Skessuhorn - 21.12.2004, Qupperneq 16
16
ÞRIÐTUDAGUR 21. DESEMBER 2004
aiv£,3ðinu»«.
Kaupfélag í öld
Kaupfélag Borgfirðinga fagnaði aldarafmæi sínu með pompi
og prakt í janúar með afmælisveislu í verslunarmiðstöðinni
Hyrnutorgi í Borgarnesi. Eftir afmælið hafa orðið talsverðar
Skemmdir í Ólafsvík
Aftakaveður gekk yfir Snæfellsnes 9. febrúar. Verst var veðrið
í Olafsvík en þar fuku gámar, þakplötur og annað lauslegt
meðal annars í höfnina. Ekki urðu slys á fólki.
Unnið á biðlistum
I febrúar var formlega tekin í notkun ný þriggja deilda stækk-
un leikskólans Vallarsels á Akranesi. Þegar allar deildir skólans
höfðu verið teknar í notkun sl. sumar tókst loks að vinna nið-
ur biðlista sem skapast höfðu eftir leikskólaplássum og öll
tveggja ára börn og eldri fengið vistun.
Faxaflóahafnir í eina sæng
Grundartangahöfn, Reykjavíkurhöfn, Akraneshöfn og Borgar-
neshöfh voru á árinu sameinaðar í eitt félag; Faxaflóahafnir sf.
og tekur sameiningin gildi frá og með næstu áramótum. Sam-
starf sveitarfélaganna sem að þessum höfnum standa er al-
mennt talið leiða til eflingar hafnanna hér á Vesturlandi í víð-
um skilningi. Lögð verður áhersla á að Grundartangi verði
stórflutninga- og iðnaðarhöfn og taki m.a. við því hlutverki
sem hafnargerð í Geldinganesi hefði annars verið ætlað, Akra-
neshöfn verði efld sem fiskihöfn og Reykjavíkurhöfn verði
fjölbreytt út- og innflutningshöfn ásamt því að aðstaða fyrir
skemmtiferðaskip verði bætt. Þá er gert ráð fyrir að aðstaða
fyrir smábáta verði bætt í Borgarneshöfn. Reykjavíkurborg á
75% í Faxaflóahöfnum en sveitarfélög á Vesturlandi fjórðung.
Heitt vatn við Kolgrafarfjörð
Borun í leit að heitu vatni fyrir Grundarfjörð bar árangur á ár-
inu þegar sex sekúndulítrar af áttatíu gráðu heitu vatni fundust
undir Laugaskeri á Berserkseyrarodda í mars. Efnasamsetning
vatnsins vafðist eitthvað fyrir fræðimönnum en vonir eru
bundnar við að það sé nýtilegt fyrir byggðina í Grundarfirði
en auk þess hafa Snæfellsbæingar lýst áhuga sínum á að kanna
hvort hagkvæmt sé að nýta vatnið til upphitunar í Olafsvík,
Hellissandi og Rifi.
Vestiniand 2004 í máli og
Liðið ár var Vestlendingum á margan hátt bæði
gjöfult og gott og geta vafalítið flestir tekið undir
það. Þegar fréttir liðins árs eru rifjaðar upp kemur
í ljós að af mörgu er að taka enda hafa starfsmenn
Skessuhoms ekki á neinum tímapunkti þurft að
glíma við fréttaþurrð eða framleiðslu svokallaðs
uppfyllingarefnis. Hér á síðunni og á næstu opnum
birtir Skessuhom brot af því sem blaðið hefur fjall-
að um á líðandi ári og snertir okkur íbúana.
Lesendum Skessuhorns og velvildarmönnum
blaðsins víðsvegar um Vesturland em hér með
færðar bestu þakkir fyrir ánægjulegt samstarf á ár-
inu sem er að líða, með von um viðburðaríkt, gjöf-
ult og farsælt komandi ár!
Umsján: Magnús Magmísson
Ljósmyndir: Blaðamenn Skessuhorns ogfleiri
I * |
breytingar á rekstri félagsins þar sem verslunarrekstur var
seldur. Húsasmiðjan keypti byggingavörudeild félagsins og
Samkaup verslunarrekstur í Hyrnutorgi í Borgarnesi og
Grundavalsbúðirnar á Akranesi og í Grundarfirði.
Nýr fjölbrautaskóli
Menntamálaráðherra skipaði Guðbjörgu Aðalbergsdóttur í
embætti skólameistara Fjölbrautaskóla Snæfellinga frá 1. janú-
ar 2004. Var hún fyrsti starfsmaður hins nýja skóla en skólahús
reis með ógnarhraða á árinu, aðrir starfsmenn voru ráðnir og
skólahald hófst í haust með yfir 100 nemendum. Skólahald
hefur gengið vel í haust og skólanum hefur afar vel verið tek-
ið af íbúum á Snæfellsnesi sem telja hann styrkja verulega bú-
setuskilyrði á Nesinu. A myndinni er skólinn í byggingu.
Menningin aðeins á Akureyri?
I upphafi árs greindum við frá því að sveitarstjórnar-
menn á Vesturlandi væru vonsviknir yfir nýjum samn-
ingi við Akureyringa um menningarmál. Sá samningur
fól í sér 240 milljóna króna styrk ríkisins til menningar-
mála á þremur árum. Sveitarstjórnarfólk á Vesturlandi
mótmælti harðlega en allt kom fyrir ekki og vonir
manna um að nýr menntamálaráðherra bætti úr hafa
dofnað. Menningarhús eru hinsvegar ótalmörg á Vest-
urlandi enda óvíða meiri menning á einu svæði.
Sviftingar í eignarhaldi útgerðarfyrirtækja
Eimskipafélagið gekk í upphafi árs ffá samningum um sölu Har-
aldar Böðvarssonar hf. og Utgerðarfélags Akureyringa hf.
Grandi keypti HB fyrir 7,8 milljarða króna og feðgarnir Krist-
ján Guðmundsson, Guðmundur Kristjánsson og Hjálmar Krist-
jánsson í Rifi keyptu UA fyrir 9 milljarða króna. Þar með urðu
snæfellsku feðgarnir burðarásar í útgerð og vinnslu á Akureyri
og Haraldur Böðvarsson hfi, elsta starfandi fiskvinnslufyrirtæki
landsins var síðar á árinu formlega sameinað Granda hf.
Bæjarráð Akraness átti í janúar fund með stjómendum HB
Granda þar sem þeir skýrðu fyrir heimamönnum áhrif væntan-
legrar sameiningar fyrirtækjanna.
Sigurður Guðni Vestlendingur ársins
Sigurður Guðni Sigurðsson framkvæmdastjóri Skagans og
formaður Markaðsráðs Akraness var útnefndur maður ársins á
Vesturlandi fyrir árið 2003. Sigurður var útnefndur vegna
þáttar hans í uppbyggingu Markaðsráðs Akraness, atvinnusýn-
ingar og sem framkvæmdastjóri Skagans hf. Sigurður hætti
reyndar störfum fyrir Skagann sl. haust og hefur snúið sér að
fyrirtækjaráðgjöf.
myndum
Snæfellsnes fær vottun Green globe
Stefna Snæfellinga um sjálfbæra þróun í umhverfis- og samfé-
lagsmálum á Snæfellsnesi til ársins 2015 var staðfest á árinu og
var jafnframt fyrsti áfanginn í að svæðið hefur nú, fyrst heild-
stæðra svæða á norðurhveli jarðar, fengið vottun sem umhverf-
isvænt svæði af alþjóðasamtökunuin Green globe. Þessi vinna
og árangur Snæfellinga er almennt talin hafa mikil og stefhu-
markandi áhrif á ýmsum sviðum. Nú þegar er áhrifanna farið
að gæta í auknum straumi ferðamanna, eftirspurn eftir vöru af
svæðinu og á ýmsan annan hátt.
Snæfell gerir það gott í körfunni
I mars náðu körfuknattleiksmenn í Snæfelli þeim frábæra ár-
angri að verða deildarmeistarar í úrvalsdeild fyrstir liða utan
Reykjaness og Reykjavíkur. Þannig var liðið tvímælalaust
spútniklið ársins og hafnaði í öðru sæti íslandsmeistaramóts-
ins. Gengi liðsins hefur verið með eindæmum gott allt þetta ár
undir styrkri stjórn Bárðar Eyþórssonar þjálfara, enda var
hann kosinn þjálfari ársins í úrvalsdeildinni í lokahófi KKI í
vor. Borgnesingar gerðu það einnig gott í körfunni á árinu og
tryggði Skallagrímur sér þátttökurétt í úrvalsdeildinni á yfir-
standandi leiktímabili og gengur bara býsna vel einnig.