Skessuhorn - 21.12.2004, Side 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004
^nuaunui.
Uthlutað úr
Húsvemdunarsjóði
Þann 6. apríl s.l. fengu þau
Agústa Friðfinnsdóttir og Run-
ólfur Bjarnason Suðurgötu 25,
úthlutað styrk að upphæð 400
þúsund krónum úr Elúsvernd-
unarsjóði Akraness. A fundi
byggingarnefndar þann 14.
desember sl. tóku þau ásamt
börnum sínum, þeim Ingu Rún
og Runólfi, við ávísun úr hendi
Björns Guðmundssonar, for-
manns byggingarnefndar. Það
er mat byggingarnefndar að vel
hafi tekist til með viðgerðir á
húsinu og að það muni verða til
sóma, þegar framkvæmdum er
að fullu lokið.
MM/akranes.is
Göngugarpurinn Jón Pétursson á Akranesi er sérstakur
áhugamaður um Akrafjall og hefur hann m.a. staðið fyrir því að
gestabækur hafa verið á tindum fjallsins í mörg ár. Jóni er Akra-
fjall mjög kært og efrirfarandi kveðskapur hans um fjallið lýsir
því vel.
Hugrenning um Akrafjall
Akrafjalliö verður okkar prýði
ekki megum við þar neinu breyta.
Þó að dagar ár og aldir líði
árstíðirnar Fjallið ætíð skreyta.
Dagar vorsins gróður vekja á bala
vaknar lífið aftur hátt í salnum.
Lœkir fjallsins Ijúft við steina hjala
líða þeir til sjávar frjálst úr dalnum.
Lífsins gleði gefur sumar bjarta
gengur þá um hagann bóndans smali.
Bjartar nœtur náttúrunni skarta
notalega hlíðar strýkur svali.
Haustið kemur húmar að á kvöldin
höfði sínu drjúpa blómin smáu.
Leikur birtu og lita tekur völdin
leggur fugl úr hamrabelti háu.
Kemur vetur kaldan hefur vindinn
kastar snjó með kröftugum hœtti.
Klaka hrannir koma þá á tindinn
kuldalega eignast fjallið drœtti.
Víða starfar skemmdar höndin hrjúfa
helgidóma ýmsa vill hún brjóta.
Cöngum vel um landið okkar Ijúfa
látum þá sem eftir koma njóta.
I maí 2004 Jón Pétursson
Hafinir semja um skógrækt
Frá síðasta fundi Grundartangahafnar.
Síðastliðinn fimmtudag var
haldinn síðasti fundur í stjórn
Grundartangahafnar áður en
Faxaflóahafnir sf taka til starfa
um áramót. Við sama tækifæri
var haldinn síðasti fulltrúaráðs-
fundur Grundartangahafnar og
á honum var skrifað undir sam-
komulag Grundartangahafnar
og Skógræktarfélags Borgar-
fjarðar um eftirlit og ráðgjöf
með skógrækt hafnarinnar í
landi Klafastaða. Samningur-
inn fjallar um að Skógræktar-
félagið mun verða Faxaflóa-
höfnum sf. til ráðgjafar og
ráðuneytis varðandi meðferð
skóræktarinnar í landi Klafa-
staða. M.a. felst í því að leggja
til plöntun og grisjun trjáa en
markmið hafharinnar er að trjá-
plöntum sem þarf sað grisja úr
skóginum verði deilt út til fé-
lagasamtaka á Akranesi og í
Borgarfirði í framtíðinni.
I skógræktinni eru um 100
þús. plöntur og nauðsynlegt að
umhirða og meðferð verði eins
og best er á kosið. A síðasta ári
fór talsvert magn af trjáplönt-
um sem teknar voru úr nýju
vegstæði við Grundartanga til
golfklúbbanna í Borgarnesi og á
Akranesi. Samningurinn er til 5
ára og verðmæti hans fyrir
Skógræktarfélagið um 2,7 m.kr.
á tímabilinu.
Að lokum má velta því fyrir
sér hvort þetta samstarf leiði
ekki af sér nýjan Hafnaskóg? GE
Handverksfólk í Gallerí Grúsk í Grundarfirði rekur jólamarkað á aðventunni líkt og undanfarin ár þar sem er
að finna margt eigulegra muna. Á myndinni má sjá hana Mundu munda tvo vaska jólasveina.