Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2019, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2019, Blaðsíða 50
50 24. maí 2019 Tímavélin Gamla auglýsinginVísir 29. nóvember 1914 Um þúsund árum síðar var Berg- þórshvoll aftur orðið að ófriðar- svæði. Bjó þá Eggert Haukdal, bóndi og alþingismaður Sjálf- stæðisflokksins, á jörðinni. Í október árið 1990 greindi DV frá því að sveitungar í Landeyj- um hefðu fengið nafnlaust dreifi- bréf sem sagt var vera frá Egg- erti. „Svo sem kunnugt er barði og hrakti séra Páll barn Guðrún- ar fyrir nokkrum árum grátandi frá sínum bæ og fyrirskipaði því að koma þangað aldrei framar,“ var meðal þess sem stóð í bréf- inu sem skapaði mikla úlfúð í sveitinni. Í bréfinu var hreppstjórinn, Eiríkur Ágústsson, sakaður um að hafa brotist inn í Njálsbúð og sagt að hann hefði skuldað í mötuneytisreikning grunnskól- ans. Hafnaði Eiríkur því alfar- ið. Aðrir hreppsnefndarmenn og fleiri sveitungar fengu einnig að finna fyrir því í bréfinu, sem var 21 blaðsíða að lengd. Einn af þeim, Haraldur Júlíusson, síðar hreppstjóri, átti eftir að kæra Egg- ert sjö árum síðar fyrir afglöp við stjórn hreppsins. Gengu kærurn- ar svo á víxl eins og húskarlavíg- in forðum. „Ég á nú ekkert von á því að menn fari að sækja að mér með eldi og vopnum,“ sagði Egg- ert í samtali við DV. Páll þessi, sem nefndur var í bréfinu, var séra Páll Pálsson, sóknarprestur á Bergþórshvoli, og var stirt á milli þeirra Egg- erts. Árið 1984 kom til átaka á sóknarnefndarfundi eftir mes- su þegar Eggert kom til að kjósa. Séra Páll hafði stytt messuna til að reyna að snúa á Eggert en hinn síðarnefndi sá við honum og fékk sinn mann kosinn í nefndina. Voru deilurnar í sókn- inni svo harðvítugar að fimm stuðningskonur séra Páls sögðu sig úr kvenfélaginu í Landeyjum því þær gátu ekki hugsað sér að starfa með stuðningskonum Egg- erts. Prestur kærði eitt sóknar- barna sinna til ríkissaksóknara fyrir að hafa ætla að keyra á sig. Það sóknarbarn las upp kæruna í Akureyrarkirkju. Lengi var ófriðlegt í kringum Eggert, sem lést árið 2016. Árið 2006 seldi hann bróðurdóttur sinni og manni hennar jörðina gegn því að hann fengi að búa þar þar til yfir lyki. Sú sambúð gekk hins vegar erfiðlega og kvörtuðu kaupendurnir yfir stöðugu áreiti Eggerts. Fór svo að Eggert var borinn út með dómsúrskurði og komið fyrir í séríbúð. MANITOU MLT 625-75 H Nett fjölnotatæki Pétur O. Nikulásson ehf. • Melabraut 23, Hafnarfjörður • Símar: 552 2650 / 552 0110 • pon@pon.is 6.800.000 kr. + VSK Grannar munu berjast Í augum flestra er heimilið athvarf. Staður þar sem fjöl- skyldan á að geta verið í næði og verið áhyggjulaus. Góðir grannar eru lífsgæði, ekkert síðri en hreint vatn eða góð ljósleiðara- tenging. Ef eitthvað fer úrskeiðis í samskiptum við nágrannana hefur það mikil áhrif á alla fjölskylduna og heimilið verður ekki sá sami griðastaður og áður. Nágrannaerjur hefjast oft út af smávægilegum hlut, hlægileg- um í stóra samhenginu. En vinda gjarnan upp á sig og ef ekki er gripið strax inn í geta þær farið úr böndunum. Getur slíkt ástand varað um margra ára skeið og upp geta komið atvik sem utanaðkom- andi sjá sem algera sturlun, en þeir sem eru í orrahríðinni miðri upp- lifa sem eðlilegt framhald og stig- mögnun. Margsinnis hafa slík mál endað fyrir dómstólum og stund- um hefur ofbeldi fylgt. Brennu-Njáls saga er frásögn af þekktustu nágrannaerjum Ís- landssögunnar og frægð sögunn- ar nær langt út fyrir landsteinana. Vitaskuld ber að taka sögunni með fyrirvara, enda var hún rituð hundruðum ára eftir þann tíma sem hún á að hafa gerst. Í sögunni er sagt frá vinunum Njáli Þorgeirssyni á Bergþórs- hvoli og Gunnari Hámundar- syni á Hlíðarenda. En deilan var á milli eiginkvenna þeirra, Berg- þóru Skarphéðinsdóttur og Hall- gerðar Höskuldsdóttur langbrók. Suðurlandið er sögusviðið. Deilan á milli kvennanna byrjaði fyrir alvöru þegar Berg- þóra skipaði Hallgerði að færa sig úr sæti í veislu á Bergþórshvoli. Vildi Bergþóra koma tengda- dóttur sinni fyrir í betra sæti og Hallgerður móðgaðist og varð orðaskak á milli þeirra. Svo mik- ið að Hallgerður sendi Kol, hús- karl sinn, til að drepa Svart, hús- karl Bergþóru. Á þessum tíma var hefnd hin eðlilega leið til þess að jafna mál og varð hún að vera hæfi- leg. Fæðardeilur var þetta kallað, hamið ofbeldi. Hlíðarendafólk þurfti að greiða bætur fyrir Svart en engu að síður hefndi Berg- þóra sín og sendi Atla, austfirsk- an mann, til þess að drepa Kol. Gengu svo vígin fram og til baka á milli bæjanna og þeir Njáll og Gunnar réðu ekki neitt við neitt. Endaði þetta með dauða þeirra allra nema Hallgerðar, sem bjó í Laugarnesinu síðustu árin, og brennu Bergþórshvols. Húskarlavíg Bergþóru og Hallgerðar Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Eggert Haukdal borinn út„Ég á nú ekkert von á því að menn fari að sækja að mér með eldi og vopnum Brennu-Njáls saga Gunnar á Hlíðar- enda og Hallgerður langbrók. Eggert Haukdal Sjaldan lognmolla hjá þingmanninum. Umfjölun heldur áfram á síðu 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.