Skessuhorn - 21.12.2004, Qupperneq 42
42
ÞRIÐTUDAGUR 21. DESEMBER 2004
úuiissunu^
fjarri heimilum og fyrra um-
hverfi. En gefum þeim hjónum
orðið: „Við tókum að okkur
fyrstu tvö börnin árið 1971. Þá
komu til okkar tvö systkin, þá 9
og 11 ára. Við tókum þau al-
gjörlega að okkur og bættust
þau í fjögurra barna hópinn
okkar. Eftir þetta má segja að
til okkar hafi komið börn á
hverju ári, sum þeirra í tvær
vikur til þrjá mánuði í senn en
önnur lengur. Nokkur þessara
barna hafa ílengst hjá okkur og
þannig má segja að fimm börn
hafi komið til okkar og ekki
farið aftur fyrr en þau voru
vaxin úr grasi.“
Vigga og Arni segjast hafa
gengið þessum börnum í for-
eldrastað og jafnvel meira en
það í sumum tilfellum, því þeg-
ar þau komu til þeirra voru þau
sum hver illa farin andlega og
jafnvel vanhirt. Þeim hjónum
telst til að nítján aðkomubörn
sem hjá þeim hafa dvalið hafi
um lengri eða skemmri tíma
verið yfir vetrartímann hjá
þeim og þar af leiðandi sótt
grunnskólann á Kleppjárns-
reykjum og segjast þau alla tíð
hafa átt afar jákvætt samstarf
við starfsfólk skólans sem hafi
einnig tekið að sér erfið verk-
með. ,Jú, það má segja
að við séum enn að. Nú
erum við stuðningsfor-
eldrar eins drengs sem
kemur til okkar einu
sinni í mánuði nokkra
daga í senn. A sumrin
erum við auk þess með
tjögur börn í einu í um
þrjá mánuði.“
En hvernig hefur
þeim gengið að tjónka
við aðkomubörn sem oft
á tíðum eru illa farin á
sál þegar þau hafa kom-
ið í sveitina? „Þetta hef-
ur oft verið erfitt, en
alltaf gefandi,“ segir
Vigga og bætir við: „Það
þarf stundum að byggja
þessi börn upp á nýjan
leik, kenna þeim siði
sem þau hafa jafnvel
ekki kynnst áður og hafa
ofan af fyrir þeim með
ýmsum hætti. Það gildir
að láta þau hafa eitthvað fyrir
stafni og láta þau tileinka sér
almennar góðar heimilisvenjur.
Ein megin reglan er þó að
byggja þau jákvætt upp og t.d.
hæla þeim fjórum sinnum fyrir
það sem vel eða rétt er gert á
móti hverju einu skipti sem þau
eru skömmuð."
Sigurbjörn Birgisson og Sigvaldi Árnason leyfa álftarunganum að klára síðustu dropana af morgunverðardiskinum.
mánuði fyrir nokkrum árum til
okkar með öll fjögur börnin
með sér. Þetta var svolítið sér-
kennilegur hópur. Börnin voru
fjögurra til átta ára og nánast
jafnstór; það yngsta stórt eftir
aldri og þau elstu litlir 8 ára
tvíburar. Þessi börn báru enga
virðingu fyrir móður sinni eða
lagsmálayfirvöld að við reynd-
um hvað við gætum til að
hjálpa konunni því hún var að
gefast upp og vildi gefa börnin
en hafði þó samþykkt að gera
þessa tilraun gegn því að við
yrðum látin ráða ferðinni.“
Þannig lýsir Arni aðdragand-
um að því að þessi fjölskylda
Dæmigerð sumarmynd á Brennistöðum. Sjö sumarbörn að leik í bæjartúninu.
efni með þátttöku í uppeldi og
fræðslu þessara barna.
Eru enn að
Það er því óhætt að segja að
það hafi ekki hvílt nein logn-
molla yfir heimilinu á Brenni-
stöðum í gegnum tíðina. Jafn-
vel þótt aldurinn hafi færst yfir
þau hjón, rétt eins og okkur
öll, taka þau ennþá að sér
stuðning við börn sem félags-
málayfirvöld leita ásjár þeirra
Fjórir skæruliðar
Að lokum segja þau Arni og
Vigga sögu af einstæðri móður
með fjögur börn sem félags-
málayfirvöld í Reykjavík leit-
uðu ásjár þeirra með, eftir að
móðirin var búin að gefast upp,
hafði óskað eftir því að gefa
þau öll frá sér og yfirvöld voru
orðin ráðþrota.
„Þetta var eitthvað erfiðasta
verkefni sem við höfum tekið
að okkur. Konan kom í ágúst-
öðrum, höfðu verið nánast
sjálfala, hlustuðu ekki á móður
sína og gengu jafnvel í skrokk á
henni. Þau þekktu enga
mannasiði og borðhaldi höfðu
þau aldrei kynnst enda engir
matmálstímar á heimili þeirra,
heldur höfðu þau vanist því að
borða úr skápunum mat sem
þar var að finna, þegar þeim
hentaði. Þetta var í raun einn
stór skæruliðahópur. Það hafði
orðið að samkomulagi við fé-
kom. Raunar er vart hægt að
lýsa aðstæðunum fyrstu vikuna
eftir að þau komu að Brenni-
stöðum. „Þau voru ansi erfið
greyin og höguðu sér í raun-
inni eins og skríll, hræktu með-
al annars á okkur, hentu í okk-
ur grjóti og spornuðu ákveðið
gegn því að læra nokkurn skap-
aðan hlut. Við höfðum leyfi til
að beita þeim aga sem við teld-
um þurfa, móðirin beið t.d. í
öðru húsi meðan matmálstímar
stóðu yfir og vissulega gekk
mikið á fyrstu dagana meðan
þeim var að skiljast hverjir réðu
á okkar heimili,“ segir Vigga.
Smám saman eftir viðamikla og
ákveðna kennslu í almennum
mannasiðum og mikið aðhald
fóru börnin að gefa sig og urðu
sífellt prúðari og líkari venju-
legum börnum þegar leið á
dvalartímann. Við pössuðum
upp á að þau hefðu alltaf nóg
fyrir stafni, þau voru úti að
smíða, við fórum með þau í
sund og þau léku sér við dýrin.
Þetta jók að sjálfsögðu á matar-
lyst þeirra þannig að borðsið-
irnir komu smám saman og þau
urðu þægari eftir því sem leið á
mánuðinn. Síðustu dagana
voru þau orðin svo prúð og
stillt að þau voru jafnvel þægari
en gestkomandi börn sem
komu til okkar!“ Vigga og Arni
eru á sama máli um að þessi
fjölskylda hafi verið erfið en þó
eitt af mest gefandi verkefnum
sem þeim hafi verið falið og ár-
angursrík reyndist dvöl þeirra
að Brennistöðum hafa verið:
„Þessi fjölskylda hélt sem betur
fer hópinn eftir þetta og börn-
in stilltust mikið þegar þeim
hafði skilist að góður agi og
uppeldisreglur væri öllum fyrir
bestu og þeim ekki síður. Við
höfðum tvö barnanna hjá okk-
ur eftir þetta um tíma og tíma
og móðir þeirra tók saman við
barnsföðurinn á nýjan leik
þannig að segja má að þetta
hafi endað á besta veg fyrir alla
aðila."
Skessuhorn þakkar heiðurs-
hjónunum Arna og Vigdísi á
Brennistöðum fyrir móttök-
urnar og að fá að deila með les-
endum sögu sinni af kraftmiklu
lífshlaupi bændanna,
uppalendanna og ferðaþjón-
ustufólksins á Brennistöðum í
Flókadal.
MM