Skessuhorn - 21.12.2004, Qupperneq 58
58
ÞRIÐTUDAGUR 21. DESEMBER 2004
^nllsainuK.
lÁiHtiht'uiié
Brennir hjalla gtjótið grett
Höskuldur
Einarsson var
fæddur á Finns-
stöðum í
Köldukinn 23.
nóvember 1906
og voru foreldr-
ar hans þau
Einar Arnason
og Kristjana
Sigfúsdóttir. A
þeim tíma þótti
í nágrenni hans jafn sjálfsagt að krakkar
lærðu vísur og kynnu undirstöðuatriði
vísnagerðar eins og að þau lærðu að lesa
enda taldi Höskuldur sig ekki muna
lengra aftur en það að fólkið í kringum
hann var að yrkja vísur og hlægja að vís-
um. Eins og gengur var þá eins og enn i
dag hlegið mest að þeim vísum sem voru
svolítið ljótar og mun Höskuldur ekki
hafa farið alveg á mis við þann hugsunar-
hátt. A þeim árum sem sóknarpresturinn
var að fræða hann og jafnaldra hans í
fermingarundirbúningi um sköpun
heimsins varð þessi vísa til:
Varla trúi ég öllu enn
sem abrir kalla fullan sann.
Eg get ekki skiliö góðir menn,
að Cuð hafi skapað andskotann.
Haustið 1926 urðu þau kaflaskil í lífi
Höskuldar að hann hefur nám í Al-
þýðuskólanum á Laugum og kynnist
þar Sólveigu Bjarnadóttur frá Vatns-
horni sem leiddi til samfylgdar þeirra
meðan bæði lifðu. Vorið 1929 heíja þau
búskap á Sigríðarstöðum í Ljósavatns-
skarði en ýmsir örðugleikar urðu þar á
vegi þeirra og þau ílytja sig vorið 1931
á hálfa Birningsstaði í sömu sveit en
vorið 1933 suður í Vatnshorn í Skorra-
dal, föðurleifð Sólveigar þar sem þau
bjuggu til 1961. Þar með var Höskuld-
ur kominn á þá jörð sem hann var jafn-
an síðan kenndur við og margir sem
könnuðust aðeins við hann sem Hösk-
uld frá Vatnshorni. Ekki mun Höskuld-
ur hafa verið mjög gjarn á að fara með
vísur sínar fýrir nágranna sína og hef ég
grun um að margt af þeim hafi dreifst
fýrst og fremst með Sigurði frá Brún
sem um hríð var barnakennari í Skorra-
dal og víðar í Borgarfirði og aldavinur
Höskuldar. Eitt sinn er Sigurður var að
fara í jólafrí til Reykjavíkur úr barna-
kennslu í Borgarfirði gisti hann hjá vini
sínum sem þótti ferðalagið á margan
hátt fýrirhyggjulítið og kvaddi vin sinn
suður á Botnsheiði með þessum orð-
um:
Ef að frysi upp á heiði allt þitt
ijóðaspaug
án yfirsöngs og moksturs vígðra presta.
Menn kynnu að sjá í
kvöldrökkrinu kjálkalangan draug
sem kvœði vísur bœði um menn
og hesta.
Vissulega er gott að halda vel utanum
hvað sagt er og ástæðulaust að tíunda eig-
in yfirsjónir enda kvað Höskuldur:
Lítið segja maður má
margra eyru hlera.
Skýra eigin skömmum frá
skyidi enginn gera.
Löngu síðar bætti hann um betur:
Sálin er veik og röddin rám,
rétt svo ég ekki þegi.
Þó er sagt að ég kveði klám
á hverjum einasta degi.
Hestamennskan var Höskuldi í blóð
borin enda dóttursonur Sigfúsar á Hall-
dórsstöðum. Margar af hans snjöllustu
vísum eru einmitt hestavísur og þó bú-
skapurinn setji mönnum alltaf vissar
skorður er löngunin á sínum stað:
Þráin geymist aiitaf ung
án þess heimur viti,
út að teyma alinn lung,
öllu gleyma striti.
Skorradalsvatn á ís er ekki amalegur
reiðvöllur og tilhlökkunarefni á fögrum
vetrardegi:
Sléttur ísinn blikar blár,
bjarmalísa glceðist.
Léttur frísar kvikur klár,
kannske vísa fæðist.
Og í smalamennskum eða öðrum
snúningum sem urðu margir á hestbaki
áður en vegasamband komst á var ekki
verra að vera á röskum hesti:
Rennur fjallaleiðir létt
lappasnjalli kallinn.
Brennir hjalla grjótið grett,
geisiar allur hallinn.
Og önnur sem mun vera ort við Sigga
Brúnar:
Merum gleymir Siggi seint
suma dreymir hesta.
Erum heima bundnir beint,
baslið geymir flesta.
Margar af þekktustu vísum Höskuldar
voru skammavísur um Húnvetninga en
hitt flaut sjaldnar með að þær voru yfir-
leitt ortar í gríni við Sigurð frá Brún enda
sagði Höskuldur á seinni árum sínum.
„Alltaf hefur mig langað til að gera eina
virkilega ljóta vísu um Húnvetninga.“ Og
Sigurður svaraði að bragði „Ef þér skyldi
nú takast það ætla ég endilega að biðja
þig að lofa mér að heyra hana.“ Jónas ffá
Hriflu lét sér einhverntíma um munn
fara að hann hefði aldrei hitt heimskan
Húnvetning. Þetta var náttúrlega of góð
seming til að Llöskuldur léti hana ónot-
aða og kvað:
Húnvetninga þá ég þekki,
þrjátíu svona hérumbil,
sem Hriflu jónas hafði ekki
hugmynd um að væru til.
Oðra sinn þegar hann þurfti að stríða
Sigurði vini sínum:
Ýmsa geymir eilíf þögn,
aðrir gæta vandans.
Þér hefur miðað alltaf ögn
afturábak til fjandans.
Það var líka nauðsynlegt að vera illa við
einhvem:
Ýmsir níða andstæðinga,
oft var hrekkjum beitt.
Eg vil hata Húnvetninga
heldur en ekki neitt.
En ekki voru allar vísur sem fóru milli
þeirra félaga með þessu svipmóti saman-
ber eftirfarandi:
Að mér þóknist þetta og hitt,
það er misskilningur-,
þó mér geti stundir stytt
stöku Húnvetningur.
Eitt sinn að sumarlagi er Sigurður gisti
hjá vini sínum tapaðist reiðbeisli Sigurð-
ar og fannst ekki þrátt fýrir talsverða leit.
Leið nú á annað ár þar til að einn sonur
Höskuldar gekk fram á beislið og settist
þá Höskuldur niður og ritaði Sigurði
bréf:
Beislið er fundið, brunnið leður,
brúnar stengur af ryði,
minnir þó enn á maí veður
mettað af fuglakliði,
fallegar merar, folöld skjótt,
fáka með strengda kviði,
fannst mér í gær og fram á nótt
sem fram hjá mér þetta liði.
Einn vetur var Sigurður vetrarmaður
norður í Vatnsdal. Einhverjum sögum fór
af veru hans þar en þó Sigurður væri
greindur maður og gegn og hrossglögg-
ur í betra lagi mun hann hafa verið með
afbrigðum óglöggur á sauðfé, auk þess
vanari barnakennslu en fjármennsku og
fremur ólagvirkur. Höskuldur orti rímur
af Sigurði og birtast hér sundurlaus brot
úr fjármannsrímu:
Fjárgœsla er fjandans níð.
Frosthörkur og byljatíð,
tilhleypingatusk og stríð
tekur á menn fyrr og síð.
Vondur þykir vatnsburður,
verður maður klökugur,
fannbarinn og fúllyndur,
fjarskalega orðljótur.
Fríðar rollur ferhyrndar
fara upp í hlöðurnar
og þó ég bindi breddurnar
brokka þœr samt um geilarnar.
Skil ég aldrei skáldlegt raus
um sköpulag á kindarhaus,
sauðskepnan er sálarlaus
og sauðþráinn er dœmalaus.
Er þó fleira örðugt hér,
eitt ég dœmi segi þér:
Þegar ég vatna ánum er
ofan í brunninn hópur fer.
Ég má hafa árvekni
ávallt þar í holunni,
og betra að neita bragðflýti
að bjarga mörgum drukknandi.
Of langt mál yrði að tíunda hér meira
úr þesum ffæðum þó margt sé þar at-
hyglisvert að finna en til að bregða aðeins
öðru ljósi á vináttu þeirra er hér síðasta
vísa Höskuldar til Sigurðar, ort að
morgni þess dags er Sigurður lést:
lllt þó finnist oft mitt grín
eftirminnilega,
þegin kynni þín og mín
þakka ég innilega.
Og að Sigurði látnum orti Höskuldur:
Brúnar rætur, blóm og frœ
bjartar nœtur kvað hann,
eg í sætið engan fœ
er mér bœtir skaðann.
Þó að allt sé kvitt og klárt
er kemur að hinsta brottflutningi
getur maður saknað sárt
Svartdœlings úr Húnaþingi.
En lífið var ekki bara spjall og gaman-
mál við Sigurð ffá Brún. Oþurrkasumur
komu líka og þá var um að gera að sjá þau
ffá réttu sjónarhorni:
Lán er að fá að lifa og njóta
Iffsins hér í votri gröf.
Dýrðlegt er af drottni að hljóta
drullu strax í vöggugjöf.
Móðir Höskuldar var mikil kaffimann-
eskja og vildi sterkt kaffi en ekkert nær-
buxnavatn:
Mér er svona kaffi kært,
kostum búin vara,
sem er eins og samanhrært
sót og blek og tjara.
Halldór Pálsson var sem kunnugt er
mikill ræktunarmaður og áhugamaður
um Hestsbúið og þá ekki síður sauðfjár-
sæðingar en annað og prédikaði óspart
gildi ræktunarstarfsins enda sá Höskuld-
ur einhverntíma ástæðu til að yrkja:
Myndi glœðast gagnsemi,
góðbörn fœðast þjóðinni,
fleiri bæði og fallegri
fengist sæði úr Halldóri.
Bóndi einn í nágrenni Höskuldar fékk
eitt sinn sauðarskudda veturgamlan suð-
ur í Svarthamarsrétt á Hvalfjarðarströnd.
Brá honum nokkuð við og taldi sig enda
ekki hafa átt þar fjárvon og varð það til-
efni eftirfarandi:
Sitt er bóndinn sauðarval
sá í lögréttunum.
Svipur, litur, tónn og tal
tók allt breytingunum.
Um fárra ára skeið bjó maður í Skorra-
dal er Björn hét og var heldur gott með
honum og Höskuldi. Vildi honum það til
að hann var staðinn að hirðusemi fram
yfir það sem æskilegt þótti og mun það
hafa ýtt undir brottflutning hans. Ekki
mun hann þó hafa verið einn hirðumað-
ur þar í sveit enda orti Höskuldur að
honum brottfluttum:
Minnast skulu mælgisþý
mannorði hans er láguð í.
Þó eitthvað hverfi enn á ný
ekki hefur Björn minn stolið því.
Um mann nokkurn sem þótti vænt urn
peninga og kveið því að þeir yrðu honum
ekki svo fýlgispakir sem skyldi kvað
Höskuldur:
Þjáður ótta um eigin hag
andans flóttamaður.
Hverja nótt og nýtan dag
nirfilssóttþvingaður.