Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2004, Qupperneq 46

Skessuhorn - 21.12.2004, Qupperneq 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004 •jnissaiJHöBKI Maður getur sofið þegar maður verður gamall Rætt við bakarann, bæjarráðsformanninn og brunavörðinn Jón Þór Lúðvíksson í Olafsvík Jón Þór Lúðvíksson í Ólafs- vík hefur verið í eldlínunni á þessu ári í orðsins fyllstu merk- ingu. Elann er slökkviliðsstjóri í Snæfellsbæ, þótt hann hafi tvívegis reynt að hætta, en töluvert hefur mætt á slökkvi- liðsmönnum á Nesinu á þessu ári, meðal annars tveir stór- brunar þar sem menn hafa þurft að vinna við erfiðar að- stæður. Jón Þór hefur líka ver- ið í eldlínunni í pólitíkinni en hann er á sínu öðru kjörtíma- bili sem formaður bæjarráðs Snæfellsbæjar. Það skal hins- vegar ósagt látið hvort um er að ræða einhverja eldlínu í bak- aríi Olafsvíkur, sem er aðal- vinnustaður Jóns Þórs. Blaða- maður Skessuhorns getur alla- vega vottað að þær voru með öllu óbrunnar kleinurnar sem hann gæddi sér á þegar hann heimsótti bakarann og brögð- uðust býsna vel. „Eg er Ólsari, hef verið það síðastliðin 41 ár, frá því ég fæddist,“ segir Jón Þór að- spurður um ætt og uppruna. „Eg er einn af fáum sem fædd- ir eru í Ólafsvík og að sjálf- sögðu stoltur af upprunanum. A maður annars ekki að vera það? Foreldrar mínir eru hins- vegar Borgfirðingar og ég er líka þokkalega sáttur við það.“ Jón Þór segir það hafa verið gott að alast upp í Ólafvík enda ekki við því að búast að hann viðurkenndi annað. „Það var svakalega fínt eins og væntan- lega allsstaðar í þessum litlu bæjarfélögum við sjávarsíðuna og að sjálfsögðu ýmislegt brall- að. Eg var að vísu yfirleitt voðalega rólegur og ef það er eitthvað til í þeim þjóðsögum að Ólsarar hafi verið villtir hér áður fyrr þá var það örugglega ekki ég sem átt var við. Eg hef lítið slegist um ævina, nema kannski helst á fótboltavellin- um. Eg spilaði með Víkingslið- inu sem þá var býsna öflugt, allavega að okkar mati. Eg náði því að spila með helstu stjörn- unum eins og Þorgrími Þráins- syni og Magnúsi Stefánssyni en ég varð reynda aldrei meira en efnilegur sjálfur en ég er líka efnilegur ennþá,“ segir Jón Þór og hlær við. Feðgar í bakaríinu Jón Þór er alinn upp í bak- aríinu í Ólafsvík en foreldrar hans, Lúðvík Þórarinsson og Sigríður Jónsdóttir, ráku bakarí Ólafsvíkur frá 1950 og þar til Jón Þór tók við og eru enn við- loðandi reksturinn. „Eg er al- inn upp innan um kringlur og vínarbrauð þannig að það lá nokkuð beint við að ég lærði að sletta í deig þótt það hafi ekki verið sjálfgefið endilega. Mér hefur alltaf líkað vel við þetta starf þótt það sé svosem heldur ekki aðalmálið hvað maður vinnur ef maður hefur í sig og á. Eg fór í Iðnskólann í Reykja- vík þegar ég var 19 ára og lærði bakaraiðn og það er eini tíminn sem ég hef búið annarsstaðar en hér í Ólafsvík. Síðan kom ég hingað aftur og hélt áfram að baka með gamla manninum og hef verið hér síðan. Okkur hef- ur gengið vel að vinna saman og hvorugur rifið mikið kjaft við hinn. Það endaði síðan með að ég tók við þessu svona smám saman en pabbi er reyndar nýhættur að standa við hrærivélina en er ennþá að stússast í bókhaldi og hefur loks tíma til að hugsa um kon- una en það hefur kannski ekki gefist mikill tími til þess síð- ustu áratugina því þetta var oft langur vinnudagur. Mamma vann líka lengi í búðinni þannig að lífið hefur að mestu snúist um brauð og kökur.“ Snemma á fætur Eins og flestir vita þurfa bak- arar að rífa sig á fætur áður en haninn galar til að aðrir geti fengið sitt daglega brauð á réttum tíma. Jón Þór segir að vinnutími bakaranna sé samt sem áður ekkert verri en hver annar. „Þetta er öðruvísi vinnutími en kannski ekkert erfiðari en hjá flestum öðrum. Gott að alast upp í Olafsvík. Sjómennirnir eru líka margir á svipuðu róli því þeir fara oft býsna snemma út. Eg vakna venjulega klukkan þrjú en síð- an legg ég mig á daginn og get þá haft smástund fyrir fjöl- skylduna á kvöldin ef þau fara ekki í fundahöld og ýmis konar félagsmálavafstur,“ segir Jón Þór. Aukin bjartsýni Víða í smærri bæjarfélögum hefur verslun og þjónusta átt undir högg að sækja á síðari árum enda erfitt fyrir smærri verslanir og þjónustufyrirtæki á borð við bakarí t.d. að stand- ast samkeppnina við stórmark- aði og verksmiðjubakarí. Jón Þór segir að vissulega sé það ekki neinn dans á rósum að reka bakarí á stað eins og Ó- lafsvík. „Það verður alltaf erf- iðara og erfiðara. Við búum hinsvegar að því að hafa verið lengi í þessu. Þetta er orðið rótgróið fyrirtæki og það hjálp- ar. Það er samt ekkert sjálfgef- ið í þessum bransa og ég myndi ekki vilja vera að starta svona batteríi í dag. Það er líka orðið nánast ómögulegt að reka bak- arí eitt og sér í dag. Þessvegna verður maður að fylgja þróun- inni og nýta þau tækifæri sem eru í boði ef maður ætlar að halda lífi. Við opnuðum t.d. kaffihús, eða Konditori á síð- asta ári og það hefur komið mjög vel út. Þetta er þjónusta sem fólk vill hafa, ekki síst ferðamenn, en ferðamanna- straumurinn hér hefur verið að aukast gífurlega síðustu árin. Reksturinn hjá okkur ræðst náttúrulega mest af öðru sem er að gerast hér í atvinnulífinu. Hér snýst allt um fiskinn eins og í öðrum sjávarplássum og það er kjölfestan í atvinnulífinu hér. Ef allt gengur vel við höfnina þá blómstra þjónustu- fyrirtækin en um leið og aflinn minnkar þá kemur það niður á okkur hinum um leið. Það hafa verið svolitlar sveiflur hér eins og annarsstaðar en síðustu árin hefur þetta verið á uppleið. Það kom náttúrulega mikil niðursveifla hér þegar kvótinn var settur á en menn fóru illa út úr því hér. Fyrstu árin á eft- ir var svartnætti í hugum manna en síðan hefur leiðin legið upp á við og ástandið orðið nokkuð stöðugt í dag þótt avinnulífið hafi aldrei náð sér fullkomlega. Það er líka orðinn allt annar hugsana- gangur í samfélaginu hér í dag en var fyrir nokkrum árum. Fólk er almennt farið að gera sér grein fyrir því að menn þurfa að hlúa að því sem þeir hafa og reyna að byggja ofan á það en það þýðir ekkert að væla yfir því sem menn hafa misst. Það er allavega óhætt að segja að það er mun meiri bjartsýni hér í bæjarfélaginu í dag en var fyrir nokkrum árum og það er eitt af því sem er nauðsynlegt til að ná árangri.“ Pólitíkin tekin með trompi Eins og minnst var á hér að framan er Jón Þór formaður bæjarráðs Snæfellsbæjar og hefur verið það frá árinu 1998 en það var upphafið að hans pólitísku afskiptum. Hann seg- ist hinsvegar ekki vera alinn upp í sérlega pólitísku um- hverfi. „Karl faðir minn hefur aldrei verið mjög pólitískur. Hann var samt í hreppsnefnd í gamla daga og skólanefnd og ýmsu öðru eins og menn þurfa að gera á þessum smærri stöð- um hvort sem þeim líkar betur eða verr. Það má því vissulega segja að hann hafi verið á kafi í sveitarstjórnarmálum þótt hann hafi aldrei predikað neina pólitík, ekki þannig lagað. Eg hafði heldur aldrei tekið þátt í pólitísku starfi og ekki Alinn upp innan um kringlur og vínarbrauð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.