Skessuhorn - 21.12.2004, Page 44
44
ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004
Hugleiðing um Bargarkirkju
Ávarp það sem hér fer á
eftir var flutt af höfundi
þess, Árna Guðmundssyni
frá Beigalda, í kaffisamsæti
eftir guðsþjónustu í Borgar-
kirkju, þann 21. júlí 2002.
Var þetta fyrsta Guðsþjón-
usta í kirkjunni eftir gagn-
gerar endurbætur á henni.
Frá því sögur hófust hefur
Borg á Mýrum verið staður
trúar og trúariðkana. Fyrir til-
stuðlan þess átrúnaðar sem var
dýrkaður þegar land var
numið, rak kistu Kveldúlfs að
landi í Borgarvík og Skalla-
grímur sonur hans nam hér
land að tilvísun guðanna. Síðan
tók Egill Skallagrímsson við
landnáminu. Egill var kappi
mikill svo sem sagan greinir.
Heima fyrir var hann friðsam-
ur og óáleitinn en utanlands
háði hann sína hildarleiki og
þar liggja hans blóðidrifnu
spor.
Þótt Egill væri kappi mikill
og hamramur þá hefir hann átt
sínar mannlegu tilfinningar
a.m.k. segir sagan þegar Böðv-
ar sonur hans drukknaði í
Borgarfirði að þá hafi farið um
sál hans þvílík sorg og söknuð-
ur að enginn heimamanna
þorði eða treystist til að eiga
við hann samskipti.
Þá var það að ráði að senda
mann sem reið sem ákaflegast
að Hjarðarholti í Dalasýslu og
sækja Þorgerði dóttur hans.
Henni einni var treyst til að
fást við föður sinn og sefa hinn
djúpa harm.
Með fáum orðum og ákveð-
inni framkomu og örlitlu af læ-
vísi fékk hún föður sinn til að
hugsa og yrkja sig frá sorginni.
Hefur hann þá að yrkja kvæði
en Þorgerður risti rúnir á kefli
jafnóðum og kveðið var. Þegar
líða tók á kvæðið lækkuðu
sorgaröldur og hugarangur
hins stórbrotna manns og við
kvæðislok var hann sáttur við
guð sinn og menn.
Saga Borgar á Mýrum og
raunar Islandssögunnar allrar
rís hátt yfir hversdagsleikann
þegar þau feðgin skópu með
list sinni eitt dýrasta djásn ís-
lenskra fornbókmennta,
Sonatorrek.
Næst skulum við láta hugann
reika vestur í Mjósyndi í Svína-
dal í Dalasýslu þar er háð orr-
usta milli Kjartans Olafssonar
sem var fámennur og liðs-
manna fóstbróður hans Bolla
Þorleikssonar. Fyrir ástir, heit-
ar ástríður, rógmælgi og eggj-
un á staðnum veitir Bolli Kjart-
ani banasár sem hann iðraðist
æ síðan, eftir að Kjartan hafði
kastað vopnum sínum og verj-
um.
Frændur Kjartans vildu ekki
hlaða grjóti að höfði hans og
husla að fornuni sið enda
kristni lögtekin á Islandi
nokkru áður og þeir fóstbræð-
ur látið skírast í Niðarósi af
hendi Olafs konungs Tryggva-
sonar nokkrum árum fyrr. Þá
var kirkja að Borg í hvítavoð-
um og hingað var hann fluttur
og jarðaður að kristnum sið í
vígðum reit. Síðan þessir at-
burðir gerðust hefir saga Borg-
ar verið sainofin sögu kristin-
dóms í landinu.
Ætið hafa setið á Borg merk-
ir prestar og eftirtekt vekur
hvað margir þeirra hafa setið
lengi. A síðustu öld voru hér
einungis þrisvar sinnum prest-
kosningar þá voru kosnir séra
Björn Magnússon, séra Leó
Júlússon og svo núverandi
sóknarprestur og prófastur
Borgarfjarðarprófastdæmis
séra Þorbjörn Hlynur Arnason.
Frá 1888 hafa hér einungis set-
ið 4 prestar en þá fékk brauðið
um mitt surnar séra Einar Frið-
geirsson og eitt af fyrstu prest-
verkum hins unga prests var að
skíra móður mína Sesselju Þor-
valdsdóttur en hún var fædd 4.
maí 1888.
Hér vil ég koma fyrir í minn-
ingabrotum mínum því, að séra
Þorbjörn Hlynur Arnason
hvarf frá störfum árin 1990-
1995 til annarra starfa. Svo
vildi til að á þeim árum var ég í
sóknarnefnd Borgarkirkju. Eg
er ekki viss um að ég hafi verið
jákvæður á svipinn þegar séra
Þorbjörn Hlynur tilkynnti
sóknarnefndinni þessa ákvörð-
un sína, en þegar hann sagði
okkur að faðir hans séra Arni
Pálsson ætlaði að sinna sálu-
sorgun á meðan urðu allir á-
nægðir. Hvað mig varðaði þá
hló mér hugur í brjósti að njóta
starfskrafta æskuvinar míns að
þessu leyti þó um skamma hríð
væri.
Eg var á sjöunda ári þegar
séra Einar Friðgeirsson féll frá
með sviplegum hætti. Eg man
nokkuð vel eftir honum
kannski ekki síst vegna þess að
faðir minn var meðhjálpari í
Álftártungukirkju. Þegar séra
Björn sótti um Borgarpresta-
kall og ég sá hann fyrst fannst
mér hann ógnvekjandi stór en
hann var með hávaxnari mönn-
um en ég lítill eftir aldri. Það
olli mér nokkrum heilabrotum
og áhyggjum hvernig föður
mínum mundi takast að skrýða
og afskrýða nýja prestsefnið
fyrir altarinu eins og þá var sið-
ur en faðir minn var í hópi
minnstu manna og stærðar-
munur þeirra mikill en allt fór
þetta samt vel.
Það var mikið gæíúspor þeg-
ar við hjónin fluttum í Borgar-
sókn vorið 1954 eða fyrir 48
árum. Þó ég hafi fyrir fáum
árum flutt úr sókninni lít ég á
mig sem sóknarbarn og vona
að það sé gagnkvæmt.
Frá sama tíma sungum við
hjónin í kirkjukórnum hún
meðan henni entist heilsa og líf
en ég enn þann dag í dag. Um
tíma hef ég hugsað mér að
hætta söng í Borgarkirkju en
það er eitthvað ósýnilegt afl
sem togar þegar að messugerð
kemur.
I Borgarkirkju hef ég átt
mínar góðu stundir og erfiðu,
gleðistundir þar sem framtíð-
arsýnin var svo mikilfengleg og
björt að hægt hefði verið að
hefja sig til flugs. Sorgir þar
sem harmurinn var svo þungur
að allar dyr til framtíðar virtust
lokaðar og svo áleitinn á stund-
um að ég efaðist um að guð
væri góður. En í þeim eldinum
sem heitast brennur hreinsast
gjallið og sorið frá eðalmálm-
inum.
Þegar við erum stödd á Borg
orkar sagan svo sterkt á hugann
að við hvert fótmál minnir hún
á sig. Þá er dynur aldanna svo
sterkur að hann suðar fyrir eyr-
um og minnir á „þyt í laufi á
sumarkvöldi hljóðu,“ eins og
Jakob Jóhannesson Smári
kemst að orði um annan forn-
frægan stað, Þingvelli. Við
skynjum fornaldarkappa og
kvenhetjur gullaldarinnar ryðj-
ast fram þar sem engum dettur
í hug að berast á banaspjótum,
slík er virðingin og helgin á
þeim stað sem kistu Kveldúlfs
bar að landi.
Við teljum okkur sjá Þor-
stein Egilsson byggja
kirkju sína sem talið
er að sé fjórða kirkja
kristinna manna á Is-
landi. Við skynjum
þegar hann kemur
með lík systursonar
síns Kjartans Olafs-
sonar um langan veg
og leggur til hinstu
hvílu í vígðri mold
staðarins.
Við upplifum í
huganum niðurlæg-
ingu miðalda þegar
áþján og vonleysi
skín úr hverjum svip
fólks sem kemur úr
lélegum bæjarhúsum
sem virðast að falli
komin og jafnvel
helgidómurinn kirkj-
an á staðnum er álíka
á sig komin.
Við sjáum Borgar-
stað birtast úr móðu
aldanna til þeirrar
sýnar sem við sjáurn í
dag. Við heyrum hamarshögg
Halldórs Bjarnasonar smiðs
þegar hann byggði kirkju 1880
sem enn stendur og er helgi-
dómur okkar, fyrir tilstuðlan
hins merka klerks Guðmundar
Bjarnasonar. Við skynjum
byggingu hins myndarlega
timburhúss sem séra Einar
Friðgeirsson lét byggja 1902 að
nokkru leyti úr timbri úr versl-
unarhúsunum frá Straumfirði á
Mýrum.
Við urðum vitni að því þegar
séra Leó Júlíusson lagði metn-
að sinn í að fegra og snyrta um-
hverfi staðarins og núverandi
sóknarprestur séra Þorbjörn
Hlynur Arnason heldur við og
betrum bætir með alkunnri
smekkvísi. Nú hefur kirkjan
hlotið sína endurreisn og verið
færð f sinn fyrsta búning af
Stefáni Ólafssyni smiði og
fleiri góðum mönnum fyrir til-
verknað og áhuga sóknar-
prestsins.
Alltaf er verið að fegra og
bæta og vonandi heldur það á-
fram um ókomna tíð eftir þörf-
um og kröfum tímans. Og enn
heldur sagan áfram að gerast
og verður skráð af eftirkom-
endum okkar.
Þessar hugrenningar mínar
hafa orðið lengri en ég ætlaði í
fyrstu en samt langar mig að
endingu að segja þetta:
Það gerðist við hátíðarmessu
á Borg á nýársdag árið 2000 að
ég fékk áminningu og viðvörun
þess efnis að ekki mundi allt
vera í lagi með heilsu mína.
Seinna á árinu greindist ég
með sjúkdóm sem tókst að
bæja frá um miðjan desember
sama ár. Þess vegna auðnaðist
mér að hlýða hér á hátíðar-
messu á helgri jólanótt 2000.
Þá draup ég sannarlega höfði í
þakklátri bæn fyrir því fólki
sem tókst með handlægni sinni
og hæfileikum og háþróuðum
læknavísindum nútímans að
bjarga mér úr klóm veikinda.
Og á þeirri heilögu nótt fékk
ég meiri og dýpri skilning á því
að Guð er góður og iífið gjaf-
milt og gott.
Borg á Mýrum og Borgar-
kirkja, ég þakka fyrir mig.
Arni Guðmundsson,
frá Beigalda.