Morgunblaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 40
KAPLAKRIKI/ÁRBÆR /FOSSVOGUR Jóhann Ingi Hafþórsson Bjarni Helgason Arnar Þór Ingólfsson FH og Stjarnan eru bæði með ellefu stig eftir fjörugt 2:2-jafntefli liðanna í áttundu umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta á Kaplakrikavelli í gærkvöldi. Stjarnan komst í 2:0 er Hilmar Árni Halldórsson skoraði annað sitt mark á 64. mínútu en að- eins fimm mínútum síðar var staðan orðin 2:2. Mörk FH-inga komu bæði eftir hornspyrnur Brands Olsen, sem lék best allra. Úrslitin voru sanngjörn. FH skap- aði heilt yfir hættulegri færi, en Stjarnan spilaði betri fótbolta og var meira með boltann. Stjörnumenn misstu þrjá menn meidda af velli en það hafði ekki mikil áhrif á spila- mennskuna. Hilmar Árni Halldórs- son er orðinn sérfræðingur í að vera réttur maður á réttum stað og fái hann þjónustu skorar hann mörk. Það benti ekkert til annars en að Stjarnan væri að fara með afar góð þrjú stig úr Kaplakrika, en FH neit- aði að gefast upp. Það var við hæfi að Brandur lagði upp bæði mörkin, því hann var afar sprækur allan leikinn, þrátt fyrir að Stjarnan væri með tveggja marka forystu. Hvorugt liðið sætti sig við jafntefli og var leikurinn galopinn á lokamín- útunum. Bæði lið fengu góð tækifæri til að skora sigurmarkið, en það tókst ekki. Þau fá því bæði eitt stig, sem gerir lítið í þeirri baráttu sem þau telja sig eiga heima í. Takist ÍA að vinna KR á heimavelli í dag verða FH og Stjarnan átta stigum á eftir toppsætinu þegar átta umferð- ir eru búnar. Bæði lið ætluðu sér mun stærri hluti í sumar, en þau hafa aðeins unnið einn leik af síð- ustu fjórum leikjum og gengur illa að ná í góð úrslit. Enginn var sáttur með aðeins eitt stig. johanning- i@mbl.is Sjö marka leikur í Árbæ Fylkismenn unnu frábæran 4:3- sigur gegn toppliði Breiðabliks í frá- bærum leik á Würth-vellinum í Ár- bænum.Valdimar Þór Ingimundar- son skoraði tvívegis fyrir Fylkis- menn, ásamt því að leggja upp mark fyrir Geoffrey Castillion, og þá var Ásgeir Eyþórsson, miðvörður Fylk- is, einnig á skotskónum í leiknum. Höskuldur Gunnlaugsson, Damir Muminovic og Andri Rafn Yeoman skoruðu mörk Breiðabliks. Fylkismenn byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti og pressuðu topplið Breiðabliks ofarlega á vell- inum. Árbæingar unnu alla seinni bolta og voru skrefi á undan allan fyrri hálfleikinn og hefðu með réttu átt að vera tveimur til þremur mörkum yfir í hálfleik. Þrátt fyrir að Blikar hafi í tvígang jafnaði met- in héldu Fylkismenn áfram að þjarma að Kópavogsbúum og upp- skáru að lokum sanngjarnan sigur. Valdimar Þór Ingimundarson var frábær í liði Fylkismanna og nýtti tækifærið í byrjunarliðinu vel. Blikar voru afar ólíkir sjálfum sér í gær og það var eins og menn væri ekki með hausinn rétt skrúfaðan á fyrir leikinn. Hvort Blikar hafi van- metið Fylkismenn skal látið ósagt en þeir mættu allt of seint til leiks í Ár- bænum. Varnarlína liðsins var allt of ofarlega og miðjumennirnir Guðjón Pétur Lýðsson og Andri Rafn Yeom- an gerði lítið til þess að aðstoða mið- verði sína í hröðum sóknum Fylkis- manna. Þeir sýndu hins vegar karakter með því að koma tilbaka en það dugði ekki til í gær. Fylkismenn hafa ekki byrjað leiki sína neitt sérlega vel í sumar en ef þeir spila svona í sumar, og finna svo meira jafnvægi í liðinu þegar þeir eru með forystu, geta þeir unnið hvaða lið sem er. Maður verður að spyrja sig hvort leikmenn Breiða- bliks hafi þjáðst af þynnku eftir landsleikjahléið. Annaðhvort ætlar liðið að vera í alvöru toppbaráttu eða ekki og þá þurfa leikmenn liðsins að gíra sig almennilega upp fyrir alla Enginn sáttur við eitt stig - Jafnt í Kaplakrika - Fylkir skellti Breiðabliki - Mikilvæg stig Víkings Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sterkur Ólafur Ingi Skúlason lætur Guðjón Pétur Lýðs- son finna fyrir sér. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Skallaeinvígi Nikolaj Hansen og Leifur Andri Leifsson í loftinu. 40 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2019 Glæsileg mjög nýleg 4ra herbergja efri sérhæð í hjarta Dalshverfis í Reykjanesbæ með bílskúr. Stór verönd með heitum og köldum potti ásamt 6 manna saunaklefa. Stærð 133,8 m2 Verð kr. 57.000.000 Leirdalur 29, 260 Reykjanesbæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Pepsi Max-deild karla FH – Stjarnan........................................... 2:2 Fylkir – Breiðablik................................... 4:3 Víkingur R. – HK ..................................... 2:1 Staðan: Breiðablik 8 5 1 2 16:9 16 ÍA 7 5 1 1 14:7 16 KR 7 4 2 1 11:6 14 Fylkir 8 3 3 2 14:11 12 FH 8 3 3 2 14:15 12 Stjarnan 8 3 3 2 11:12 12 Grindavík 7 2 4 1 6:6 10 KA 7 3 0 4 8:8 9 Víkingur R. 8 1 4 3 11:14 7 HK 8 1 2 5 8:12 5 ÍBV 7 1 2 4 6:15 5 Valur 7 1 1 5 8:12 4 3. deild karla Skallagrímur – KV ................................... 1:2 Álftanes – Vængir Júpíters ..................... 0:1 Staðan: KV 7 6 0 1 17:8 18 Kórdrengir 6 4 2 0 13:5 14 KF 6 4 1 1 13:6 13 Vængir Júpiters 7 4 0 3 10:9 12 Reynir S. 6 2 2 2 10:9 8 Álftanes 7 2 2 3 12:13 8 Sindri 6 2 1 3 9:10 7 Einherji 6 2 1 3 7:8 7 Augnablik 6 1 3 2 11:11 6 Höttur/Huginn 6 1 3 2 8:8 6 Skallagrímur 7 2 0 5 8:18 6 KH 6 0 1 5 8:21 1 HM kvenna í Frakklandi C-RIÐILL: Jamaíka – Ítalía ....................................... 0:5 Cristiana Girelli 12. (víti), 25., 46., Aurora Galli 71., 81. Staðan: Ítalía 2 2 0 0 7:1 6 Brasilía 2 1 0 1 5:3 3 Ástralía 2 1 0 1 4:4 3 Jamaíka 2 0 0 2 0:8 0 D-RIÐILL: Japan – Skotland ..................................... 2:1 Mana Iwabuchi 23., Yuika Sugasawa 37. (víti) – Lana Clelland 88. England – Argentína .............................. 1:0 Jodie Taylor 61. Staðan: England 2 2 0 0 3:1 6 Japan 2 1 1 0 2:1 4 Argentína 2 0 1 1 0:1 1 Skotland 2 0 0 2 2:4 0 Vináttulandsleikir kvenna Lettland – Eistland .................................. 3:0 Serbía – Sviss............................................ 1:1 Slóvakía – Pólland .................................... 1:0 Moldóva – Tyrkland ................................. 0:2 Georgía – SAF .......................................... 5:1 Svíþjóð B-deild: Syrianska – Jönköping ........................... 2:1 - Nói Snæhólm Ólafsson lék allan leikinn með Syrianska. knattSpyrna England og Japan eru í góðri stöðu í D-riðli heimsmeistarakeppni kvenna í knattspyrnu í Frakklandi eftir leiki gærdagsins. England er með sex stig eftir tvo leiki og er komið áfram og Japan er með fjög- ur stig. Argentína er með eitt stig og Skotland án stiga. Mana Iwabuchi og Yuika Suga- sawa skoruðu fyrir Japan í 2:1 sigri á Argentínu í Rennes. Lana Clell- and minnkaði muninn fyrir Skota á 88. mínútu með glæsilegu skoti. Þjóðirnar úr Falklandseyja- stríðinu, England og Argentína, mættust enn einu sinni í mikil- vægum leik á knattspyrnuvellinum og hafði England betur 1:0 með marki Jodie Taylor á 61. mínútu. Ítalía er komin áfram í 16 liða úr- slit eftir öruggan 5:0-sigur á Jam- aíka í Reims. Cristiana Girelli skor- aði þrennu og Aurora Galli síðustu tvö eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Ítalía vann Ástralíu í fyrsta leik em þetta var annað tap Jamaíka á mótinu. sport@mbl.is AFP Þrenna Þær ítölsku fagna einu marki sem Cristiana Girelli skoraði. England og Ítalía í 16 liða úrslitin á HM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.