Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2004, Page 6

Skessuhorn - 21.12.2004, Page 6
6 ÞRIÐTUDAGUR 21. DESEMBER 2004 auiissunui.. Leikskólalíf á A ran siáa ventunni Jólin eru hátíð Ijóss og friðar og ekki síst barn- anna okkar. A leikskól- um Akraness hefur und- irbúningur jólanna stað- ið alla aðventuna og felst hann í skreytingum, bakstri, söng, leiklist og ýmsu öðru. Hilmar Sig- valdason heimsótti alla leikskólana og eru hér nokkrar svipmyndir hans frá Garðaseli, Vallarseli og Teigaseli. Spenningurinn í börnunum á Vallarseli leynir sér ekki. Frá rauðum degi á Garðaseli. Sumir klæddust jólasveinabúningi en aðrir auglýstu Carlsberg og ónefnt knattspyrnufélag. Hnoða, leira og lita, þú ættir bara að vita... Börn á Vall- arseli í smákökubakstri fyrir jólin. Helgileikur á Teigaseli. Leikfimi í sex ár Það var glaður og hress hóp- ur prúðbúinna félaga eldri borgara í Grundarfirði sem kom saman fyrir skömmu. Hópurinn hefur stundað leik- fimi að jafnaði 2 morgna í viku í vetur en ákveðið var að gera sér glaðan dag. Það eru 6 ár síðan leikfimi fyrir eldri borg- ara í Grundafirði hófst og fer þátttakendum alltaf íjölgandi enda er þetta bæði góður fé- lagsskapur og nauðsynleg hreyfing sem út úr þessu fæst. Rauða kross deildin í Grund- arfirði styður við verkeíhið og segja eldri borgarar að deildin eigi miklar þakkir skyldar fyrir þetta framlag sitt. MM/ Ljósm. Sverrir. í upphafi aðventu er það hátíðleg stund á leikskólanum Garðaseli að kveikt er á aðventukertum og svo er byrjað að telja niður. Vissara að fá aðstoð við verkið og fara varlega með eld. María og Jósef með barn sitt reifað og liggjandi í jötu á Teigaseli.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.