Skessuhorn - 21.12.2004, Side 41
an£9aunu^
ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004
41
kost á að kynnast íslenskri
bændamenningu eins beint í
æð og mögulegt er. Gestir okk-
ar fá íslenskan mat og leggjum
við áherslu á að kynna fyrir
þeim lambakjötið góða, enda
er það einhver besta landkynn-
ing sem mögulegt er að veita.
Þjónustan felst þó ekki síst í að
spjalla við fólkið um heima og
geima og kynna milliliðalaust
fyrir því lífið í sveitinni.“ Arni
dóttir þeirra er menntaður líf-
fræðingur og vanur kennari á
því sviði og segja þau að sú
þekking sem hún hafi nýtist
afar vel þessum gestum þegar
hafa þarf ofan af fyrir þeim og
fræða um íslenska staðhætti.
Einnig segjast þau eiga flestar
þær handbækur sem gefnar
hafa verið út og tengjast nátt-
úru og dýralífi, enda leggja þau
mikið upp úr því að geta gefið
þriðja nokkuð stærra fimmtán
árum síðar. Einnig höfum við
gistingu hér í bænum þannig
að samanlagt getum við boðið
nokkuð mörgum húspláss.“
Aðspurð um afkomuna úr
ferðaþjónustunni segja þau að
þetta hafi lengi vel verið um-
talsverð búbót en mest um vert
hafi þó verið að Arni, sem er
lærður húsasmiður, gat sjálfur
byggt húsin og þannig hafi þau
aldrei þurft að skulda til að
koma þeim upp. „Við höfðum
þokkalega afkomu af ferða-
þjónustu, sérstaklega í kringum
1990, eða áður en félagasamtök
hófu í stórum stíl byggingu or-
lofshúsa fyrir félagsmenn
sína,“ segir Arni.
Fræða um
land og þjóð
Þau eru aðilar að Ferðaþjón-
ustu bænda og hafa í gegnum
tíðina fengið hvað flestar bók-
anir frá þeirri ferðaskrifstofu.
„Bændur sem opna heimili sín
fyrir gestum eru að gefa fólki
Þóra Arnadóttir með yrðling og hund sem láta vel hvor að öðrum.
skotinn, enda héldu bændur
þar að um væri að ræða villtan
ref sem hætt hefði sér of nálægt
bænum. Hann varð ósköp leið-
ur ungi maðurinn, vinur okkar
á næsta bæ, sem lenti í því að
skjóta heimilisrefinn,“ segir
Vigga og hlær að þessu í dag.
Hún segir að erlendum ferða-
mönnum sem að Brennistöð-
um hafi komið hafi fundist
stórmerkilegt að sjá íslenskan
heimskautaref meðal húsdýr-
anna og í þeirra hópi vakti
þetta húsdýr mikla athygli,
enda elti refurinn gestina eins
og góður heimilishundur út
um alla móa. Oll þessi dýr hafa
gert mikla lukku bæði meðal
heimilisfólks og gesta,“ segir
Vigga og bætir við að þau hús-
dýr sem hafi komist næst því að
verða að gagni væru íslensku
hundarnir og Arni hnýtir við:
„Við fengum fyrsta hundinn
frá Sigríði á Olafsvöllum og tík
frá Húsatóftum við Grindavík.
Það var gaman að rækta þessa
hunda og eiga þátt í að við-
halda kyninu og eitthvað náð-
um við að selja af hvolpum.“
Frumkvöðlar í
þjónustu til sveita
Hjónin á Brennistöðum voru
meðal fyrstu bænda sem fóru
út í ferðaþjónustu á jörðum
sínum í einhverjum rnæli og
hafa þau ásamt fleiri íslenskum
ferðaþjónustubændum lagt
drjúgan skerf til kynningar á
landi og þjóð með persónulegri
þjónustu en gerist og gengur í
þessum geira. Arni og Vigga
hafa nú stundað ferðþjónustu í
yfir 30 ár. „Þetta hófst hjá okk-
ur í kjölfar þess að árið 1971
auglýsti Flugfélag Islands eftir
bændum sem vildu taka á móti
erlendum ferðamönnum og
leyfa þeim að kynnast lífinu á
íslenskum sveitaheimilum. Við
vissum af því brautryðjenda-
starfi sem Rristleifur á Húsa-
felli og fleiri aðilar hér í hérað-
inu höfðu staðið í og ákváðum
að reyna þetta sjálf. Við byggð-
um fyrst eitt lítið hús niður við
Geirsá og síðar annað og það
Hafsteinn bóndi ásamt álftarunga, svíni og hundi á bæjarhlaðinu.
Á Brennistöðum eru allir vinir, bæði menn og dýr.
og Vigga segja að erlendir
gestir þeirra séu af mörgu
þjóðerni, mest þó Frakkar síð-
ustu árin en einnig nokkuð af
þýskumælandi fólki. „Það kom
hingað eitt sinn Frakki sem tók
sér nokkrar vikur í að
ferðast um landið og
gisti hann einkum á
ferðaþjónustubæjum.
Við höfðum mikið ofan
af fyrir þessum manni
og fræddum hann um
ýmislegt sem viðkemur
landi og þjóð. Seinna
fréttum við að hér hafi
verið á ferðinni for-
stjóri franskrar ferða-
skrifstofu sem var hing-
að kominn til að kynn-
ast þjónustunni af eigin
raun og hefur þessi
ferðaskrifstofa sent
okkur margt fólk síð-
an,“ sagði Arni. Hann
segir að til þeirra komi
flestir ferðamenn í
þeim tilgangi að kynn-
ast íslenskri náttúru og
sögu þjóðarinnar og því
þurfi að hafa nokkuð
fyrir þessu fólki. Þóra
gestum sínum skír svör við
hvaðeina sem þeir vilji vita.
Hátt í 200
fósturbörn
Uppeldi barna og ungmenna
hefur verið ríkur þáttur í lífi og
starfi Brennistaðahjónanna. A
síðasta ári sá Félag kvenna í
fræðslustörfum ástæðu til að
heiðra Vigdísi fyrir störf henn-
ar að uppeldismálum en þau
hjón hafa bæði af mikilli elju
og þolinmæði tekið hátt í 200
fósturbörn að sér til lengri eða
skemmri vistar á heimili sínu.
Sum þessara barna hafa ílengst
hjá þeim og 5 þeirra gengu þau
alfarið í foreldrastað og ólu
upp að rneira eða minna leyti
og studdu jafnvel til framhalds-
skólagöngu, rétt eins og öll
þeirra eigin börn. Flest fóstur-
barnanna hafa komið að
Brennistöðum með milligöngu
félagsmálayfirvalda í Reykjavík
en oftast á slíkt sér aðdraganda
þar sem fjölskyldu- og félags-
legar aðstæður þeirra eru á ein-
hvern hátt óviðunandi og því
þörf á að leita skjóls fyrir þau