Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2004, Page 24

Skessuhorn - 21.12.2004, Page 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004 ^nissaiinu^ Fiskinum fylgt eftir alla leið á diskinn Norðanfiskur setur nýja vörulínu á markað Fyrirtækið Norðanfiskur ehf. á Akranesi hefur verið í miklum vexti undanfarið. Hjá því hefur í haust staðið yfir Risarækjur eru meðal söluvara undir menu.is vörumerkinu frá Norðanfiski. undirbúningur að nýju mark- aðsátaki þar sem leitast er við að samræma hámarks vöru- gæði, nýjar umbúðir undir nýju vörumerki og þjónustu við neytendur með opnun nýrrar heimasíðu. Norðanfiskur heíúr þannig sett á markað nýja vörulínu undir hinu alþjóðlega heiti; menu með endingunni .is. „Varan sem seld verður undir vörumerkinu menu.is skilur sig frá öðru fiskmeti sein er á markaðinum á fleiri en einn veg,“ segir Ragnar Hjörleifs- son, framkvæmdastjóri Norð- anfisks í samtali við Skessu- horn. „Fyrst má nefna að vald- ar hafa verið úr öðrum fram- leiðsluvörum fyrirtækisins þær Sýning Silfurstj ömunnar Þriðjudaginn 14. desember s.l. hélt línudanskiúbburinn Silfurstjarnan frá Akranesi danssýningu í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi. Þetta var önnur sýning klúbbsins á þessu ári en mikil aukning hef- ur orðið í línudansi á Akranesi. Kata og Ella, stofnendur Silf- urstjörnunnar, hafa verið að kenna línudans bæði á Akra- nesi, í Borgarnesi, í Búðardal, á Selfossi og víðar. A þessari sýn- ingu dönsuðu yfir 30 konur og stelpur en margar þeirra byrj- uðu að dansa línudans nú í haust. Dansaðirvoru 19 dansar en byrjað og endað var á skemmtilegri marseringu hóps- ins um salinn. Sýningin stóð yfir í klukkutíma þar sem byrj- að var að sýna einfaldari og hægari dansa en endað á fjörugri og hraðari dönsum. Að lokum dansaði allur hópurinn Túsh Push, skyldudans á Is- landsmótinu í línudansi undan- farin ár og þá skelltu allir á sig jólasveinahúfúm í tilefúi hátíð- arinnar. Sýningin tókst í alla staði mjög vel og var vel tekið af áhorfendum. MM Gullbrúðkaup Þann 26. desember n.k. eiga heiðurshjónin Lára Jóhannesdóttir og Sumarliði Vithjátmsson á Ferjubakka gullbrúðkaup. Afkomendurnir þeirra eru nú orðnir 30. Úr framleiðslusal Norðanfisks við Vesturgötu á Akranesi. Hér eru nýir fiskbitar á fyrstu metrunum á löngu færibandi þar sem þeir fara í brauðun, forsteykingu og pökkun undir merkjum menu.is. tegundir sem hvað mestrar hylli hafa notið á markaðnum. Þar sem við vildum auka gæði þessarar vöru enn frekar hefur það verið gert, t.d. með því að sérvelja einungis eftirsóknar- verðustu bitana úr fiskinum í þessar nýju pakkningar undir nýju vöruheiti. Hér er viðhöfð besta mögulega vöruvöndun sem hugsast getur.“ Ragnar segir að nú sé í fyrsta skipti hér á landi fitjað upp á þeirri nýjung að láta hollræði fylgja vörunni alla l'eið heim til kaupandans. „I þeim tilgangi opnuðum við nýlega vefsíðu á slóðinni www.menu.is, þar sem fletta má upp hverri einustu vörutegund sem undir þetta vörumerki heyrir og fá þar góð ráð og leiðbeiningar varðandi „hantéringu“ vörunnar í eld- húsinu, ýmist mismunandi ein- falda og fljótlega tilreiðslu, sem og þær hátíðlegri þar sem slíkt getur átt við. Um margar tegundirnar fiskafurða er að ræða en við framsetningu þeirra hefur fyrst og fremst verið stefnt að því að varan, eins og hún er í búðinni, væri sem allra mest tilbúin, t.d. for- steikt og frosin og þyrfti ein- ungis að stinga henni í bakara- ofninn í tilteknar mínútur fýrir framreiðslu. Þetta er sá háttur sem nútíma neytendur vilja viðhafa. Meðlætið sem nefnt er á vefsíðunni er þá í flestum slíkum tilfellum einfalt og fljótlegt til að taka mið af skömmum matreiðslutíma heimila þar sem fólk vinnur úti og hefur því takmarkaðan tíma til eldamennsku.“ A nýju heimasíðunni geta neytendur sagt álit sitt á vör- unni og leiðbeina um leið fyr- irtækinu í viðleitni þess til að þjónustan geti orðið sem fúll- komnust. Er á vefsíðunni m.a. að finna netfang bæði fram- kvæmdastjórans og sölustjór- ans, þannig að auðvelt er að koma milliliðalaust til þeirra boðum um hvaðeina það sem neytandanum liggur á hjarta. „Með tilkomu menu vörunnar vonast því Norðanfiskur til að hafa brotið blað í þjónustu við viðskiptavini sína og að nýj- unginni verði vel tekið,“ segir Ragnar að lokum. MM Frá Umferðarráði Umferðarráð minnir á að á hverju ári er mikill fjöldi öku- manna staðinn að því að aka undir áhrifum áfengis. I des- embermánuði virðast enn fleiri en ella gera sig seka um þetta vítaverða athæfi. Þrátt fyrir að margir aðilar hafi ár hvert tekið höndum saman og vakið athygli á þessari dapurlegu staðreynd í aðventubyrjun, þurfa lögreglu- menn á þessum árstíma að hafa afskipti af miklum fjölda ölv- aðra ökumanna. Umferðarráð lítur þessa staðreynd mjög al- varlegum augum. Hver sá er fengið hefur þau verðmætu réttindi, sem ökuréttindin vissulega eru, á að vita og gera sér grein fyrir að neysla áfengra drykkja og akstur mega með engu móti fara saman. Þrátt Umferðarráð hvetur fólk til að fara varlega í umferðinni. Þessi mynd er frá bílslysi f ágúst þegar bfll með erlendum ferðamönnum fauk út af við Hafnarfjall. fyrir það eru nú ökuskírteini, sem hald hefur verið lagt á, í stöflum á lögreglustöðvum landsins. Umferðarráð beinir þeirri eindregnu áskorun til ökumanna að láta sér aldrei detta í hug að aka undir áhrif- um áfengis og minnir á slagorð- in sígildu „Eftir einn - ei aki

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.