Morgunblaðið - 15.06.2019, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2019
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150
Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju
Fyrir ökuskírteinið,
passann, ferilskrána o.fl.
Góð passamynd
skiptir máli
Engar tímapantanir
Skjót
og hröð
þjónusta
SVIÐSLJÓS
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Tveir breskir flugmenn brutu blað í
sögu flugsamgangna er þeir flugu
fyrstir manna yfir Atlantshafið fyrir
hundrað árum. Glímdu þeir John Al-
cock og Arthur Whitten Brown við
frostkalda slyddu og svartaþoku í
meira en 16 klukkustundir á tvíþekju
sinni.
Flugið þótti svaðilför miðað við
hinar erfiðu aðstæður á 3.000 kíló-
metra langri flugleið þeirra. Þeir Al-
cock höfuðsmaður flugstjóri og sigl-
ingafræðingurinn lautinant Arthur
Whitten Brown urðu með tímamóta-
ferð sinni 14. til 15. júní árið 1919
fyrstir yfir hafið án viðkomu á leið-
inni, frá Nýfundnalandi í Kanada til
Írlands.
Þegar þeir Alcock og Brown lögðu
upp í för sína á umbreyttri sprengju-
flugvél úr fyrra heimsstríðinu þann
14. júní hafði Atlantshafsleiðin frá
Norður-Ameríku til Evrópu verið
sigruð – en aldrei þó án viðkomu á
leiðinni.
Nokkrum vikum áður höfðu þrjár
Curtiss sjóflugvélar bandaríska flot-
ans lagt upp frá New York til Eng-
lands með viðkomu á Nýfundnalandi,
Azoreyjum og Portúgal. Aðeins ein
þeirra komst á leiðarenda en hún var
þrjár vikur á leiðinni sem var 6.000
kílómetrar.
Skriðu yfir trjátoppana
Breska blaðið Daily Mail hafði efnt
til áskorunar og boðið 10.000 sterl-
ingspund hverjum þeim sem flygi
viðstöðulaust yfir Atlantshafið frá
Norður-Ameríku til Bretlandseyja á
innan við þremur dögum.
Nokkrum vikum fyrir flug Alcocks
og Brown hugðust tvö óskyld lið að
leggja til atlögu við Atlantshafsflugið
með vonina um að hreppa verðlauna-
féð. Fyrri flugvélin nauðlenti á sjón-
um eigi löngu eftir flugtak og var
bjargað. Sú seinni brotlenti í flugtaki.
Hinn 26 ára gamli Alcock og 32 ára
Brown hófu sig á loft skömmu upp úr
hádegi frá Lester’s Field vellinum
við St John’s, skammt frá austasta
odda Norður-Ameríku. Vickers Vimy
IV tvíþekjan þeirra var níðþung
vegna 4.000 lítra eldsneytis sem með-
al annars var komið fyrir í aukatönk-
um inni í vélinni. Þegar hún lyfti sér
frá flugbrautinni klifraði hún fremur
flatt vegna þungans. Þar sem hún
skjögraði til lofts og kastaðist til hlið-
anna í hviðum mátti engu muna að
hún kæmist ekki yfir tré í nágrenn-
inu.
„Ég stóð nokkrum sinnum á önd-
inni af ótta við að lendingarbúnaður-
inn rækist á húsþak eða trjátoppa,“
rifjaði Brown upp í bókinni „Flying
the Atlantic in Sixteen Hours“ sem
út kom ári eftir flugið, 1920. Þegar
þeir voru komnir tryggilega til lofts
stefndu Alcock og Brown tvíþekju
sinni til austurs inn í nóttina fram
undan með stefnu á Írland.
Svartaþoka drjúgan hluta leiðar-
innar þýddi að þeir flugu lengst af
blint og höfðu engin viðmið til að leið-
rétta stefnur á leiðinni. Flugvélin
kastaðist til og veltist í vindinum, reis
ýmist í uppstreymi eða tók dýfur í
niðurstreymi og var á stundum að-
eins nokkra metra yfir haffletinum,
að því er Alcock sagði í viðtali við
Daily Mail um flugið sögulega .
„Ég held við höfum farið bakfalls-
lykkju í látunum og fyrir slysni fór-
um við í djúpt gormflug. Allt var
þetta skelfilegt. Við höfðum enga til-
finningu fyrir sjóndeildarhringnum,
hvað sneri upp og hvað niður,“ sagði
Alcock.
Börðu ís af flugvélinni
Ísing og haglél trufluðu mælitækin
og ógnuðu hreyflunum. Kom í hlut
Brown að berja ís af vélinni og brúk-
aði hann til þess hníf. „Flugið var
hræðilegt. Aldrei sáum við skip eða
báta og náðum engum loftskeytum,“
bætti Alcock við. „Við flugum með
sjónum og efuðumst stundum um
staðsetningu okkar þó að við teldum
okkur vera svona „nálægt því eða þar
um bil“ á réttri leið. Við kíktum eftir
landi og héldum alltaf að það myndi
þá og þegar birtast okkur.“
„Það var stórkostlegt“ sagði Al-
cock um augnablikið er þeir sáu
glitta í land að morgni 15. júní. Hann
taldi sig sjá góðan blett til að lenda á
nálægt bænum Clifden í Galway-
sýslu á vesturströnd Írlands, en það
reyndist vera mýrarfen. „Hjólin
sukku upp að öxli í fenið og Vimy
stakkst á nefið,“ sagði hann.
Flugvélin laskaðist en brautryðj-
endurnir tveir stigu út úr henni
ómeiddir. Þeir höfðu verið rétt rúm-
ar 16 stundir og 27 mínútur á lofti.
Churchill afhenti verðlaunafé
Tekið var á móti Alcock og Brown
sem hetjum í bæði Dublin og
London. Sjálfur Winston Churchill
afhenti þeim verðlaunafé Daily Mail
en hann var þá flugmálaráðherra í
bresku stjórninni. Loks sló George
fimmti frumherjana tvo til riddara
fyrir afrek þeirra.
Aðeins átta árum seinna féll hið
frækilega flug þeirra í skuggann af
öðru tímamótaflugi er Bandaríkja-
maðurinn Charles Lindbergh flaug
einn síns liðs yfir Atlantshaf þann 20.
maí 1927. Flaug hann frá New York
og lenti í París um sólarhring seinna.
Það átti fyrir Alcock að liggja að
farast í flugslysi aðeins hálfu ári eftir
Atlantsflugið. Fórst flugvél hans við
borgina Rúðu í Frakklandi. Brown
naut afreksins lengur, en hann gekk
á vit feðra sinna árið 1948.
Öld frá fyrsta Atlantsflugi
Öld er liðin frá því tveir breskir flugmenn fóru frá Nýfundnalandi á breskri sprengjuflugvél
Urðu fyrstir til að fljúga yfir Atlantshafið án viðkomu á leiðinni Ferðin tók 16 klukkustundir
1800 1900 2000
XV öld
Teikning
Fljúgandi
vélar
Leonardo da Vinci
Ítalía
1783
Loftbelgur
Frakkland
Frakkland Frakkland Frakkland
Frakkland
Bandaríkin
1891
O. Lilienthal
Svifdreki
Þýskaland
1903
Wright bræður A. Santos
Dumont
Ermarsund
R. Garros
Miðjarðarhaf
1909
viðurkenndflugferðin
14 bis
Morane-Saulnier
1906 1913 1927
C. Lindbergh
Spirit of St Louis
Bandaríkin
Wright Flyer
Atlantshaf
einn án viðkomu
New-York - París
Japan-Bandar. Þýskaland Bandaríkin
E. Henkel
Heinkel He 178
C. Yeager
Bell XS-1
Glamorous Glennis
hjóðmúrinn
A. Turcat
hljóðfrátt
1939
Miss Veedol
Kyrrahaf
1931 1947 1969
mars
D. Rutan
& J. Yeager
Rutan Voyager
1986
14.-23. desember
fyrsta
hnöttinn
fyrsta
sólarknúið með
millilendingum
9. mars 2015 -
26. júlí 2016
Concorde
Solar Impulse 2
B. Piccard &
A. Borschberg
C. Panghorn
& H. Herdorn
Bleriot XI
L. Bleriot
1919
Vickers tvíþekja
John Alcock & ArthurWhitten Brown
Fyrsta flug
yfir Atlantshaf
Merkir áfangar í flugsögunni
Flug Flugvélin lenti í mýrarfeni
á Írlandi og stakkst á nefið.