuginn kviknaði Þannig kviknaði áhugi Hafdísar á að keppa í fitness. Hún skráði sig hjá Konráði Val Gíslasyni og taldi sig í fyrstu vita betur eða í það minnsta jafn vel og þjálfarinn. „Ég var ekkert að fara 100 prósent eft­ ir matarplaninu og fannst ég alltaf vera rosalega með þetta. Síðan ráðlagði Konni mér að bíða með að keppa. Ég móðgaðist og hætti hjá honum, keppti á mótinu og endaði í síðasta sæti,“ segir Haf­ dís og hlær. „Þarna hugsaði ég: „Vil ég þjálfara sem er bara klappstýr­ an mín eða vil ég þjálfara sem er hreinskilinn við mig og mun ekki láta mig líta út eins og hálfvita?““ Hún fór því aftur að æfa und­ ir leiðsögn Konna sem setti hana á æfingar með Hrönn, sem hún hafði áður dáðst að sem fyrirmynd sinni. „Við verðum bara eins og tvíburar, þrátt fyrir að hún sé Æfingarnar voru geðlyfin Fimm stráka mamman Hafdís stefnir á atvinnumennsku í fitness Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is M Y N D : H A N N A /D V Atvinnumennska er markmiðið Hafdís stefnir á atvinnumennsku í fitness.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.