Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2019, Side 20
Nánari upplýsingar og skráning á mss.is
Þekking í þína þágu
Starfstengt nám
– tækifæri til sjálfseflingar
Jógakennaranám
– NÝTT á Suðurnesjum
Miðstöð símentunar á Suðurnesjum býður nú
200 klukkustunda jógakennaranám í fyrsta sinn
á Suðurnesjum. Áhersla lögð á verklega kennslu
og góðan undirbúning fyrir starf jógakennara að
loknu námi. Námið er viðurkennt af jógakennara-
félagi Íslands.
Leiðsögunám
– Reykjanes
Leiðsögunámið er 22 eininga nám þar sem
kenndar eru kjarnagreinar í ferðaþjónustu ásamt
svæðisbundinni leiðsögn um Reykjanesið.
Markmið er að þátttakendur öðlist almenna
þekkingu við leiðsögn með ferðamenn og hafi
sérmenntun á sviði leiðsagnar um Reykjanesið.
Námið er viðurkennt af Félagi leiðsögumanna.
Helstu námsþættir
Lífstíll jógans, anatomía, kennslutækni, orkustöðvar, jóga Nidra og aðrar slökunaræfingar,
siðareglur jógakennara, heimspeki, æfingakennsla, viðskipti, skattur og fleira.
Helstu námsþættir
Yfirlit yfir sögu Íslands, jarðfræði, gróðurfar, mannlíf, tenging við þjóðsögur og bókmenntir
auk hagnýtra atriða varðandi skipulag ferða, leiðsögutækni, samskipti og margt fleira.
Námskeiðið er í boði Mennta- og menningarmálaráðuneytis sem hluti af aðgerðum til að
styrkja Suðurnesin - nemendur greiða engin námsgjöld.