Morgunblaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 43
Merkur Hinn víðfrægi kvikmynda- leikstjóri Jean-Luc Godard. Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Sýningin Hvernig hefurðu það? Eftir Godard er kvikmyndasýning sem samanstendur af ríflega tíu kvikmyndum eftir listamenn hvað- anæva úr heiminum og er lögð áhersla á að sýna tímalausar heim- ildar- og upplýsingamyndir, mynd- ir sem nálgast kjarna sannleikans og raunveruleikann eins og verk- færi og efnivið til að ryðja með braut og takast á hendur ferðalag um flókið pólitískt landslag, eins og segir í tilkynningu um sýn- inguna, sem opnuð verður kl. 14 Hafa allar „pólitíska núansa“ „Þetta er mjög stór kvikmynda- sýning. Flest [kvikmyndagerðar- fólksins] er myndlistafólk, og margar myndirnar eru á mörkum skáldskapar og heimildarmynda,“ segir Gústav Geir Bollason sýn- ingarstjóri. Hann segir að það sem myndirnar eigi sameiginlegt sé að þær hafi allar „einhverja pólitíska núansa. Þær lýsa samfélagsástandi og hlutum sem eru að gerast í heiminum. Margar þeirra eru gríðarlega fallegar og sjónrænar.“ Myndirnar á sýningunni eru all- ar skemmri en 90 mínútur að lengd, að frátalinni einni sem er 15 klukkustunda löng. Það er myndin 15 tímar eftir kínverska heimildar- myndagerðarmanninn Wang Bing, en Gústav Geir segir þá mynd vera eina þá merkilegustu á sýn- ingunni. „Það er bara ein vakt hjá fólki sem er að vinna á saumastofu í Kína,“ segir hann um myndina og að enginn skáldskapur komi við sögu í þeirri mynd, öfugt við margar aðrar sem dansi frekar á línunni milli skáldskapar og heim- ildarmyndagerðar. Hann segist sjálfur ekki hafa getað horft á alla myndina í einni bunu, en tekur fram að á sumarsólstöðum verði Verksmiðjan opin í heilan sólar- hring, svo ef einhver hefur hug á að horfa á myndina alla, þá sé slíkt mögulegt þá. Fjöldi frægra tekur þátt Aðspurður segir Gústav Geir að sumir listamannanna sem eiga myndir á sýningunni séu nokkuð vel þekktir, líkt og hinn áðurnefndi Wang Bing og Bandaríkjamað- urinn Lech Kowalski. Myndin hans, Ég borga fyrir söguna þína frá árinu 2015, er ein myndanna í sýningunni. Þá verður mynd hins heimsfræga Jean-Luc Godard, Fréttaflutningur áhugamanns (frumdrög - sýning) einnig sýnd, en eins og áður kemur fram dreg- ur sýningarverkefnið nafn sitt af kvikmynd hans Hvernig hefurðu það? frá árinu 1976. Sýningin stendur til 28. júlí og verður opin daglega nema mánu- daga milli 14 og 17, þó að Gústav Geir segi þá tímasetningu ekki vera meitlaða í stein. „Auglýstur sýningartími er frekar stuttur en það er oft opið lengur. Stundum er hægt að semja um að opna fyrr og hægt að gera alls kyns hluti,“ seg- ir Gústav Geir og eins og heyra má er hann nokkuð heimilislegur með þetta allt saman. „Þetta er bæði samkomulagsatriði, en svo er auglýstur sýningartími milli tvö og fimm.“ Sú lengsta 15 klukkustundir  Sýningin Hvernig hefurðu það? Eftir Godard opnuð í dag í Verksmiðjunni á Hjalteyri  „Mjög stór kvikmyndasýning,“ segir sýningarstjórinn Gústav Geir Við opnun Úr mynd Paul Grivas, Film catastroph, sem verður sýnd í dag. Sýningarstjóri Gústav Geir Bolla- son stýrir sýningunni á Hjalteyri. MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2019 GIMLI fasteignasala / Grensásvegi 13, 108 Rvk. / s 570 4800 / gimli@gimli.is www.gimli.is Við vitum hvað þín eign kostar olympium 350Nú bjóðum við til sölu hestakerrur frá reyndum framleiðenda Fautrax sem eru nú að bjóða upp á nýja línu af kerrum sem eru sérhannaðar fyrir íslenska hestinn. 8 ára ábyrgð á grind og lífstíðarábyrgð á gólfplötu. Einnig mikið úrval aukabúnaða. Leitið tilboða hjá sölumönnum okkar í síma 480 0400 Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakk i - 601 Akureyr i Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is maxipodium 500 Hestakerrur frá Fautras maxipodium 500 Svo virðist sem bandaríski leik- stjórinn Bryan Singer, sem á m.a. að baki kvik- myndina The Usual Suspects, muni gera dóm- sátt upp á 150.000 dollara til að leysa mál vegna ásakana um að hann hafi nauðgað sautján ára dreng árið 2003. Þetta kemur fram í frétt The Guardian. Cesar Sanchez-Guzman lögsótti Singer í desember í fyrra, og sakaði hann um að hafa áreitt sig kynferðislega í snekkjupartýi í Seattle. Singer neitaði ávallt sök. Dómsátt vegna nauðgunarmáls Bryan Singer Vinna að teiknimynd með Krydd- píunum (e. Spice Girls) í aðalhlut- verkum er komin af stað hjá kvik- myndarisanum Paramount. Allar fimm upprunalegu kryddpíurnar munu ljá persónum myndarinnar raddir sínar og mun söguþráður myndarinnar m.a. snúast um að kvintettinn verði ofurhetjur, að því er segir á vef The Guardian. Simon Fuller mun framleiða myndina. Kryddpíuteikni- mynd væntanleg Kvintett Kryddpíurnar margfrægu. Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Sýning á verkum myndlistar- mannsins Jóhanns Eyfells, Jóhann Eyfells: Áþreifanlegir kraftar, verður opnuð í dag kl. 16 í Ás- mundarsafni við Sigtún í Reykja- vík. Í tilkynningu segir að verkin sem sýnd verða kallist á við verk Jóhanns í almannarými í Reykja- vík hvað varðar form, inntak og efni. Á sýningunni er að finna verk sem bæði koma úr safneign Lista- safns Reykjavíkur og einnig úr einkaeigu og frá öðrum stofn- unum. Á meðal verkanna sem Listasafn Reykjavíkur lánar er verkið „Flatt sem flatt sem ten- ingur“, sem er á meðal verkanna sem Jóhann sýndi á Feneyja- tvíæringnum árið 1993. Lætur náttúruöflin aðstoða Jóhann er fæddur í Reykjavík 1923 og stundaði nám í skúlptúr, málaralist og byggingarlist í Berkeley-háskóla í Kaliforníu á árabilinu 1946-1950. Þá fluttist hann til Flórída-ríkis þar sem hann lauk námi í byggingarlist við Flórídaháskóla 1953, og í högg- myndalist frá sama skóla 1964. Fimm árum síðar var hann ráðinn prófessor í skúlptúr við University of Central Florida og hefur verið búsettur í Bandaríkjunum síðan. Eins og áður segir er áhersla lögð á útilistaverk og nefnir Sig- urður Trausti Traustason sýn- ingarstjóri í því dæmi vörður Jó- hanns, „Íslandsvörðuna“ og „Reykjavíkurvörðuna“. „Þau eru öll gerð með svipaðri tækni. Í grunninn grefur hann holu í jörðina og hellir svo málm- blöndu ofan í, og lætur svo náttúr- una og náttúruöflin svolítið að- stoða sig við gerð verkanna,“ segir Sigurður. Vitsmunaleg innreið Jóhann byrjaði snemma á sjötta áratug síðustu aldar að skapa ab- strakt skúlptúra sem byggðust á tilraunum í eðlis- og efnafræði, og sérstaklega umbreytingu málma við bræðslu og steypun. Tilraunir leiddu hann að hug- myndakerfi og stíl sem hann kallar „receptúalisma“ þar sem renna saman þrjú kerfi; vísindi, heim- speki og dulhyggja. Samkvæmt heimasíðu Jóhanns Eyfells er re- ceptúalismi, á íslensku næm- ishyggja sem er nýyrði frá 1970, búið til í kringum „vitsmunalega innreið í listsköpun, sem er sprott- in upp af gagnrýnum og áköfum áhuga á fallvöltum veruleika minnstu fjarlægðar“. Sýning á verkum Jóhanns mun standa í rúma tvo mánuði, frá deg- inum í dag fram til 25.ágúst. Áþreifanlegir kraftar  Einkasýning Jóhanns Eyfells sú þriðja í röð sýninga lista- manna sem hafa skapað áberandi útilistaverk í Reykjavík Morgunblaðið/Kristinn Varða Þekkt útilistaverk Jóhanns Eyfells við Sæbraut í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.