Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2004, Side 63

Skessuhorn - 21.12.2004, Side 63
^ssunui. ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004 63 Ætlum langt -segir Bárður Eyþórsson þjálfari Snæfells „Þetta hefur verið í rétta átt, það hlýtur allavega að vera fyrst við erum komnir á toppinn í deildinni," segir Bárður Ey- þórsson þjálfari Snæfells í Stykkishólmi sem kom liði sínu í efsta sæti úrvalsdeildarinnar í síðustu umferð fyrri hluta úr- valsdeildarinnar. „Þetta er mjög ánægjuleg staða, ekki síst þar sem það hefur gengið á ýmsu hjá okkur það sem af er mót- inu. Auðvitað hefur launaþaks- málið sett strik í reikninginn hjá okkur en við vonumst til að nýju erlendu leikmennirnir verði sterkir þrátt fyrir að vera ódýrari en þeir sem við höfðum. Síðan munar að sjálfsögðu mikið um Helga Reyni Guðmundsson en hann stóð sig vel í sínum fyrsta leik með okkur á móti Tinda- stóli.“ Aðspurður um hvort mark- miðið sé að verja titilinn segir Bárður að það sé að sjálfsögðu stefnan. „Við ætlum allavega eins langt og hægt er og við viljum vinna titla, eins marga og mögulegt er. Við rennum hins- vegar svolítið blint í sjóinn varð- andi seinni hluta mótsins. Önn- ur lið eru að stokka upp, eins og Haukar og KR, og við vitum ekki almennilega hvað við fáum sjálfir í þessum útlendingum sem koma um áramótin. Mér sýnist hinsvegar að það verði Suðurnesjaliðin og við sem koma til með að berjast á toppnum. Núna fer fjörið fyrst að byrja og þá skilur kjarnann frá hisminu. Þetta er bara spurning hvaða lið ná að halda haus eftir áramót. Við erum sáttir með okkar stöðu í dag og þurfum bara að mæta enn ferskari til leiks á nýju ári,“ seg- ir Bárður að lokum. GE Erum þokkalega jarðbundnir -segir Valur Ingimundarson þjálfari Skallagríms „Við erum mjög sáttir og þetta er í samræmi við okkar markmið," segir Valur Ingi- mundarson þjálfari Skalla- gríms. Skallagrímur er í fimmta sæti sem stendur, aðeins tveimur stigum á eftir efsta lið- inu og hefur komið einna mest á óvart í úrvalsdeidlinni í vetur. „Við settum okkur markmið á að vera í mesta lagi 2-4. stig- um á eftir toppliðinu um ára- mót og stefnan er sett á úr- slitakeppnina. í heldina er ég líka ágætlega sáttur við okkar spilamennsku. Við höfum að vísu tapað tveimur leikjum sem við áttum að vinna en það eru ekki nema tveir leikir þar sem við höfum verið lélegir, þ.e. á móti Fjölni og Keflavík á úti- velli.“ Valur segir að það sé fyrst í seinni hluta mótsins sem reyni fyrir alvöru á leikmenn. „Við verðum að halda sama dampi áfram og megum ekki stressa okkur á stöðunni. Við erum frekar jarðbundnir held ég, enda þekkir maður það eftir þetta langan tíma í bransanum að dæmið getur snúist við á einni nóttu.“ Eins og kemur fram hér ann- arsstaðar á síðunni en nokkur uppstokkun í gangi hjá sumum liðum í deildinni og þau eru að freista þess að styrkja sig fyrir lokaátökin. Valur segir að slíkt sé ekki í gangi hjá Skallagrími. „Að vísu er ekki útséð með Nick Anderson. Hann hefur átt slaka leiki inn á milli sem er ó- afsakanlegt fyrir atvinnumenn og það verður að segjast eins og er að við áttum von á meiru. Nick er hinsvegar fínn karakter en við þurfum að fá meira út úr honum. Það eru líka fleiri leik- menn sem eiga meira inni og þessvegna er ég ekki smeikur við það þótt önnur lið séu að styrkja sig. Við eigum vonandi einnig tromp á hendi.“ Aðspurður segir Valur að Keflavík og Njarðvík muni verða á toppnum í vor. „Lið eins og ÍR á líka helling inni og vonandi við líka. Það er alla- vega Ijóst að seinni umferðin verður erfiðari. Lykilatriðið fyrir okkur er að vinna heimaleikina og þar stöndum við vel að vígi. Við höfum fengið frábæran stuðning frá áhorfendum og það hjálpar okkur mikið. GE Það er vaskur hópur stúlkna sem æfir knattspyrnu í Grundarfirði. Stelpurnar stilltu sér upp fyrir Ijósmyndara á dögunum en tilgangurinn var að setja mynd af þessum föngulega hópi á dagatal sem selt er til styrktar kvennaknattspyrnunni hjá Umf Grundarfjarðar. Mynd: Sverrir

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.