Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2019, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2019, Side 28
28 PRESSAN 30. ágúst 2019 H etjuleg og lífshættuleg. Þannig má kannski einna best lýsa ótrúlegri aðgerð úkraínskra sérsveitar­ manna fyrr í sumar. Þá fóru þeir langt að baki víglínunni í austur­ hluta Úkraínu, þar sem úkraínski herinn berst við aðskilnaðarsinna sem njóta stuðnings stjórnvalda í Moskvu, og námu rússneskan að­ skilnaðarsinna á brott. Hann er grunaður um að búa yfir vitneskju um hvað gerðist þegar farþega­ flugvél frá Malaysian Airlines var skotin niður yfir Úkraínu 2014. Þessi bíræfna aðgerð Úkraínu­ manna gæti skipt sköpum við að upplýsa hver skaut vélina niður, en með henni fórust 298 manns. Tsemakh yfirbugaður Sérsveitarmennirnir yfirbuguðu hinn 58 ára Vladimír Tsemakh á heimili hans í Snizhe og deyfðu hann með því að sprauta hann. Tsemakh var áður leiðtogi her­ deildar, sem aðhyllist rússnesk yfirráð, í austurhluta Úkraínu. Hann var því næst settur í hjóla­ stól og smyglað tæplega 50 kíló­ metra leið í gegnum yfirráða­ svæði óvina Úkraínu og yfir landamærin til Úkraínu. Notuð voru fölsuð skilríki og önnur skjöl sem „sönnuðu“ að Tsemakh væri lamaður og því þyrfti hann að nota hjólastól. Úkraínsk stjórnvöld hafa ekki viljað segja neitt um málið en hafa þó lekið ljósmyndum af fanganum, að sögn breska dag­ blaðsins Times. Á einni myndinni er Tsemakh með umbúðir um höfuðið en það gæti bent til að handtakan hafi ekki gengið alveg snurðulaust fyrir sig. Lögmað­ ur hans hefur ekki viljað fara út í smáatriði varðandi málið en stað­ festi fljótlega eftir handtökuna að Tsemakh hefði verið úrskurðað­ ur í gæsluvarðhald. Úkraínsk yfir­ völd hafa sakað Tsemakh um að vera félagi í hryðjuverkasamtök­ um en allt að 15 ára fangelsi ligg­ ur við því. Ekki er ólíklegt að hann verði ákærður fyrir fleiri brot. Leiðtogi hópsins Tsemakh er mikilvægur í sam­ bandi við rannsókn málsins því hann var leiðtogi hóps sem stýrði loftvarnaflaugum í Snizhne þegar áðurnefnd vél var skotin niður og var nærri vettvangi og veit vænt­ anlega hvernig Buk­flugskeytið, sem grandaði vélinni, komst á svæðið. Aric Toler hefur, fyrir rannsóknarmiðilinn Bellingcat, rakið slóð flugskeytisins frá Kursk í miðju Rússlandi til Snizhne. Í samtali við Times sagði hann að í það minsta gæti Tsemakh verið mikilvægt vitni. Hann hafi ekki skotið flugskeytinu en hann hafi hugsanlega tekið þátt í að fela það og hann viti nákvæmlega hverjir voru nálægt flugskeytinu. Þessu til staðfestingar vísaði hann til upp­ töku frá 2015 þar sem Tsemakh ræðir um þetta. Ekki er útilokað að ef Tsemakh fellst á að bera vitni við alþjóð­ leg réttarhöld muni það koma sér mjög illa fyrir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og rússnesku ríkis stjórnina. Tsemakh er þó ekki á lista alþjóðlegs rannsóknarhóps yfir þá sem eru grunaðir í málinu. Það eru þrír Rússar og einn Úkra­ ínumaður sem eru sakaðir um að hafa skotið vélina niður. Al­ þjóðleg rannsókn leiddi í ljós að flugskeytinu var smyglað frá loft­ varnarsveit í Kursk yfir til austur­ hluta Úkraínu. Helsta kenningin er að aðskilnaðarsinnar hafi skot­ ið á vélina í þeirri trú að hér væri um úkraínska herflugvél að ræða. Hinir grunuðu tengjast allir rúss­ neska hernum og aðallega leyni­ þjónustu hans, GRU. Aðalmað­ urinn í þessum hópi er hinn 48 ára öfgahægrimaður Igor Girk­ in sem gengur undir viðurnefn­ inu Strelkov (Skyttan) en hann var um hríð ópinber varnarmála­ ráðherra uppreisnarmannanna í austurhluta Úkraínu. Hann hefur staðfest að Tsemakh hafi verið yfirmaður loftvarnarsveitar í Snizhne þegar malasíska flugvél­ in var skotin niður en vísar á bug að uppreisnarmenn hefðu getað skotið farþegaflugvél niður. Girkin og hinir þrír eru allir taldir búa í Rússlandi eða á þeim svæðum sem Rússar ráða í austur­ hluta Úkraínu undir því yfirskini að þar ráði úkraínskir aðskiln­ aðarsinnar ríkjum. Stríð stendur enn yfir í austurhluta Úkraínu en 13.000 manns hafa fallið í átökun­ um og um 30.000 særst. Rússar hafa allt frá 2014 sýnt mikla hugmyndaauðgi við að koma fram með útskýringar á máli malasísku flugvélarinnar og sverja af sér sakir. Þeir hafa með­ al annars haldið því fram að flug­ skeytinu hafi verið skotið frá úkra­ ínskri herflugvél, að sprengja hafi verið um borð í flugvélinni og að flugskeytinu hafi verið skotið af úkraínskum hersveitum á jörðu niðri. nSmiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202 Ryðga ekki Brotna ekki HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt Rændu rússneskum aðskilnaðarsinna langt að baki víglínunni og smygluðu út í hjólastól Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is Bíræfin aðgerð úkraínskra sérsveitarmanna Hetjuleg og lífshættuleg Þannig gæti aðgerðinni verið lýst. M Y N D : G ET T Y IM A G ES

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.