Skessuhorn - 21.12.2004, Síða 62
62
ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004
úuo^isiinui.
Nýir kanar í
Hólminn
Eins og fram hefur komið í
Skessuhorni hefur Pierre Green,
annar Bandaríkjamannanna í liði
Snæfells horfið af landi brott. Við
brottför Green komst Snæfell aftur
undir launaþakið en samt voru
menn ekki sáttir þar á bæ. „Við
ætlum að hafa tvo Kana og þess
vegna urðum við að segja
Desmond Peoples upp og ættum
að fá tvo ódýrari f staðinn, “ segir
Báður Eyþórsson þjálfari Snæfells.
Bárður segir að nú þegar sé búið
að ráða Mike Ayns sem kemur
frá Delavere háskólanum f
Bandaríkjunum og ætlunin sé að
finna annan á góðum kjörum á
næstu dögum. GE
Skagamenn tapa
Skagamenn hafa ekki enn náð sér
almennilega á strik i fyrstu deild-
inni f körfuknattleik og aðeins unn-
ið einn leik það sem af er mótinu.
Síðasti leikur ÍA á þessu ári var
heimaleikur gegn Hetti frá Egils-
stöðum og töpuðu Skagamenn
með 86 stigum gegn 92. Þann
fjórða des þurftu þeir gulklæddu að
þola stóran skell í Garðabæ þegar
Stjarnan sigraði ÍA 101 -64.
GE
Snæfell þarf
fleiri stig
Þrátt fyrir að allir séu jafnir eru
sumir jafnari en aðrir. Það er al-
þekkt staðreynd og gildir meðal
annars í úrvalsdeildinni í
körfuknattleik í ár.
Eins og fram hefur komið þarf
Snæfell að greiða sekt fyrir að fara
yfir margumtalað launaþak en það
er ekki eina refsingin því ef liðið
verður í efsta sæti deildarinnar f
vor með jafnmörg stig og liðið f
öðru sæti þá dugir það ekki fyrir
Snæfellinga að hafa betra skor. Ef
staðan verður t.d. eins og hún er
núna, Snæfell í efsta sæti og
Keflavík og Njarðvfk þar á eftir, öll
með jafnmörg stig, þá færist Snæ-
fell f þriðja sætið. Þetta þýðir með
öðrum orðum að Snæfell þarf að
hafa meira fyrir deildarmeistaratitl-
inum en öll önnur lið f deildinni.
GE
Staðan í úrvals-
deildinni í
körfuknattleik
Félag L U T StigStig
1. Snæfell 11 8 3 982:906 16
2. Keflavík 11 8 3 982:862 16
3. UMFN 11 8 3 1020:880 16
4. Fjölnir 11 7 41021:1003 14
5. Skallagr. 11 7 4 948:910 14
6. ÍR 11 6 5 1020:987 12
7. UMFG 11 6 5 1004:999 12
8. HamVSelf.11 5 61001:1061 10
9. Haukar 11 4 7 948:941 8
10. KR 11 4 7 936:949 8
11. Tindast. 11 3 8 916:1048 6
12. KFÍ 11 011 934:1166 0
Staðan í 1. deild í
körfuknattleik
Félag L U T StigStig
1. ÞórAk. 9 8 1 841:629 16
2. Stjarnan 8 7 1 676:597 14
3. Höttur 9 63 734:717 12
4. Valur 8 6 2 690:631 12
5. Þór Þorl. 9 5 4 735:668 10
6. Breiðablik 9 4 5 729:723 8
7. ÍS 9 4 5 683:743 8
8. Drangur 9 2 7 645:711 4
9. ÍA 9 1 8 613:778 2
10. Árm./Þrótt9 1 8 657:806 2
Auðveldur sigur hjá Snæfellingum
Snæfellingar tylltu sér á
toppinn í úrvalsdeildinni með
góðum útisigri á Tindastóli
síðastliðinn fimmtudag. Snæ-
fell virðist vera búið að ná sér
þokkalega á strik eftir að hafa
tapað einum að sterkustu
leikmönnunum, Pierre Green
en þeir hafa reyndar fengið
góða sendingu í staðinn því
Helgi Reynir Guðmundsson
er kominn heim í sveitina og
stóð sig með prýði í sínum
fyrsta leik með sínum gömlu
félögum.
Tindastóls-
menn léku vel
framan af og
stóðu vel í deild-
armeisturunum
allan fyrri hálfleik-
inn enda var
staðan jöfn í hálf-
leik, 39 - 39.
í seinni hálfleik
komu Snæfell-
ingar fílefldir til
leiks og völtuðu yfir heima-
menn. í þriðja leikhluta skor-
uðu heimamenn t.d. ekki
nema níu stig en Snæfell 21
og þar með var björninn unn-
inn. Lokatölur urðu síðan 72 -
96.
Desmond Peoples lék sinn
síðasta leik fyrir Snæfell á
fimmtudag og stóð sig með
prýði. Sigurður Þorvaldsson,
Helgi Reynir og Hlynur áttu
einnig mjög góðan leik fyrir
norðan. GE
Tölurnar - Snæfell NrNafn Mín HF STOSTIG
4 Hlynur E Bæringsson 21 18 3 11
5 Ingvaldur M Hafstein 23 3 1 15
6 Bjarne Ó Nielsen 3 0 1 0
7 Sveinn A Davíðsson 8 1 1 3
8 Pálmi F Sigurgeirsso 25 4 6 7
9 Gunnlaugur Smárason 18 2 0 2
10 Gunnar M Gestsson 13 1 0 4
11 Sigurður Á Þorvaldss 26 9 3 16
12 Birkir F Björgvinsso 3 1 0 2
13 Helgi R Guðmundsson 32 5 7 14
14 Desmond Peoples 28 11 0 22
Góður sigur á Isafirði
Jovan Zcravevski skoraði 35 stig á Isafirði en Makedónfumaðurinn
hefur átt frábæran leik með Skallagrími í vetur.
Mynd: Svanur Steinarsson.
Skallagrímsmenn þurftu að
hafa töluvert fyrir sigrinum er
þeir mættu ísfirðingum fyrir
vestan síðastliðinn fimmtu-
dag. ísfirðingar voru ekki með
neina minnimátt-
arkennd þótt þeir
hafi ekki enn
landað stigi f
deildinni og
börðust þeir eins
og Ijón allan tím-
ann en komust
þó aldrei fram úr
Borgnesingum
sem léku vel og
af skynsemi.
Lokatölur urðu
82 - 98.
Bestir í liði Skallagríms voru
þeir Clifton Cook og Jovan
Sadrevski líkt og oft áður í
vetur en aðrir skiluðu sínu á-
gætlega.
Tölurnar - Skallagrímur
Nr Nafn Mín HF STOSTIG
4 Hörður Unnsteinsson 1 0 0 0
5 Clifton Cook 38 9 5 27
6 Ari Gunnarsson 16 1 0 6
7 Pálmi Þ Sævarsson 17 3 1 2
8 Heiðar L Hansson 2 0 1 0
9 Hafþór 1 Gunnarsson 29 2 2 6
10 Nicholas Anderson 36 11 2 16
11 Jón Þ Jónasson 2 1 1 0
12 Ragnar N Steinsson 23 3 3 4
14 Jovan Zdravevski 35 2 6 35
15 Áskell Jónsson 1 0 0 2
Stuðningsmenn Skallagríms hafa argað sig hása hvað eftir annað f vet-
ur með góðum árangri því liðið er enn f toppbaráttunni f deildinni.
Mynd: GE
Sparkað í myrkri
Þeir Kristján og Hinrik, knatttspyrnukappar f Grundarfirði, þurfa ekki
flóðlýsta fótboltavelli til að iðka spark heldur láta þeir sér nægja
skfmuna frá næsta Ijósastaur. Það var heldur ekki komið að tómum
kofunum hjá þeim þegar þeir voru spurðir hverjir væru bestir, „að
sjálfsögðu Grundó!"