Skessuhorn - 21.12.2004, Qupperneq 10
10
ÞRIÐTUDAGUR 21. DESEMBER 2004
jntaawiu...
Sjö kóra veisla
í boði Sparisjóðs Mýrasýslu
Sparisjóður Mýrasýslu stóð
fýrir stórtónleikum á aðventu
annað árið í röð. Að þessu sinni
voru tónleikarnir haldnir á
Hótel Borgarnesi og þar komu
fram sjö kórar úr Borgarfirði,
Freyjukórinn, karlakórinn
Söngbræður, Kammerkór Vest-
urlands, Kirkjukór Borgarnes-
kirkju, Kirkjukór Saurbæjar-
sóknar, Kór Reykholts- og
Hvanneyrarkirkna og Samkór
Mýramanna.
Að sögn Guðrúnar Daníels-
dóttur hjá Sparisjóði Mýrasýslu
voru aðventutónleikarnir
haldnir í fýrsta skipi í fýrra í til-
efni 90 ára afmælis Sparisjóðs-
ins og þá í Reykholtskirkju.
„Þetta tókst það vel að við á-
kváðum að gera þetta að hefð
og halda þetta til skiptis í Reyk-
holti og Borgarnesi og við erum
afar ánægð með viðtökurnar,
það er ekki hægt að segja ann-
að,“ segir Guðrún.
Tónleikarnir voru vel sóttir
en um fimm hundruð manns
voru á samkomunni, gestir og
tónlistarfólk. Kynnir kvöldsins
var Bjarni Guðmundsson, pró-
fessor og tónlistarmaður á
Hvanneyri og fór hann á kost-
um inn á milli laga.
GE
bil gefið út jólakort með
myndum eftir nemendur skól-
ans. Að þessu sinni var ákveðið
að láta ágóðann af jólakortun-
um renna til góðgerðarmála og
voru þau seld í skólanum og á
jólamarkaði Ullarselsins á
Hvanneyri. Jólakortamyndirn-
ar voru vatnslitamyndir og
þema þeirra var norðurljósin.
Myndirnar sem unnar voru í
ár voru sendar í jólakortasam-
keppni Menntagáttar
(www.menntagatt.is ). Tæp-
lega 1300 myndir bárust í sam-
keppnina og 20 þeirra hlutu
viðurkenningu. Þar af var ein
mynd eftir nemanda í Anda-
kílsskóla, mynd Sigmars Arons
Omarssonar af heimili sínu,
Verðlauna jólakort
Andakílsskóli hefur um ára-
Sigmar Aron Ómarsson. Á innfeldumyndinn er svo jólakortið.
Ardal, sem var verðlauna- vef menntagáttar og senda þau
myndin. Allar myndirnar má sem vefjólakort til vina og
sjá á www.andakill.is. Þá má vandamanna.
finna myndir allra nemenda á GE
Gleðileg jól
Sendum okkar bestu óskir um
gleðileg jól og farsæld d nýju dri
Þökkum samstarfið ó órinu
sem er að líða
Þingmenri Framsóknarflokksins
í Norðvesturkjördæmi
www.xb.is
Starfsmenn KB banka óska viðskiptavinum og landsmönnum öllum
gleöilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.
KB BANKI