Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2004, Side 50

Skessuhorn - 21.12.2004, Side 50
50 ÞRIÐTUDAGUR 21. DESEMBER 2004 ^&£ssunuw Kveðjur úr héraði Það er gamall og góður siður að senda jóla- bréf, en það er nokkurskonar ítarefni með jólakortum, þar sem auk þess að senda jóla- kveðjur eru sagðar helstu íréttir úr sveitinni. Skessuhom ákvað því að leita til nokkurra val- inkunnra Vestlendinga úr öllum hlutum land- hlutans og biðja þá að senda lesendum Skessuhoms nokkurskonar jólabréf og kunn- um við þeim miklar þakkir fyrir. Gott ár í Borgamesi Kveðjafrá Borgamesi Héðan úr Borgarnesi er allt gott að frétta. Mikið er byggt af atvinnuhúsnæði núna og er það mjög af hinu góða. Einnig er verið að byrja á byggingu fjölbýlishúss á lóðum gamla VlS-hússins og Skátahússins, en það verður flutt niður við Skallagrímsgarð. Þá eru skóli, íþróttahús, skátar og tónlistar- skóli nánast komnir á sama stað í bænum. Það gleður mig mjög að skátastarfið er að eflast hér í bæ. Borgfirðingahátíðin var á sínum stað en við vorum frekar óheppin með veðrið í þetta sinn. Mjög áhugaverð verslun- arsýning var í pakkhúsinu suð- urfrá. Þremur hlöðnum vörð- um var komið hér fyrir í Borg- arnesi með upplýsingum úr Egilssögu og er það frábært framtak hjá þeim í Landnáms- setrinu. Nú á haustdögum blésu tveir framtakssamir Borgnesingar til Sauðamessu sem hófst með því að sauðfé var rekið niður Borgarbrautina til réttar á „Rauða torginu“ svokallaða. Síðan rak hver uppá- koman aðra og var þetta mikil og góð skemmtan, sem dróg til sín þúsundir manna. Vonum við að Sauðamessan sé komin til að vera. I ágúst voru „Vesturbæjarleikarn- ir.“ Þar er keppt í ó- hefðbundnum íþrótt- um t.d. stígvélakasti, Brákarkasti, rólu- stökki, sviðakappáti o.fl. Að lokum borða svo allir saman holu- kjöt og meðlæti. Þetta árið borðuðum við inni í gamla Samlag- inu og voru menn sammála um að ekki mætti rífa það því að þarna væri komið félagsheimili Vest- urbæinga. Gamla sláturhúsið við Brákarbraut var rifið í sum- ar, nú sést það best að ekki var til einskis barist þegar menn björguðu brúnni á sínum tíma. Hollvinasamtök Englendinga- víkur hafa staðið í endurbygg- ingu á efra pakkhúsinu og er það langt komið og þá er bara að byrja á neðra húsinu. Hjá mér hefur árið verið við- burðaríkt. Fjölskyldan stækk- aði og við bættist tengdadóttir og tvö barnabörn svo þetta hefur verið mikið gæfuár hjá mér og mínum. Eg vona að Vestlendingar og landsmenn allir eigi góð og friðsæl jól og að komandi ár verði okkur öll- um gott og gæfuríkt. Jólakveðja úr Borgarnesi, Ingibjörg Hargrave. Litríkt mannlif og vöxtur í þjónustu Eftir því sem nær dregur jól- um og daginn styttir fjölgar ljósunum og sköpunargleði Dalamanna fær að njóta sín. Það er orðinn árlegur viðburð- ur að veita þeim viðurkenningu sem þykja hafa fallegustu jóla- skreytinguna á húsi sínu það árið og hvetur þetta Dalamenn að vanda vel til verksins. Hefur þetta endurvakið „rúntinn," þar sem fólk ekur um bæinn á kvöldin og skoðar skreytingar. Sá staður, sem gestafjöldi eykst hvað mest á fyrir jólin, er Hér- aðsbókasafnið. Ekki er það margt sem fæst ókeypis á þess- um tímum en Dalamenn njóta þess eitt árið enn að fá bækurn- ar frítt að láni og er boðið upp á allar nýjustu jólabækurnar á safninu. Er þetta í takt við Grunnskólann í Búðardal, sem nú á vetrarmánuðum er í átaki að bæta læsi meðal nemenda skólans. Hafa börnin verið hvött með einum eða öðrum hætti til lesturs og heimsóknir þeirra á bókasafnið hafa aukist. Kom til góðrar samvinnu skól- ans og heimila í héraðinu og foreldrar barna komu í heim- sókn og lásu upphátt íýrir nem- endurna. Það var áfall fyrir marga þeg- ar að það lá ljóst fyrir að ekki yrði slátrað í Búðardal í haust og hafa stjórnendur ásett sér að leita allra leiða til að rekstri slát- urhúss verði haldið áfram hér í náinni framtíð. Gleðitíðindi voru að ákveðið var að hefja rekstur Ungmenna- og tóm- stundabúða að Laugum fýrir ungmenni á aldrinum 14-15 ára. Samningur var undirritaður með viðhöfn þann 11. ágúst sl. og fáum við svo að sjá ung- mennin á nýja árinu. Skipað hefur verið í Jörva- gleðinefnd, sem hefur það hlut- verk að stjórna Jörvagleðinni, sem haldin verður á Góunni. Þetta er menningarviðburður með ýmsum uppákomum, leik- félagið setur upp leikrit og end- ar hátíðin á stórdansleik sem mun vera öllu siðsamari en þeir voru fýrir 1708 áður en Jörva- gleðin var aflögð fýrir siðasakir. Þá dönsuðu menn víkivaka í Haukadalnum líkt og færeyski danshópurinn gerði á Eiríks- stöðum í sumar og sömdu þeir ljóðabálk, tuttugu erindi, um Eirík rauða sem Dalamenn eiga vonandi eftir að dansa á kom- andi ári. Hestamenn fagna gerð nýs reiðvallar í Búðardal og reið- vega sem búið er að leggja víðs- vegar um Dalina og kemur það á móts við vaxandi fjölda hópa hestamanna sem leggja leið sína um Dalina á sumrin. Ferða- Kveðjajrá Dölunum mennskan er orðinn stór þáttur hér í Dölum og hefur tími ferðamannsins lengst þar sem innlendir hópar hafa sótt hing- að haustmánuðina í óvissuferð- ir. Einn þessara hópa voru Lionsmenn af Alftanesi og kon- ur þeirra. Voru þeir hrifnir af þeim möguleikum sem við höf- um upp á að bjóða. Þeir komu frá Brú og yfir Haukadalsskarð, að Eiríksstöðum í sögustund. Þá var Mjólkurstöðin heimsótt en hún varð 40 ára á árinu. Var síðan ekið um söguslóðir Lax- dælu og gist á fjögurra stjörnu hóteli á Laugum. Þar var dans- að og sungið við undirleik heimamanna. Mikil ánægja ríkti í hópnum með þessa ferð og töluðu þeir um að „erfitt yrði að toppa hana að ári.“ Svona um- mæli eru hvetjandi og fær fólk til að opna augun fýrir þessari vaxandi atvinnugrein sem er komin til að vera hér í Dölun- um. Mjög góð þátttaka var á hinu árlega jólahlaðborði. Búið er að tendra ljósin á jólatrénu í bæn- um og jólamessur framundan. Er óhætt að segja að Dalamenn séu komnir í jólaskap. Jólakveðjur úr Haukadalnum, Helga Agústsdóttir

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.