Skessuhorn - 21.12.2004, Side 47
ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004
47
^nJLSSUtlv/k..
verið að velta mér upp úr slíku
þótt ég hafi vissulega haft mín-
ar skoðanir á hlutunum. Eg á-
kvað hinsvegar að slá til þegar
mér bauðst að taka 2. sætið á
lista Sjálfstæðisflokkinn fyrir
kosningarnar 1998. Við tókum
þetta með trompi og náðum
góðum árangri í þeim kosning-
um, náðum hreinum meiri-
hluta og héldum honum í síð-
ustu kosningum og ég hef setið
sem formaður bæjarráðs bæði
kjörtímabilin.“
Jón Þór lætur vel af vinnunni
í bæjarstjórn þótt hann vildi
gjarnan að menn hefðu úr
meiru að spila en megnið af
tekjum bæjarins sé fyrirfram
ráðstafað í stóru verkefnin.
„Samvinnan í bæjarstjórn-
inni hefur í heildina gengið á-
gætlega og blessunarlega hefur
þetta verið í þá áttina að menn
vinni saman, hvort sem þeir
eru í meirihluta eða minni-
hluta. Auðvitað er alltaf á-
greiningur um einhver mál en
menn hafa samt haft þroska til
að stefna í sömu átt. Það má
líka segja að það sé ekki um
mikið að rífast, þannig lagað
því sveitarfélög í landinu hafa
ekki mikið svigrúm, því miður.
Þessir gömlu refir sem voru í
pólitíkinni á öldinni sem leið
segja að þetta sé ekki orðið
neitt gaman lengur því áður
hafi verið rifist um hvað átti að
gera við afganginn þegar búið
var að gera það sem þurfti en
nú verið að kíta um forgangs-
röðun á því sem nauðsynlega
þarf að gera. Þrátt fyrir það
hefur þetta gengið bærilega hjá
okkur enda er þetta gott samfé-
lag og ég held að fólk sé frekar
samhent hér á þessu svæði.“
Það leiðir hugann að því að
áður en Elellissandur og Olafs-
vík sameinuðust með fleiri
sveitarfélögum í Snæfellsbæ þá
var sagt að hefðu verið stöðug-
ar óeirðir á milli þessara ná-
grannabæja með tilheyrandi
slagsmálum og látum. Jón Þór
segir að þrátt fyrir gamlar vær-
ingar hafi sameiningin tekist
nokkuð vel. „Það má segja að
sambandið milli Olafsvíkur og
Elellissands sé eins og hjá hjón-
um sem rífast annað slagið en
sættast síðan á milli. Eg held að
þetta sé að verða býsna gott
hjónaband enda er örstutt á
milli þessara staða og fólk frá
Olafsvík, Elellissandi og Rifi
vinnur á sömu vinnustöðunum
þannig að þetta er allt að falla í
Ijúfa löð en að sjálfsögðu tekur
sameining eins og þessi alltaf
tíma.“
Aðspurður um sameiningu
grunnskólanna í Snæfellsbæ
sem tók gildi í haust og var
býsna umdeild, segir Jón Þór
að sér virðist hún hafa heppn-
ast ótrúlega vel. „Það er nátt-
úrulega ekki komin mikil
reynsla á þetta enn. Skólarnir
voru sameinaðir í haust og síð-
an kom verkfallið inn í þetta
þannig að það er kannski full
snemmt að segja, en mér sýnist
þetta fara mjög vel af stað. Eg
heyri allavega ekki annað en að
krakkarnir séu sáttir og það er
fyrir öllu.“
Sameinað
Snæfellsnes?
Sameining sveitarfélaganna
sem í dag mynda Snæfellsbæ
var á sínum tíma býsna stórt
skref en í dag er verið að ræða
um að stíga jafnvel enn stærra
skref og sameina Snæfellsnes
eins og það leggur sig. Jón Þór
segist hlynntur þeirri samein-
ingu svo fremi að hún hafi ein-
hvern tilgang. „Eg hef ekki trú
á því að sameina sveitarfélög
bara til að sameina þau. Það
verður að vera einhver ávinn-
ingur af þeirri sameiningu og
það á kannski eftir að skýra það
betur hver hann geti orðið.
Framtíðin er væntanlega sam-
einað Snæfellsnes en ég treysti
mér ekki til að segja hvort það
verður í þessari lotu. Það er
heldur ekki skynsamlegt að
taka of stór skref í einu. Hins-
vegar má ekki gleyma því að
það hefur verið rnikil samstaða
meðal þessara sveitarfélaga hér
á Snæfellsnesi og þau hafa ver-
ið að vinna vel saman. Menn
verða síðan að meta það hvort
þeir vilja áframhaldandi sam-
starf um einstök verkefni eða
ganga alla leið.“
Slökkviliðsstjórinn
Þótt það ætti að vera nægt
verkefni fyrir einn mann að
baka brauð ofan í íbúa Snæ-
fellsbæjar og ráðskast með
hagsmuni þeirra innan bæjar-
stjórnarinnar þá hefur Jón Þór
ekki látið sér það nægja því
hann hefur einnig stjórnað
slökkviliði Snæfellsbæjar síð-
astliðin 14 ár. ,Já ég er búinn
að vera í slökkviliðinu síðan ég
var 19 ára og ég sé ekki eftir
því. Þetta er mjög skemmtileg-
ur félagsskapur og þetta starf
gefur mér mjög mikið. Eg
neita því að vísu ekki að þetta
er tímafrekt og ég hef varla
tíma aflögu í þetta með öðru.
Þessvegna er ég tvívegis búinn
að reyna að hætta en ekki
gengið ennþá. I annað skiptið
hótuðu allir í slökkviliðinu að
hætta ef ég segði af mér þannig
að ég hangi í þessu ennþá.
Þetta er býsna erilsamt, það er
ekki hægt að neita því og mað-
ur verður að bíða með það að
sofa þangað til maður verður
gamall. Það er alltaf verið að
bæta meiri og meiri ábyrgð á
slökkviliðin og slökkviliðsstjór-
ana og það er á mörkunum að
það sé hægt að sinna þessu í
hlutastarfi þótt það kvikni sem
betur fer ekki í á hverjum degi.
Þetta ár hefur samt verið eril-
samt hjá okkur, tveir stórbrun-
ar þar á meðal. Menn átta sig
líka ekki alltaf á því að það er í
raun erfiðara að sinna þessu í
hlutastarfi því menn eru
kannski ræstir út eftir langan
vinnudag og þurfa síðan að
standa þar til allt er afstaðið og
þá er þetta kannski orðin býsna
löng törn, enda eru dæmi um
að menn hafi sofnað standandi
við slönguna. Eg held samt að
við getum verið bærilega sáttir
enda er ég með feykigóðan
mannskap og það eru strákarn-
ir sem eiga allan heiður skilinn
fyrir það hvað okkur hefur tek-
ist vel upp. Eg er hinsvegar
bara bakari þannig að það er þá
hægt að hengja bakara fyrir
slökkviliðsmann ef eitthvað fer
úrskeiðis,11 segir Jón Þór og
hlær.
Engin leið að hætta
Þótt slökkviliðsmenn séu yf-
irleitt ekki í sviðsljósinu nema
þegar einhversstaðar er að
brenna og þá helst þegar allt
skíðlogar þá segir Jón Þór að
það séu útköllin sem enginn
tekur eftir sem gefi þessu starfi
gildi. „Það gefur manni miklu
meira þegar ekkert verður úr
því sem leit kannski illa út. Eg
á við þegar við náum að
slökkva eldinn áður en hann
nær að breiðast út og verða að
einhverju alvöru eða þegar
búið er að slökkva áður en við
komum á staðinn. Það er ekki
skemmtilegt að horfa á hús
brenna til kaldra kola og
svekkja sig á því að maður get-
ur ekkert gert til að bjarga
verðmætum. Það er þó sérstak-
lega ef það eru heimili og fólk
eðlilega niðurbrotið en það
getur verið mjög ónotalegt.“
Jón Þór segir að hann sé ekki
alveg hættur við að hætta þrátt
fyrir að það hafi ekki tekist
enn. „Það togast svona á í
manni. Eg vil alveg halda
áfram en ég er líka til í að gefa
öðrum kost á að spreyta sig. Eg
neyta því heldur ekki að ef mér
gæfist kostur á að sinna þessu í
fullu starfi þá myndi ég alla-
vega hugsa mig tvisvar um áður
en ég hafnaði því.“
Góðir hlutir
gerast hægt
Aðspurður um framtíðina í
pólitíkinni segisti Jón Þór ekki
vera búinn að gera áætlanir
lengur en út kjörtímabilið.
„Það er mjög gaman að taka
þátt í þessu ekki síst af því
maður hefur trú á þessu samfé-
lagi og er sannfærður um að
það á mikla framtíð fyrir sér.
„Það er að vísu erfitt að eiga
sér stóra drauma því það er
ekki auðvelt fyrir landsbyggð-
ina að keppa við höfuðborgar-
svæðið. Það sem við þurfum
kannski á að halda hér öðru
frernur er fjölbreyttara at-
vinnulíf. Þar munar reyndar
mikið um ferðaþjónustuna sem
er ört vaxandi og það á stuttum
tíma. Eg man eftir því að þeir
sem voru að fikta við ferða-
þjónustu voru taldir skrítnir og
það hlutu að vera einhverjir
sem voru sjóveikir og þoldu
ekki við úti á sjó. Það má þess-
vegna segja að við höfum setið
á gullnámu án þess að nýta
hana enda er það að koma í ljós
eftir að menn fóru út í ferða-
þjónustuna af einhverri alvöru
þá flykkist fólk hingað í stórum
hópum. Þjóðgarðurinn og
samstarfið um vottun Green
Globe samtakanna eiga líka
eftir að vega þungt varðandi
framtíð Snæfellsness sem
ferðamannasvæðis. Eg get því
ekki verið annað en bjartsýnn
og það hefur verið stígandi upp
á við hér á Snæfellsnesi en góð-
ir hlutir gerast hægt,“ segir
bakarinn, brunavörðurinn og
bæjarstjórnarmaðurinn Jón
Þór Lúðvíksson að lokum.
GE
Ólína Björk Kristinsdóttir og Jón Þór fagna hér úrslitum bæjarstjórnakosninga í Snæfellsbæ 1998