Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2019, Blaðsíða 20
20 24. maí 2019FRÉTTIR
Í
síðustu viku greindi DV frá máli
hjónanna Pjeturs og Mayeth
Gudmundsson, og dóttur
þeirra, Aimee Áslaugu. Vísa á
Mayeth úr landi vegna þess að
fjölskyldan getur ekki sýnt fram á
nægar tekjur, en hjónin hafa verið
gift í næstum ellefu ár. Mayeth er
frá Filippseyjum og dóttir þeirra,
sem er tíu ára gömul, með tvöfalt
ríkisfang.
Fjölskyldan býr nú óvissu og
býst við brottvísun Mayeth með
lögregluvaldi. Fresturinn rennur
út í dag, föstudaginn 24. maí, og
eftir það verður Útlendingastofn-
un að taka ákvörðun. Síðan bréf-
ið barst hefur ekki verið haft sam-
band við hjónin. Mayeth skilur
ekki íslensku og Pjetur á erfitt með
að fylgjast með fréttum í sjónvarpi
og á tölvuskjá vegna veikinda.
Fer ekki út úr húsi
Mál Pjeturs og Mayeth var rætt á
Alþingi í vikunni en það var Inga
Sæland, formaður Flokks fólksins,
sem spurði ráðherra út í óréttlætið.
„Við höfum líka mannúð og í
þessu tilviki, þegar við erum að
tala um svona mál, að við erum
að fara að sundra fjölskyldu og við
erum að senda móðurina úr landi.
Ég spyr: Er ekki eitthvað að svona
kerfi, hæstvirtur forsætisráðherra?
Og er það ekki í okkar höndum að
reyna að koma í veg fyrir og girða
fyrir að svona lagað geti átt sér
stað?“ spurði Inga.
Katrín Jakobsdóttir svaraði á þá
leið að hún teldi fyllstu ástæðu til
þess að þingmannanefnd færi yfir
mál sem þessi.
„Við teljum að það þurfi að
skoða málsatvik betur. Það er auð-
vitað mikilvægt að framkvæmd
laganna sé með þeim hætti sem
þingið ætlaði sér og vissulega er
það svo, eins og háttvirtur þing-
maður Inga Sæland nefnir, að
mannúðarsjónarmið eiga þar að
vera leiðarljós.“
Þrátt fyrir þetta hefur Pjetur
ekkert heyrt meira frá Útlendinga-
stofnun eftir að fréttin birtist. Í
dag, föstudag, á Mayeth að vera
farin af sjálfsdáðum úr landi.
„Konan mín hefur ekki fengið
nein bréf eða tölvupóst og við bíð-
um bara. Dóttir mín hefur ekki far-
ið í skólann og konan vill helst ekki
fara út. Hún er algerlega niður-
brotin,“ segir Pjetur sem ber sig
vel, en það er augljóslega þungt
yfir honum og málið hefur tekið á.
Vill afsökunarbeiðni
Pjetur hefur ekki fylgst vel með
umræðunni um málið. Vegna
veikinda og höfuðverkja á hann
erfitt með að horfa lengi á sjón-
varp og lesa af tölvuskjá. Hann er
ánægður með að vakin hafi verið
athygli á málinu, en ekki endilega
sáttur við þá bylgju reiði sem gerði
vart við sig á samfélagsmiðlum.
„Reiði gerir engum gott, en
óréttlæti þarf að leiðrétta,“ segir
Pjetur. „Kannski er ég ósanngjarn
en mér finnst Útlendingastofn-
un skulda okkur afsökunarbeiðni.
Þetta tekur á alla aðstandendur.
Þetta hefur líka tekið svo langan
tíma og svo mikið ósamræmi
er í þessari meðferð. Ég veit um
nokkra sem hafa útvegað sér
falskan atvinnusamning og feng-
ið kennitölu á þremur vikum. Eft-
ir langt hjónaband ætti dvalarleyfi
að vera sjálfsagður hlutur.“
Eruð þið búin að gera einhverj-
ar ráðstafanir?
„Nei, ég verð með kaffið tilbúið
þegar þeir koma og vísa henni úr
landi. Mann langar til að öskra og
bölva og berja, en maður gerir það
ekki. Þetta er orðið svo fáránlegt
að maður tekur þessu með hálf-
gerðu brosi. Ég er ekki bjartsýnn á
að við fáum nokkur svör.“
Óvissa um tíma brottvísunar
Útlendingastofnun hefur enn ekki
svarað spurningum DV efnislega
en áréttaði þó að þær tilvísan-
ir sem stofnunin benti á í síðustu
viku varðandi heimildir til að víkja
frá skilyrðum hefðu verið rangar.
Þær ættu einungis við um endur-
nýjun dvalarleyfa. Engar heimild-
ir eru til varðandi frumumsóknir.
Bent hefur verið á að hægt sé
að kæra málið og geti það þá farið
alla leið upp í dómstóla. Ábyrgð-
in á úrskurðinum er hins vegar hjá
Útlendingastofnun og verði mál-
ið ekki kært, eins og útlit er fyrir
að verði raunin, þarf stofnunin að
taka ákvörðun um brottvísun og
hafa samband við lögreglu. Stofn-
unin gat ekki svarað innan hvaða
tíma það myndi gerast. nSmiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202
Ryðga ekki
Brotna ekki
HAGBLIKK
Álþakrennur & niðurföll
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt
n Fer ekki úr húsi n Fresturinn að renna út
Kristinn Haukur Guðnason
kristinn@dv.is
Mayeth og Pjetur
bíða í óvissunni
M
Y
N
D
IR
: H
A
N
N
A
/D
V
Mayeth Með
bréfið um synjun á
dvalarleyfinu.Aimee Áslaug Hefur ekki farið í
skólann síðan bréfið barst.
Pjetur og
Mayeth Hafa
ekki fengið frekari
svör eða skýringar
frá Útlendinga-
stofnun.