Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2004, Side 20

Skessuhorn - 21.12.2004, Side 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004 jiitaaunu... Vesturland 2004 í mali off Snúa vöm í sókn Allir höfðu búist við því að atvinnulíf í Stykkishólmi yrði fyrir óbætanlegu tjóni vegna skelfiskveiðibanns sem enn gildir í Breiðafirði. Svo virðist þó sem Hólmarar hafi allir sem einn á- kveðið að snúa vörn í sókn og þar hefur verið býsna gott at- vinnuástand; hús eru byggð sem aldrei fyrr og ný atvinnutæki- færi sköpuð. Mörg ný störf urðu til við beitukóngsveiðar og vinnslu, saltfiskvinnslu og ferðaþjónusta er að eflast, svo eitt- hvað sé nefnt. Hótel skipta um eigendur Um helmingur hótela á Vesturlandi skipti um eigendur á árinu og virðist sem rekstur margra þeirra hafi gengið upp og ofan. Þannig urðu tvisvar sinnum á árinu eigendaskipti að Hótel Reykholti sem nú er í eigu Fosshótela. Þar er nú unnið að viðamiklum breytingum á húsnæði. Hótel Olafsvík var selt fyrir skömmu og hótelfeðgamir Pétur Geirsson og Jón Pét- ursson bættu á sig öðm hóteli í sumar þegar þeir keyptu Hót- el Stykkishólm af Stykkishólmsbæ. Þar em nú farnar af stað ffamkvæmdir við helmingsstækkun gistirýmis. Þá var Hótel Barbró á Akranesi selt í haust og nú er unnið að byggingu fyrsta golfhótels landsins við Hamar í nágrenni Borgarness. Meint mengnn vatns Mikið fjaðrafok varð í landsfjölmiðlum snemmsumars vegna gmns um að neysluvatn í Húsafelli væri mengað og af þeim sökum hefði fjöldi fólks sem þar dvaldi veikst. Við rannsóknir reyndist vatnið hinsvegar ómengað og skaðlaust með öllu en ástæða veikinnar verið algeng veimsýking sem berst manna á milli og reyndist hafa herjað víða um land á sama tíma. Öll sú umfjöllun um grun sem beindist að neysluvatni staðarins varð þess hinsvegar valdandi að hran varð í ferðaþjónustu sumars- ins, ekki einvörðungu í Húsafelli, heldur hafði þetta áhrif á þjónustu í öllu héraðinu. Fasteignaverð hækkar I sumar fjallaði Skessuhorn um þróun fasteignaverðs á Vestur- landi. Þar kom í ljós að hlutfallslega hafði orðið mest hækkun á íbúðarhúsnæði á Vesturlandi þegar landið allt var skoðað. Þar sem fasteignaverð er hæst á Vesturlandi; á Akranesi, er nú svo komið að verðið er uppundir það sama og það er á höfuð- borgarsvæðinu, eða um 85-90%. Þar er því mikið byggt enda væntingar um fjölgun atvinnutækifæra á svæðinu miklar. Mik- il sala hefur þó verið í íbúðarhúsnæði á öllu Vesturlandi í ár, sama hvort litið er til Snæfellsness, Borgarfjarðar eða Akra- ness. Lok, lok og læs Ný alþjóðleg lög um hafnavemd tóku gildi í sumar og fela þau í sér stóraukna gæslu og eftirlit í öllum þeim höfnum Iandsins sem taka á móti millilandaskipum og þjónusta þau. Synti yfir Breiðafjörð Sundkonan frækna, Viktoría Asgeirsdóttir, gerði sér í sumar Iítið fýrir og synti yfir Breiðafjörð, allt frá Brjánslæk til Stykk- ishólms. Sundið gekk vel hjá henni en það fór hún til að vekja athygli á Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. íslandsmótið í golfi I lok júlí vora félagar í golfklúbbnum Leyni á Akranesi í hlut- verki gestgjafanna þegar Islandsmótið í golfi fór fram á Garða- velli. Þetta var eðlilega langstærsta verkefni klúbbsins til þessa en gekk engu að síður vel og var Skagamönnum ákaft hrósað af golfspilurum og Golfsambandi Islands fyrir undirbúning og framkvæmd mótsins. m Kolgrafarfjörður brúaður I síðustu viku var lokið við stóra samgöngubót á Snæfellsnesi þegar nýr vegur og brú yfir Kolgrafarfjörð var tekin í notkun. Mannvirki þetta styttir akstursleiðina milli Grundarfjarðar og Stykkishólms um tæpa 7 kílómetra. Hitabylgja Sumarið hér Vestanlands var með besta móti veðurfarslega séð. Hitamet vom slegin hver af öðmm og mældist hitastig í ágústmánuði oft svipað og það var á sama tíma á sólarströnd- um, svo sem á Mallorca, þetta uppundir 30 gráðurnar. Með- fýlgjandi mynd var tekin á Langasandi á Akranesi í ágúst en þar vom iðulega fleiri hundmð manns í baðstrandarfílingi í sumar. Bæjarhátíðir komnar til að vera Alls eru uin 8 bæjar- og héraðshátíðir fastir liðir í menningar- lífi Vestlendinga. Eru þetta fjölsótt átthagamót sem hleypa lífi í þjónustu og skreyta mannlíf hvar sem þær eru haldnar. Móts- haldarar sumarsins máttu vel við una þetta árið; þátttaka var góð og yfirleitt lék veðrið við mótsgesti. Einna helst má þó segja að Borgfirðingahátíð hefði mátt ganga betur því þar blés og rigndi fullmikið meðan á mótshaldi stóð. Borgfirðingar bættu sér það hinsvegar hressilega upp í október þegar þeir blésu til mikillar veislu sauðkindinni til heilla. Vafalítið eiga þó Danskir dagar í Stykkishólmi mótsmet ársins því þangað er talið að 10-12 þúsund manns hafi mætt í einmuna veðurblíðu. Sameinað sunnan Heiðar Nokkurs titrings gætti meðal íbúa sunnan Skarðsheiðar í byrj- un september þegar boðað var að viðræður stæðu fýrir dymm milli Skilmannahrepps og Akraneskaupstaðar um náið sam- starf í skólamálum. Fannst mönnum þarna vegið að ffamtíð

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.