Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2019, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2019, Blaðsíða 11
1130. ágúst 2019 VIÐTAL EIGUM MARGA LITI Á LAGER Nánari upplýsingar á mt.is og í s: 580 4500 HANNAÐ FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR ÁLKLÆÐNINGAR & UNDIRKERFI Emil Jón svipti sig lífi í kjölfar eineltis n Enginn kom í sjö ára afmælið n Skar sig úr hópnum og var strítt miskunnarlaust n Fleygði sér fyrir lest nokkrum dögum fyrir 17 ára afmælisdaginn þennan morguninn eyddi hann dágóðum tíma á lestarstöðinni, rúmlega fjórum klukkustundum. „Þetta gerðist svo um hádegið,“ segir Lilja. „Hann stökk í veg fyrir lestina. Á leiðinni heim úr vinnunni náði ég í yngri systur hans í frí­ stund. Þegar við nálguðumst hús­ ið sá ég lögreglubíl á hlaðinu. Þá hafði lögreglan hringt í pabba Emils og beðið hann að koma heim. Ég mundi eftir að hafa kveikt á útvarpinu í hádeginu og heyrt í fréttum að einhver hefði stokkið fyrir lestina í Skövde. Þarna hugsaði ég: „Getur það hafa verið Emil?““ rifjar Lilja upp. Aðeins þeir sem hafa misst ást­ vin á þennan hátt geta ímyndað sér sársaukann og sorgina sem því fylgir. Mæðgurnar eru ekki í nein­ um vafa um að sjálfsvíg Emils sé bein afleiðing af eineltinu sem hann varð fyrir í grunnskóla. Það er engin önnur skýring. „Að sjálfsögðu er maður með alls konar getgátur um hitt og þetta. Við vitum allavega að ein­ eltið lék langstærsta hlutverkið í þessu. En við fáum auðvitað aldrei að vita öll svörin,“ segir Lilja. Emil var jarðaður á Íslandi en heima í Svíþjóð var haldin minn­ ingarathöfn. „Þangað komu krakkar sem voru með honum á unglingastigi og bekkurinn hans úr framhaldskólanum og kennar­ arnir sömuleiðis. Hins vegar kom enginn af þeim sem voru með honum í grunnskóla, hvorki nem­ endur né kennarar. Við fengum engin kort eða kveðjur eða neitt,“ segir Lilja og Dagný rifjar upp: „Á þessum tíma var ég ófrísk að elsta syni mínum. Ég hitti ættingja sem ég hafði ekki hitt lengi og fólk vissi hreinlega ekki hvort það ætti að segja til hamingju eða ég sam­ hryggist.“ Ábyrgðin hjá foreldrunum „Ég ákvað strax að ég ætlaði ekki að missa mig í biturleika og reiði. Það er svo mannskemmandi. Ég er ofboðslega þakklát fyrir að hafa átt þennan dreng í 17 ár,“ segir Lilja. „Ég var lengi vel alveg ofboðs­ lega reið út í skólann og aðstæð­ urnar og alla sem komu að þessu. Ég er búin að vera hjá sálfræðingi og ég er búin að sleppa tökunum af þessari reiði í dag. En auðvitað er þessi sjálfsásökun til staðar: „Hvað hefði ég getað gert öðru­ vísi?““ segir Dagný. „Umræðan er sem betur fer orðin opnari núna. Ég sé það í skólanum þar sem ég er að vinna. En ég vildi óska að foreldr­ ar myndu kenna börnum sínum það nógu snemma að maður á að koma fram við aðra eins og mað­ ur vill að aðrir komi fram við sig. Kenna þeim að bera virðingu fyrir öðrum og sýna aðgát í nærveru sálar. Það er eins og það hafi hrein­ lega gleymst hjá mörgum. Börn fæðast ekki illa innrætt og það er á ábyrgð foreldranna að kenna þeim falleg samskipti,“ segir Lilja. „Foreldrar, kunningjar og skólastarfsmenn verða að axla ábyrgð. Það þýðir ekki að sofna á verðinum,“ segir Dagný jafnframt. „Að sjálfsögðu er mað- ur með alls konar get- gátur um hitt og þetta. Við vitum allavega að eineltið lék langstærsta hlutverkið í þessu. En við fáum auðvitað aldrei að vita öll svörin. Þ ann 28. apríl síðast­ liðinn skrifaði Dagný færslu á Facebook, í tilefni af afmælisdegi Emils. Hann hefði orðið 22 ára nú í ár, hefði hann lifað. „Einelti, hverjar eru af­ leiðingarnar? Djúp sár sem rista svo djúpt í sál fólks. En dýpri ör sem kvelja og hafa áhrif á líf þeirra til æviloka og hjá alltof mörgum verður ævin of stutt. Áhrifin af einelti eru hræðileg, ef þú færð að heyra og finna í nógu langan tíma að þú sért ekki verðugur, að þú sért verri en aðrir, að þú sért ekki nógu góður. Hversu langan tíma tekur það að fara að trúa því? Hvenær fara hlýju raddirnar um ást, kær­ leika og vinskap að dofna og í huga manns, hvenær byrj­ ar hatrið á sjálfum manni að verða það mikið að maður heyrir þær ekki lengur.“ Í lok færslunnar ritar Dagný: „Fólk – foreldrar, kunningj- ar, kennarar skólaliðar, all- ir sem koma að lífi barna AXLIÐ ÁBYRGÐ. Því af- leiðingarnar geta verið svo hræðilegar að það er ekki hægt að lýsa þeim. Kennið börnum ykkar kærleika, ást og virðingu. Kennið börnum ykkar vægi þess að allir séu jafn- mikils virði. Passið ykkur hvernig þið talið um „Jón og Siggu útí bæ“ við matarborðið. Hegðun ykkar skiptir svo ótrúlega miklu máli. Látum minningu um yndislegan dreng lýsa líf okkar og beina okkur á rétta braut. Lifum í ást, lifum í trú um að heimurinn sé á réttri leið, lifum í friði og lifum fyr- ir hvert annað. Lifum lífinu! Elskum hvert annað. Kvaddi allt of snemma Emil Jón svipti sig lífi nokkrum dögum fyrir sautján ára afmælisdaginn. Kom fjölskyldunni á óvart „Það voru engin merki um að hann væri í þessum hugleiðing- um,“ segir Lilja, móðir Emils Jóns. Framhald á næstu síðu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.