Skessuhorn - 21.12.2004, Síða 59
jnLðsunuu.
ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004
59
Hestamaður einn í héraðinu hélt upp á stórafmæli sitt og gerði
það verklega. Komu menn ríðandi um nokkurn veg til veislunnar
en að henni aflokinni sá Höskuldur til mannaferða og og að þar
myndu veislugestir vera á heimleið. Sýndist honum að sumir fær-
leikarnir heíðu fengið nægilega hreyfingu í bili:
Halda í lestum heim til sín
heibursgestir núna.
Þetta eru flestallt fyllisvín
meb ferbahesta lúna.
Fyrsta vorið sitt í Reykjavík undi Höskuldur misjafnlega hag
sínum og orti einn yndislegan vordag:
Einn ég skima allt í kring,
- er nokkur ab kalla?
Þab er ab grœnka lauf og lyng
í lautunum upptil fjalla.
Þá gat verið dægrastytting að skrifa vinum sínum í sveitinni og
segja fréttir úr höfuðborginni:
Mörg er lagleg lipurtá
sem labbar hér um bceinn.
Uppundir ég eina sá
úti á götu um daginn.
Ein á mínum vegi varb
vœnleg hringaþöllin.
Ég sé í anda Sœluskarb
og Sokkabandafjöllin.
Fullorðin kona sem heyrði þessi örnefni kannaðist ekki við að
hafa heyrt þau áður og taldi að þau mundu vera í Þingeyjarsýslum
og munu þau vafalaust finnast þar sem víðar. Eftir að Höskuldur
fluttist til Reykjavíkur var hann um tíma verkstjóri hjá Reykjavík-
urborg við viðhald og nýsmíði á leikvöllum borgarinnar. Eitt sinn
voru þeir félagar kvaddir til starfa að Silungapolli en þar réði þá
ríkjum kona sem Sigríður hét. Hafði hún ýmsar skoðanir á verk-
lagi þeirra og sá ekki ástæðu til að fara dult með þær enda gekk
þeim illa að skila verki svo henni líkaði. Þegar þeir félagar voru að
yfirgefa vinnustað að loknu dagsverki þurfti Höskuldur að snúa til
baka eftir verkfærum en þegar hann kom aftur að bílnum segir
hann:
Sœlt er ab hafa nú Sigríbi kvatt
og sjá hana hvorki né heyra.
Því varb ég feginn, ég segi þab satt.
- Ég svoleibis gat ekki meira!
Síðustu ár sín lifði Höskuldur á Dvalarheimili aldraðra á
Blönduósi og var þar með orðinn Húnvetningur. („Það sem að
helst hann varast vann, varð þó að koma yfir hann.“) Ekki veit ég
hvort hann var kominn þangað þegar eftirfarandi vísa varð til:
Ört mér gerir aldur skil,
óbum röddin dvínar
og nú eru farnar fjandans til
framtennurnar mínar.
Höskuldur andaðist 11. mars 1981 og látum við þættinum lok-
ið með vísu sem hann skrifaði á mynd af sér og gamla Grána:
Þegar endar œviskeib
opnast vegir þrábir.
Hinumegin heim á leib
höldum vib svona bábir.
Með þökkfyrir lesturinn
Dagbjartur Dagbjartsson
Refsstöðum 320 Reykholt
S 435 1367 og 849 2715
dd@hvippinn.is
Auk munnlegra heimilda er stuðst við Borgfirskar æviskrár,
bókina Svipþing eftir Svein Skorra Höskuldsson og viðtal og grein í
sunnudagsblaði Tímans 1965.
S
Attræð og eldhress:
Jóhanna Olafsdóttir á
6 afkomendur í landsliðum
í lok októbermánaðar átti
heiðurskonan Jóhanna Olafs-
dóttir frá Beitistöðum áttatíu
ára afmæli. I tilefni dagsins var
haldið kaffisamsæti henni til
heiðurs í sal Grundaskóla á
Akranesi. Mikið var um
myndatökur eins og gengur og
gerist við slík tækifæri og var
þá þessi skemmtilega mynd
tekin af afmælisbarninu með
sex af barnabörnum hennar
sem öll hafa verið eða eru í
landsliðshópum Islands í mis-
munandi íþróttagreinum. Osk-
ar Orn Guðbrandsson og
Garðar Orn Þorvarðarson í
sundi, Arnar Geir Magnússon í
knattspyrnu lögreglumanna,
Agúst Orlaugur Magnússon og
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir í
knattspyrnu og Karitas Osk O-
lafsdóttir í badminton.
Aðspurð segist Jóhanna vera
mjög stolt af þessum krökkum
eins og af öllum hinum afkom-
endunum sínum: „Oll eru þau
mjög dugleg og gengur vel í
lífinu, en mest er um vert að
hafa góða sál í hraustum lík-
ama því þá líður öllum vel.“
Hún segir að lítið hafi farið
fyrir hennar eigin íþróttaafrek-
um um ævina og hennar afrek
hafi aðallega falist í barnaupp-
eldi og bústörfum. Hún og
eiginmaður hennar Oskar
Guðmundsson, sem lést fyrir
allnokkrum árum síðan,
byggðu upp af miklum dugn-
aði jörðina Beitistaði í Leirár-
sveit. Jóhanna sagðist þó hafa
verið talin liðtæk í blaki með
nágrannakonum sínum hér á
árum áður. „Skemmtilegasta í-
þróttaminning mín er þó þegar
ég keppti ásamt fleirum í reipi-
togi á sundlaugarbakkanum við
Heiðarborg á 17. júní hátíðar-
höldunum þegar andstæðing-
arnir voru dregnir í laugina
eftir rnikil átök á bakkanum,“
rifjar Jóhanna upp og bætir við
að eina íþróttin sem hún stundi
núorðið sé spilamennska og
noti hún hvert tækifæri sem
gefist til þeirrar iðkunar.
Jóhanna hefur notað nokkuð
af tíma sínum síðustu ár í að
prjóna lopapeysur sem hún sel-
ur Handprjónasambandinu en
ætlar nú að fara að draga sam-
an seglin í því og prjóna aðeins
á barnabarnabörnin sem fjölg-
að hafi ört á síðastliðnum
árum. Að lokum sagðist þessi
glaðlynda heiðurskona ætla að
standa við orð sín um að hætta
að keyra þegar hún yrði áttræð
og leggja gömlu Lödunni sem
þó hefur þjónað henni bæði vel
og lengi í ferðum á milli staða.
MM
Æk W'
Jóhanna ásamt þeim afkomendum sínum sem þátt hafa tekið í hinum
ýmsu landsliðshópum í íþróttum.
r
Sendum starfsfólki
okkar og
viðskiptavinum öllum
hugheilar jóla- og
nýjársóskir með þökk
fyrir samstarfið á árinu
sem er að líða
Grundarfi rði*'^'
( Samkaup Jstrax)
Segulmiðaleikur
Skessuhorns
j -Ufcfcufeffiur affr'r fyfflfaft weð/
1 Vinningsnúmer 50. tölublaðs er:
4790
Vinningur er 15.000 króna vöruúttekt í
Samkaup-Urval í Borgarnesi eða
Samkaup-Strax á Akranesi eða
Grundavali í Grundarfirði.
*
Avísunfyrir vöruúttekt skal
vinningshafi vitja á skrifstofu
Skessuhorns í síma 433-5500.