Skessuhorn


Skessuhorn - 07.03.2007, Qupperneq 30

Skessuhorn - 07.03.2007, Qupperneq 30
4 30 ftífs-sísrTrTísr sfisrjr tífr iveititmi Fullharður Maður nokkur kemur í Kaupfélagið og biður um að fá að skoða brýni. Afgreiðslu- maðurinn tínir fram nokkrar tegundir, leggur á borðið og fer síðan að sinna öðrum við- skipavinum. Um síðir kemur hann aftur til mannsins og spyr hvort hann ætli að fá eitthvað af brýnunum, en maðurinn segist vera hættur við. Fer þá afgreiðslumaðurinn að taka saman brýnin og sér að eitt vantar. Verður honum litið á buxankauf mannsins, sem var illa hneppt. Sér hann þá að eitt brýni gægist þar út. Verður honum þá að orði: „Gott er að hart sé, en er ekki fullhart að hafa það úr steini?" Nokkrar karlrembur fljóta með Af hverju prumpa karlmenn frekar en konur? Svar: Konur geta ekki þagað nógu lengi til að byggja upp nægilegan þrýsting. í upphafi skapaði Guð heim- inn og hvíldist. Þá skapaði Guð manninn og hvíldist. Þá skap- aði Guð konuna. Síðan þá hefur hvorki Guð eða maðurinn getað hvílst! Róni gekk upp að konu á Laugaveginum og sagði: „Eg hef ekki borðað í fjóra daga!“ Konan horfði á hann og sagði: „Eg vildi að ég hefði þennan viljastyrk!" Ekki drukkinn undir stýri Bóndi nokkur norður í landi skrapp á þorrablót, eins og lög gera ráð fyrir. Hann átti gaml- an Willys jeppa sem hann nýtti undir flutninga á sjálfum sér og öðrum. Hinn tryggi vinur var auðvitað fararskjótinn á þorra- blótið og í þetta sinn var far- þegi með, er koma skyldi vin- tmum heim, eftir gleðskapinn. Er bóndinn hafði blótað þorra og hugðist halda heim var bíl- stjórinn stunginn af svo fátt var til ráða annað en að aka af stað sjálfur, með Bakkus innan- borðs. Þeir félagar, bóndinn og Willys eru í góðum gír á heim- leið er allt í einu blasa við þeim blá ljós í fjarska. Nú voru góð ráð dýr. Er laganna verðir mæta bónda er hann gangandi við hlið Willa. Hann hafði snarað bílnum í fyrsta og lága, vippað sér út og var með hend- ina inn um gluggan og stýrði á þann hátt. Svartstakkarnir vildu ekki una þessum klógind- um bónda og fóru með málið lengra. Hins vegar var ekki hægt að hanka hann á því að hafa verið drukkinn undir stýri svo bóndi vann málið. Ekki fleira að ffétta úr sveit- inni að sinni. Umsjón: Bima Konrdðsdóttir MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2007 L»kt.39Unu.. Þetta er ekkert streð, Jyrir Guðjón Fjeldsted! Guðjón Fjeldsted er Borgarnes- ingur inn að beini og hefur alist upp í hringiðu íþróttanna þar frá því hann var hnokki. Það er varla sú íþrótt sem hann hefur ekki komið nálægt og þeirra á meðal eru hlaup, hástökk, spjótkast, kúluvarp og lang- stökk. Einnig stundaði hann knatt- spymu og körfubolta með Skalla- grími ásamt því að ná góðum ár- angri í sundi. Um daginn gerði hann sér lítdð fyrir og sló m'u ára gamalt Islandsmet unglinga í bekkpressu og varð jafnffamt Islandsmeistari ung- linga í krafflyftingum annað árið í röð. Skessuhorn sló á þráðinn til Guðjóns og bað hann að gera örhtla grein fýrir sjálfum sér og hvenær krafflyfdngaæðið hafi náð tökum á honum. Þjálfar sjálfan sig „Eg er fæddur og uppalinn í Borgamesi og er sonur hjónanna Olafs Asgeirs Steinþórssonar og Sigrúnar Símonardóttur. Frá því að ég man efdr mér hef ég stundað alls konar íþróttír og held að áhugi minn á lyfdngum hafi alltaf verið til stað- ar. Það var snemma sem ég fór að sniglast í kringum lyfdngatækin og beið í ofvæni eftír að fá leyfi tíl að byrja að æfa. I kringum sautján ára aldurinn byrjaði ég síðan að dútla við lyftingar, án þess að hafa mikið vit á því hvað ég var að gera tíl að byrja með,“ segir Guðjón, er hann er spurður um upphafið á ferlinum. Hann heldur áfram: „I kringum 2005 byrja ég að keppa fyrir alvöra og efrir að hafa útskrifast frá Fjöl- braut á Akranesi flutti ég mig til Reykjavíkur og hef æft þar síðan.“ Guðjón segist sjálfur sjá um eigin þjálfun en þó fái hann vissulega góð- ar ábendingar frá sér reyndari og eldri mönnum. „Eg hef æft og keppt við hliðina á þessum helstu köppum um hríð og þeir leiðbeint mér með hitt og þetta sem ég hef nýtt mér. Einnig vinn ég sjálfur við þjálfun hjá Gym 80 og nýti reynsluna þaðan jafnframt fyrir sjálfan mig.“ Tvöhundruð kíló markið Guðjón viðtu-kennir að hafa stefht að því um tíma að slá Islandsmet í bekkpressu sem Svavar Einarsson setti á Isafirði fyrir tun m'u árum síð- an. „Það hafa ýmsir reynt fyrir sér með að slá metíð og kannski hleypir það kappi í kinn að talan var slétt 200 kíló. Eg hafði náð þessari þyngd áður á æfingum þrátt fyrir að það tækist ekld á mótunum sjálfum, en slíkt vill stundum gerast, enda stress og álag sem spilar inní þegar á mót er komið. Núna á Islandsmeistar- mótinu var ég ágætlega stemmdur, lyffi 201 kílói og er ósköp feginn að hafa klárað þetta,“ segir Guðjón. A bloggsíðunni http://gaui7. minnisirkus.is/blogg, kemur ffam að Guðjón hefur greinilega sína hjátrú varðandi keppni og undirbúning fyrir þær: „Fólk, þó aðallega kven- fólk, hefur verið að spyrja mig und- Aðalsveitakeppni Bridsfélags Akraness lauk sl. fimmtudag. Sveit Guðmundar Olafssonar bar sigur úr bítum, en auk hans spiluðu í sveitinni þeir Hallgrímur Rögn- valdsson, Eiríkur Jónsson, Arni Bragason, Einar Gíslason og Sig- urgeir Sigurðsson. I öðra sæti í anfarið af hverju í ósköpunum ég raki mig ekki, því ég lít út eins og versti villimaður í augnablikinu. Eg er búinn að safha skeggi í hátt á þriðju viku. Þetta er gamall vani hjá mér, svona hjátrú sem hefur fært mér gæfu og hef ég oftast gert þetta fyrir mót. Eg keppti rakaður síðast og það var alveg ómögulegt.“ Stefnir á Hvanneyri „Ég ætla að halda áfram í kraft- lyftingum, enda gengur mér vel og hef þá trú að ég geti bætt mig enn frekar. Það eru bæði Islandsmeist- aramót á Akureyri og síðan Evrópu- mót í Búlgaríu framundan og von- andi næ ég að sýna mitt besta þar“ segir hann og bætir við: „Annars vil ég hvergi annarsstaðar vera en í Borgarfirði og ráðgeri að stunda nám í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri næsta haust. Ég gæti ekki hugsað mér að setjast að í Reykjavík, enda langbest að vera í sveitinni og þangað stefni ég,“ segir hann ákveð- inn. Guðjón er að lokum spurður út í slagorðin sín sem hann hrópaði upp yfir sig á mótinu þegar nýtt Islandsmet var í höfh: „Þetta er ekk- ert streð, fyrir Guðjón Fjeldsted!" Hann hlær og segir að sú setning hafi hreinlega þurft að flakka, enda hafi hann verið búinn að geyma hana lengi og tilefnið loksins nægi- legt. KH keppninni varð sveit Tryggva Bjarnasonar. Næstkomandi fimmtudag, 8. mars hefst Akranesmótið í tví- menningi og verður spilaður baró- meter. Spilað er sem fyrr í sal eldri borgara að Kirkjubraut 40 og era allir velkomnir að taka þátt. MM SPA styrkir köfunarhóp Sparisjóðurinn á Akranesi færði í vikunni köfunarhópi Björgunarfélags Akraness súr- efnistæki að gjöf. Tækin eru nauðsynleg köfurum enda besta skyndihjálpin sem í boði er við köfunartengdum sjúkdómum. Það var Þorkell Logi Steinsson sparisjóðsstjóri sem afhenti As- geiri Einarssyni hópstjóra kaf- arahópsins tækið að viðstödd- um köfuram hópsins. Asgeir segir þessa viðbót við tækjakost hópsins afar mikilvæga. Hún veiti köfurum hópsins mikla ör- yggiskennd og geri hópnum betur kleift að takast á við þau vandasömu verkefni sem á fjör- ur hans geta rekið. Kafarahópurinn var stofnað- ur fyrir nokkrum árum og hef- ur mikið uppbyggingarstarf verið unnið að sögn Asgeirs bæði í tækjakosti og með þjálf- un og menntun kafara hópsins sem nú era sjö talsins. Hópur- inn æfir reglulega við misjafnar aðstæður og hefur reynsla hans þegar komið að góðum notum. Asgeir segir gjöf Sparisjóðsins mikla viðurkenningu á starfi hópsins og um leið hvatningu til enn frekari dáða við æfingar og uppbyggingu tækjakosts. Hjf Amór gerir það gott í Hollandi Arnór Smárason atvinnu- maður hjá Heerenveen í Hollandi var á laugardag fyrir- liði U19 ára liðs félagsins sem burstaði Volendam 5-0 og skor- aði Arnór tvö marka liðsins í leiknum. Mörkin voru sérlega glæsileg og var seinna markið skorað með góðu skoti fyrir utan teig. Lið hans skaust með sigrinum upp fyrir Feyernoord og tyllti sér við hlið PSV í 3. sæti deildarinnar. HJ Guðjón Fjeldsted, Borgnesingurinn knái og íslandsmeistari ung- linga í kraftlyftingum. Sveit Guðmundar sigraði Æskafi á Vesturlamdi Betri umfjöllun um unglinga í fjölmiðlum Oft er talað um að æskan í dag hagi sér ekki nógu vel, margir leið- ist út í að gera óæskilega hluti. Mér finnst of mikið um neikvæða umfjöllun í fjölmiðlum. Auðvitað er misjafh sauður í mörgu fé eins og sagt er. Ég fulfyrði þó að krakk- ar í dag séu langflestir í góðum málum. Hátíð unga fólksins Gaman væri að unga kynslóðin á Akranesi tæki sig saman með að- stoð hinna fullorðnu og sýndi hvað hún er að fást við á hinum ýmsu sviðum, sýndi það góða sem við eram að gera. Mér finnst að við ættum að finna leið til að sýna öðr- um hvað Akranes á mikið af frá- bæra og hæfileikaríku ungu fólki. Finna leið til að tengja saman allt það góða og skemmtilega sem krakkar á öllum aldri era að gera hér. Til dæmis væri gaman að vera með sameiginlegt verkefni í báðum grunnskólunum, tónlistarskólan- um, Fjölbraut og svo úr Arnardal og Hvíta húsinu. Þetta gæti verið í tengslum við Vökudaga eða þá í mars/apríl í kringum páskana. Þama gæti verið um að ræða tón- list, söng og hljóðfæraleik, upplest- ur, leikrit, ljóð og sögur, myndlist, íþróttasýningar og keppni í í- þróttahúsunum og allt mögulegt sem krakkar era að gera. Þessi há- tíð gæti verið haldin í Bíóhöllinni að hluta, í skólunum eða í ein- hverju íþróttahúsanna. Hátíðin gæti heitið „Hátíð unga fólksins" eða „Skemmtidagur æskunnar“ eða eitthvað annað sem lýsti því á ein- hvern hátt Fyrir hvem er heimanámið? Er heimanám að skila betri ár- angri hjá nemendum eða er það bara pirrandi. Mætti ekki reyna að nýta tímann betur í skólanum og þá á ég við nemendur. Við gætum unnið mun betur í skólanum og minnkað þannig heimanámið. Það er kannski ekki sanngjarnt fyr- ir þá sem era mjög duglegir í skól- anum að þeir þurfi alltaf að sinna heimanámi. Svo era nemendur sem ekki hafa aðstöðu til að sinna vel heimanáminu. Er ekki jafn- mikilvægt að sitja fyrir framan sjónvarpið og horfa á fréttirnar með pabba og mömmu og fylgjast með því hvað er að gerast á Islandi í dag og í heiminum öllum. I allri þessari hnattvæðingu er mikilvægt að fylgjast með. Bergþóra Sveinsdóttir, formaður nemendaráðs Brekku- bæjarskóla á Akranesi.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.