Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2019, Blaðsíða 57
5724. maí 2019
Í einu slíku rúsi tilkynnti hún
nágrönnum sínum í Angleur að
hún væri að ganga í hjónaband.
Brúðgumann hafði Carine hitt
á göngudeildinni. Hann var helm
ingi yngri en hún og þrátt fyrir að
hann væri stórskorinn maður þá
virtist hann afar lítill inni í sér.
Í hvert einasta skipti sem hann
opnaði munninn þá varð hann svo
niðurlútur að engu var líkara en
hann væri að skoða skóna sína.
Skammlíf hjónabandssæla
Carine velti öllu slíku lítið fyrir sér,
„Innst inni er ég svo rómantísk,“
sagði hún. Hún klæddi sig í síð
an, hvítan brúðarkjól og spígspor
aði niður götuna til ráðhússins þar
sem hún og hinn ónafngreindi,
óframfærni brúðgumi voru gefin
saman.
Á meðan Carine rölti þang
að mátti heyra nágranna henn
ar hvísla: „Hér kemur frú Pompa
dour,“ með skírskotun til hinnar
eyðslusömu og metnaðarfullu hjá
konu Loðvíks XV. Frakklandskon
ungs.
Engum sögum fer af brúð
kaupsnóttinni á 11. hæð fjölbýlis
hússins við Rue Vaudree, en áður
en vika var liðin sást til Carine þar
sem hún sparkaði hinum áláns
sama eiginmanni út um aðaldyrn
ar og beint út á götu. Segir ekki
meira af honum.
Ofbeldisfullur ástmaður
Carine fann sér snarlega nýjan
ástmann. Sá var ekkert líkur eigin
manni hennar. Richard Dulapa
var ofbeldisfullur alkóhólisti og
óhætt að segja að þar hafi skratt
inn hitt ömmu sína. Eitt sinn ók
hann á Carine á vespunni sinni,
hann gekk í skrokk á Carine og
dró hvergi af sér við barsmíðarn
ar. Punktinn yfir iið setti Richard
þegar hann braut allt og bramlaði
í íbúð Carine.
Einn nágrannanna fékk sig
fullsaddan og lét Richard bragða
í sínum eigin meðulum. Árangur
inn varð sá að Richard hand
leggsbrotnaði, fótleggur brákaðist
og hann sat uppi með stálplötu í
höfðinu. Þetta gerðist í desember
árið 2007.
Svikalogn og eldsvoði
Lagðist þá ró yfir hverfið, sem
íbúar sennilega treystu varlega á.
Dagar urðu að vikum, sem urðu að
mánuðum og á allraheilagrames
su árið 2008 dró til tíðinda svo um
munaði.
Eldtungur teygðu sig út um
glugga íbúðar Carine og slökkvi
liðsmönnum varð fljótlega ljóst
að um íkveikju var að ræða, enda
börðust þeir við eld á ótal stöðum.
Þegar þeir höfðu ráðið
niðurlögum eldsins fundu þeir
lík Carine og Richards sótsvört,
hlið við hlið í stofunni. Þau höfðu
þó ekki orðið eldinum að bráð því
hvort tveggja var búið að stinga
þau margsinnis með hníf og þau
síðan skorin á háls.
Bensíni hafði verið skvett hér
og þar í íbúðinni og síðan borinn
eldur að.
Rifrildi móður og sona
Syni Carine bar á góma hér fyrr í
þessari frásögn og þegar hér var
samviskunni og lenti fyrst á dauðadeild fyrir morð á Louis nokkrum
Wolfson árið 1950. Meðan á þeirri vist stóð sýndi Joseph einkenni
geðveilu og var færður á viðeigandi stofnun. Einnig kom í ljós að
sá sem vitnaði gegn honum, hans eigin bróðir, Albert, var haldinn
ólæknandi geðveiki. Upphaflegum dauðadóm var snúið og Joseph
síðar sleppt úr fangelsi.
Joseph gat ekki haldið sig á beinu brautinni og því fór sem fór og
hann endaði á dauðadeild í annað skipti og þá var enga miskunn að
finna. Joseph L. Taborsky endaði ævi sína í rafmagnsstólnum þann 17.
maí árið 1960.
SAKAMÁL
MÓÐIRIN SEM VARÐ AÐ HVERFA
n Í upphafi var Carine vel liðin á meðal nágranna n Breyttist þegar bjórneyslan jókst n Gekk að lokum fram af öllum n Galt fyrir með lífi sínu„Hún klæddi sig
í síðan, hvítan
brúðarkjól og spíg-
sporaði niður götuna
til ráðhússins.
Carine Micha
Fékk nánast alla
upp á móti sér
áður en yfir lauk.