Skessuhorn - 21.12.2004, Side 57
.«vr.33unw..-
ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004
57
Fyrst Náð og Friður frá Guði Föður vorum og Drottni Jesú Kristi, bæði þjer, ritstjóri góður, og þeim öðrum, er lesa kunna. Amen.
Þú vildir fá hómilíu handa þjer og lesendum undir jólin. Mín reynzla er sú, að flestum týnist það, sem borið er í fólk á þessari yfirstandandi annatíð,
einkum þegar ónýtum kennimanni er það erindi falið. Sjálfur les eg við tímamót kirkjuársins predikanir Hómilíubókar og gagnast þær yfirleitt betur en
aldarfarsræðningar þess kennilýðs, sem á yfirstandandi tíð erfiðar að Guðs erindi. Þú vildir fá hómilíuna eigi síðar en að imbrudögum. Eg fæ þjer og þín-
um ræðu predikara Hómilíubókar um imbrudaga hald og erindi þeirra. Þar er gagnlegri predikun en nokkuð það, er eg gæti sjálfur sagt, en það þarf að
lesa með athygli. Eg hefi fært textann ögn nær því, sem nú mun vera við alþýðusmekk, en varla svo að mjög spilli. Njóttu svo heill og þeir aðrir með þjer,
sem verðugir reynast þessari ræðu. G.W.
Sr. Geir Waage, sóknarprestur í Reykholti.
Imbrudaga hald og mál
Móises bauð Gyðingum að halda imbrudaga ferna á hverjum tólf mánuð-
um, eina um vor, en aðra um sumar, hina þriðju um haust, fjórðu um vetur.
A hverri tíð þessa fjögurra bauð hann lýð sínum þriggja daga föstu, en það
verða tólf dagar allt saman, því tólf mánuðir eru í tveimur misserum. Hann
setti föstu þá til árs, að menn skyldu biðja Guð miskunnar, að hann gæfi
regn á jörðina og ávöxt þann, er alþýðan mætti bjargast við. Imbrudagar á
vetur eru til þess settir, að Guð láti eigi svo mikinn þela verða í jörðu, að
eigi megi sáði niður koma. Imbrudagar um vor eru til þess settir, að Guð
láti sáð rætast í jörðu og upp renna, er hann lætur fyrst sáið verða í jörðu.
Imbrudagar um sumar eru til þess settir, að sá akur rætist og ffævist til
skurðar, er Guð lét sáinn verða og upp renna. Imbrudagar um haust eru til
þess settir, að Guð láti hirðast og haldast uppskorið korn af akri þeim, er
hann lét vaxa og frævast. En öll boðorð, þau er í hinum fornu lögum voru
boðin líkamlega, veita oss mikla hjálp, ef vér skiljum þau andlega. Fernir
imbrudagar merkja boðorð fjögurra guðspjalla. Þrír imbrudagar fjórum
sinnum haldnir merkja þrenningartrúu þá, er oss er sýnd í fjórum guðspjöll-
um. Tólf samtaldir imbrudagar merkja kenning tólf postula. Sá heldur and-
lega imbrudaga, er varðveitir þrenningartrúu og gerist hlýðinn boðorðum
fjögurra guðspjalla og kenningum tólf postula. En það er fasta, dag og nótt
að varna við allri heims ágirni rangri í farsælum og sjá við óþolinmæði í
meinum.
Þessa imbrudaga skal halda um vor og um sumar, um haust og vetur. Vor
merkir æsku vora, því að í æsku þróast líkamsafl, sem sólargangur um vor.
Sumar merkir fulltíða aldur, því að þá hefur líkamur allt afl sitt sem sumar
allan sólar hita. Haust merkir elli, því að svo þverr líkamsafl við elli sem sól-
argangur um haust. Vetur merkir örvasa aldur, því að þá er líkamur þrotinn
að öllu afli og hita sem vetur er sóllaus og kaldur. En sá heldur réttlega alla
imbru daga, er trúlega þjónar boðorðum Guðs í æsku og á fulltíða aldri, í
elli og á örvasa aldri. Enn má þetta mál skilja á annan veg: Eins og imbru-
dagar voru settir forðum til líkamlegs árs á jörðu, svo skulum vjer nú halda
þá, að vjer náum andlegu ári í hjörtum vorum. Svo sem imbrudagar um vet-
ur eru haldnir, til þess að Guð færi þela úr jörðu, svo að sáð megi niður
komast, svo skulum vér nú halda þá hina sömu imbrudaga, að Guð færi úr
brjósti voru grimmleiks frost og öfundar þelu, svo að orðasáð hans megi
koma í hjörtu vor. Þá kemur orðasáð hans í hugskotsjörð vora, er vér girn-
umst að heyra kenningar og rekum frá oss illsku kulda.
En hvað stoðar að heyra Guðs orð, nema vér varðveitum þau í minningu?
Af því höldum vér aðra imbru daga, til þess að Guð láti rætast í minningu
orðasáð sitt, það er hann sáði í hjörtu vor. Þá rætist orðasáð Guðs, er vér
leggjum elsku á kenningar hans og sýnum svo sem upprennananda akur af
Guðs sáði, það er vér sækjum oft til bæna og til kenningar. En þá stoða oss
bænir til heilsu, ef vér þægjum þær Guði með góðum verkum vorum, því að
til þess eru kenningar kenndar, að líf vort batni af þeim.
En af því höldum vér hina þriðju imbrudaga, að Guðs akur frævist, sá er
rættist og upp rann í hjörtum vorum. Þá frævist akur Guðs í brjósti voru, ef
vér færum Guði ávöxt góðra verka af kenningum þeim, er vér heyrðum og
elskuðum af hlýðni. Þá eru góð verk vor Guði þæg, ef vér hirðurn þau í lít-
illæti og höldum þeim allt til dauðadags.
Af því höldum vér hina fjórðu imbrudaga, að hirðast megi góðgjörning-
ar vorir í lítillæti og í staðfesti, þeir er frævðust af orðum Guðs að eigi bæri
frá oss ofmetnaðar veður ávöxt þann, er vjer sömdum í góðum verkum.
Ef vér höldum imbru daga á þessa lund, sem nú er tínt, þá mun Guð gefa
oss ár og frið á jörðu, en leiða oss eftir dómsdag í eilífa dýrð með sér á
himna. Amen.
Höfundur var kennimaður á 12.öld eða eldri.