Morgunblaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 29
íbúi á hjúkrunarheimili með hinu
gamla fólkinu og sama stimplun
gengur yfir alla!
Margt í þessu máli vekur um-
hugsun. Atvikið sjálft er alvarlegt,
en það er vissulega svo að aldrei er
hægt að koma með öllu í veg fyrir
alvarleg mistök þar sem annast er
um veikt fólk. Einmitt þess vegna
skiptir úrvinnsla slíkra atburða svo
miklu máli. Feluleikur og þöggun
er ekki heppileg úrvinnsla og ef
ábyrgir aðilar halda að slík við-
brögð auki traust eru menn ekki
að lesa stöðuna rétt. Slík viðbrögð
auka vantraust.
Í þessu tilviki hefði ekki einu
sinni komið í ljós hvað gerst hafði
nema vegna mjög ákveðinna við-
bragða aðstandenda, sem kröfðust
krufningar þar sem þá grunaði að
dánarorsökin væri sú sem hún
reyndist vera. Einnig slík af-
greiðsla eykur vantraust.
Þegar tveir ungir menn frömdu
sjálfsmorð með stuttu millibili inni
á geðdeildum Landspítala voru
viðbrögðin sannarlega önnur og
meiri. Engum ábyrgum aðila datt í
hug annað en að lýsa yfir að málið
væri tekið alvarlega og yrði skoð-
að, ólíkt því sem heyrist þegar um
íbúa hjúkrunarheimilis er að ræða.
Þótt ég þekki ekki til á heimilinu
sem hér um ræðir þekki ég stétt
mína og starfsfólk ágætlega og veit
að við viljum yfirleitt vel. En við
erum líka afsprengi samfélags sem
metur aldraða og veika lítils.
Mögulega er okkur, mörgum
hverjum, ómögulegt að skilja að líf
veikra aldraðra sé jafn dýrmætt og
okkar allra hinna.
Þótt þeir eigi ekki eftir að skila
samfélaginu verðmætum í hefð-
bundnum efnislegum skilningi eru
flestir þeirra búnir að því áður. Er
það ekki líka mikils virði?
Vissulega er það svo að allir eiga
að deyja. En það getur ekki verið
hlutverk öldrunarþjónustu að flýta
fyrir því, og það á ekki að skipta
litlu hvort notendur hennar lifa eða
deyja. Og meðan þetta veika fólk
lifir skiptir miklu að sú aðstoð sem
það er svo mjög háð sé veitt af
virðingu og af löngun til að skapa
fólki sem bestan tíma síðasta
skeiðið.
Það er líka umhugsunarefni
hvernig íslensk öldrunarþjónusta
er skipulögð. Hún heyrir undir alla
og engan. Ríkið bendir á sveitar-
félögin og öfugt og stór hluti þjón-
ustunnar er boðinn út og svo eiga
rekstraraðilar það við sjálfa sig
hvernig þeir ætla að láta dag-
gjöldin endast. Stunduð eru útboð
á þjónustu og hér eru að myndast
hjúkrunarheimilakeðjur.
Í nágrannalöndum okkar er
þjónustan nærþjónusta, er í hönd-
um viðkomandi sveitarfélags, hver
svo sem borgar brúsann (hérlendis
borgar ríkið sumt og sveitarfélagið
sumt sem skapar augljósa hags-
munaárekstra). Ekki er það í þágu
notendanna.
Sú þróun að æ veikara fólk
dvelji á hjúkrunarheimilum felur
líka í sér að æ veikara fólk býr
heima. Ekki verður séð að þeirri
breytingu hafi verið mætt að
gagni. Heimaþjónusta hér er afar
ófullburða og má nefna að á höf-
uðborgarsvæðinu er nánast engin
heimaþjónusta á nóttunni. Margir
sem ekki eru svo veikir eða færn-
iskertir að þeir þurfi að flytja á
hjúkrunarheimili þurfa að búa þar
sem einhvers konar sólarhrings-
þjónustu nýtur, en slíkum stöðum
hefur lítið fjölgað síðan 2008.
Allt virðist þetta bera að sama
brunni. Gamalt veikt fólk er af-
gangsstærð og olnbogabörn í sam-
félagi okkar.
Samt getur hvert og eitt okkar
átt eftir að lenda í þessum hópi eða
að eiga ástvini þar.
Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2019
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur
í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir
Hjólastillingar | Smurverkstæði/þjónusta
Hlutverk markaðs-
stofunnar Icelandic
Lamb er að markaðs-
setja íslenskt lamba-
kjöt til erlendra
ferðamanna og á há-
endamörkuðum er-
lendis. Uppbygging
og markaðssetning á
merki Icelandic
Lamb hefur farið vel
af stað og hefur
þekking ferðamanna
sem og Íslendinga farið langt
fram úr björtustu vonum, en verk-
efnið er einungis þriggja ára gam-
alt. Í dag eru 180 veitingastaðir í
samstarfi við Icelandic Lamb, en
tilgangur og markmið samstarfs-
ins er að stuðla að því að íslensku
lambakjöti verði skapaður frekari
sess sem hágæða matvöru, með
kynningu á og notkun merkis Ice-
landic Lamb.
Ferðamenn þekkja
merki Icelandic Lamb
Samkvæmt könnun Gallup sem
framkvæmd var fyrir Icelandic
Lamb í nóvember síðastliðnum
þekkja 38% erlendra ferðamanna
merki Icelandic Lamb. 70% þeirra
muna eftir því að hafa séð skjöld
Icelandic Lamb á veitingastað á
meðan á Íslandsdvölinni stóð.
Þessi viðamikla þekking vekur eft-
irtekt þar sem markhópurinn end-
urnýjar sig hratt og meðaldvöl
ferðamanna á könnunartímanum
er styttri en vika. Þessi þekking
ferðamanna á merkinu
skapar einnig tæki-
færi fyrir þá veit-
ingastaði sem nýta
það og þá sameig-
inlegu markaðs-
setningu sem að baki
verkefnisins stendur.
Það er mikilvægt að
halda áfram að nýta
samstarfið við veit-
ingastaði til þess að
tryggja að skilaboð
Icelandic lamb skili
sér til erlendra ferða-
manna. Með samstarf-
inu styrkja veitingastaðir eigin
sérstöðu, því að geta sagt sögur af
hráefni og hefðum fylgir veiga-
mikill ávinningur fyrir veitinga-
menn sem magna upp upplifun
gesta og þar af leiðandi virði sinar
þjónustu. Með því að bæta upplif-
un ferðamanna leggja veitinga-
menn sauðfjárbændum og allri
virðiskeðju lambakjötsins lið enda
eru þeir í lykilstöðu til þess að
koma boðskap Icelandic Lamb til
skila.
Neytendur sífellt meðvitaðri
um mikilvægi uppruna
Kröfuharðir neytendur gera nú
sífellt frekari kröfur til upp-
runamerkinga á matvæli í versl-
unum og á veitingastöðum. Með
notkun á merki Icelandic Lamb
koma veitingastaðir einnig til
móts við þann stækkandi hóp
neytenda en merki Icelandic
Lamb er nýtt sem upprunamerki
og auðkennir hágæðavörur úr ís-
lensku lambakjöti erlendis, en
merkið verður einnig notað í sama
tilgangi á íslenskum umbúðum þar
sem erlendir ferðamenn eru sífellt
stærri hópur viðskiptavina ís-
lenskrar smásöluverslunar.
Nýsköpun veitingastaða í
framreiðslu mikilvæg
Þrátt fyrir góðan afrakstur eru
næstu skref í starfi Icelandic
Lamb bæði þörf og mikilvæg. Með
auknum innflutningi á fersku kjöti
er mikilvægt að standa vörð um
markaðsstöðu íslenska lamba-
kjötsins. Mikilvægt er að auka
sölu á öðrum bitum en hryggjum
og spila veitingastaðir veigamikinn
þátt í því verkefni. Með aukinni
viðleitni og vöruþróun geta veit-
ingastaðir aukið nýtingu minna
þekktra bita og bætt virði heildar-
afurðarinnar. Markaðsstofan Ice-
landic Lamb mun áfram styðja við
nýsköpun veitingastaða í fram-
reiðslu á íslensku lambakjöti með
staðfestu og tryggja að samstarfs-
veitingastaðir hafi einungis há-
gæða íslenskt lambakjöt á mat-
seðlum sínum.
Eftir Hafliða
Halldórsson
Hafliði
Halldórsson
»Með auknum inn-
flutningi á fersku
kjöti er mikilvægt að
standa vörð um mark-
aðsstöðu íslenska
lambakjötsins.
Höfundur er framkvæmdastjóri
markaðsstofunnar Icelandic Lamb.
Notkun upprunamerkinga í
markaðssetningu skilar árangri