Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2019, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2019, Side 10
10 30. ágúst 2019VIÐTAL Emil Jón svipti sig lífi í kjölfar eineltis n Enginn kom í sjö ára afmælið n Skar sig úr hópnum og var strítt miskunnarlaust n Fleygði sér fyrir lest nokkrum dögum fyrir 17 ára afmælisdaginn E mil Jón Björnsson svipti sig lífi sex dögum fyrir 17. af- mælisdaginn sinn. Hann varð fyrir miklu einelti í grunnskóla og skildi það eftir sig varanleg ör. Lilja Jónsdóttir, móðir Emils, féllst á að segja sögu Emils ásamt eldri systur hans, Dagnýju Hrund Björnsdóttur. Mæðgurnar vonast til að vekja fólk til umhugsunar um þær skelfilegu afleiðingar sem ein- elti getur haft. „Fæddist áttræður“ Emil Jón fæddist 4. maí 1997 og ólst upp í Tidaholm í Vestur- Gautlandi í Svíþjóð. Hann var næstyngstur í systkinahópnum, sem auk hans telur tvær eldri systur og eina yngri. „Hann var ofboðslega ljúfur og góður strákur,“ segir Dagný. „Ég segi alltaf að hann hafi fæðst áttræður. Hann var gömul sál. Hann náði alltaf góðu sam- bandi við fullorðna, en hann náði ekki alveg að skilja jafnaldra sína. Sjö ára var hann farinn að hlusta á Stephen King og Hringadróttins- sögu á ensku og hann sökkti sér ofan í áhugamál sín, sem voru enska, tónlist og að teikna,“ segir Lilja. Mæðgurnar segja Emil lengst af hafa verið höfðinu hærri en jafn- aldrar hans, stór og þrekinn. Á skólamyndum náðu hinir strák- arnir honum rétt svo upp á bringu. Þannig skar hann sig úr hópnum og varð auðvelt skotmark. „Hann var ofboðslega næm- ur fyrir hljóðum og hávaða og fór að gráta þegar lætin voru orðin of mikil fyrir hann,“ segir Lilja en Emil var greindur með athyglis- brest 12 ára gamall. Þá var talið að hann væri með vott af Asperger- heilkenni. Stór og þrekinn, en lítill og viðkvæmur Þær segja eineltið hafa hafist strax í leikskóla; Emil var útskúfað úr hópnum þar sem hann var öðru- vísi. Í grunnskóla hélt eineltið áfram og voru gerendurnir að- allega þrír bekkjarfélagar. Hinir skólafélagarnir þorðu ekki að grípa inn í. „Við vorum í sveitaskóla og þurftum að taka rútu í skólann á hverjum degi. Eineltið var langt- mest þar,“ segir Dagný og Lilja tek- ur undir: „Eineltið var langmest í rútunni. Í skólanum hélt hann sig nálægt kennurunum, eins og í frímínút- um og þegar farið var í gönguferð- ir og þess háttar. Við ólum hann upp í að hann mætti ekki beita sér líkamlega og meiða þá sem væru minni en hann. Hann ætti að vera góður við alla hina af því að hann væri stærri en þeir. Þess vegna brást hann við stríðninni með því að hörfa í burtu og fara að gráta. Hans leið til að fá útrás var að taka þetta út á sjálfum sér: hann fór inn á klósett í skólanum og kýldi sjálf- an sig aftur og aftur.“ Dagný bætir við: „Þó svo að hann hafi verið svona stór og þrek- inn þá var hann ofboðslega lítill og viðkvæmur inni í sér. Hann gerði ekkert á móti ef þeir gerðu honum eitthvað.“ Enginn kom í afmælið Eitt atvik stendur upp úr í huga mæðgnanna. „Þegar hann varð sjö ára héld- um við upp á afmælið hans. Við leigðum félagsheimili fyrir veisl- una og Emil fór með boðskort í skólann, voðalega spenntur, og bauð öllum bekknum. Planið var að allir myndu koma með rútunni í félagsheimilið eftir skóla. Daginn sem veislan átti að vera haldin kom hann í félagsheimilið með tárin í augunum. Þá höfðu tveir strák- ar í bekknum hans gengið á milli barna í rútunni og hótað þeim öllu illu ef þau mættu í afmælið. Af öll- um hópnum voru tvær bekkjar- systur hans sem þorðu að mæta. Þetta var ofboðslega sárt. Við höfðum samband við skólann en fengum lítil viðbrögð,“ segir Lilja. Dagný segist hafa reynt að grípa inn í og hjálpa litla bróð- ur sínum þegar hún gat. En síðan kom að því að hún fór á unglinga- stig í skólanum, en sá hluti skólans var í bænum. „Það var hræðilegt að horfa upp á þetta. Þegar ég fór síðan upp á unglingastig þá gat ég ekki leng- ur verið til staðar og passað hann.“ Þegar Emil var 9 ára var hann tekinn úr bekknum og settur í sérbekk þar sem voru færri nem- endur og aðeins einn kennari sem sá alltaf um hópinn. Lilja segir það hafa gefið góða raun. Emil fór síðan upp á unglinga- stig í 8. bekk og fór þá í skóla í bænum. „Hann átti einn besta vin sem fór með honum þang- að. Þarna fór allt að ganga betur,“ segir Lilja. Virtist blómstra Emil hóf síðan nám í framhalds- skóla haustið 2013 og allt virtist vera á uppleið. „Hann eignaðist þarna nokkra góða vini. Við gátum farið að slappa aðeins af,“ heldur Lilja áfram. „Þarna var eins og hann væri byrjaður að blómstra. Hann var með rosalega mikinn áhuga á tölv- um, enda er pabbi forritari, og ég bjóst við að Emil myndi fara út á þá braut. Maður einhvern veginn hélt að þetta væri allt saman að baki. En það var víst ekki þannig. Þetta var greinilega búið að setja sitt mark á hann,“ segir Dagný. „Honum leið afskaplega illa inni í sér, þótt hann sýndi það ekki,“ bætir Lilja við. „Þegar ég hugsa til baka þá var ákveðinn léttir yfir honum þarna undir lokin, hann var glaður daginn áður en hann dó. Seinna fundum við í tölvunni hans kveðjubréf sem hann hafði skrifað til vina sinna, en það var dagsett 22. apríl, sex dögum áður en hann dó. Þetta var algjörlega „out of the blue.“ Hann var búin að vera að tala við pabba um að græja bílprófið og þess háttar. Það voru engin merki um að hann væri í þessum hug- leiðingum.“ Fá aldrei að vita öll svörin Þann 28. apríl 2014 svipti Emil Jón sig lífi. „Þessi dagur byrjaði bara bara eins og hver annar, ég faðmaði hann og bauð honum góðan dag og svo skutlaði pabbi hans honum í skólann. Hann var ekkert öðruvísi en venjulega,“ segir Lilja. Seinna meir kom í ljós að Emil hafði skilið töskuna sína eftir í skáp í skólanum og farið þaðan á lestar- stöðina í Skövde. Samkvæmt bankayfirliti hans Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is Kveðjustund Emil var jarðaður á Íslandi en heima í Svíþjóð var haldin minningarathöfn. Í faðmi fjölskyldunnar Emil Jón var stór en viðkvæmur. Mynd aðsend.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.