Morgunblaðið - 02.07.2019, Qupperneq 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2. J Ú L Í 2 0 1 9
Stofnað 1913 153. tölublað 107. árgangur
VIRPI KEMUR
HLUTUNUM
Í LAG SAMHLJÓMUR Á SIGLÓ
ÁTJÁN ÁRA
GÖMUL
MARKAMASKÍNA
ÞJÓÐLAGAHÁTÍÐ 29 SVEINDÍS JANE 24DAGLEGT LÍF 11
A
ct
av
is
91
10
13
Omeprazol
Actavis
20mg, 14 og 28 stk.
Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til
skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis
(t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu
lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á
fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á
umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins.
Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á
frekari upplýsingum um áhættu og auka-
verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á
www.serlyfjaskra.is
Meint undirboð Póstsins
Stjórnarformaður og framkvæmdastjóri saka Íslandspóst um að hafa staðið í
undirboðum til lengri tíma Segja að undirboðin hafi áhrif á rekstur fyrirtækja
áhrif á alla sem starfa innan brans-
ans og telja Íslandspóst fara út fyrir
verksvið sitt þegar fyrirtækið gerir
tilboð í akstur á stærri vörum.
„Þeir voru til dæmis í dreifingu
fyrir Elko með þvottavélar, ísskápa
og annað slíkt, sem mér finnst ekki
vera póstur. Þeir eru í þessu fyrir
ýmis önnur fyrirtæki og fara með
þetta langt undir almennt verð,“ seg-
ir Kristinn.
Birgir Jónsson, forstjóri Íslands-
pósts, gat hvorki staðfest né hafnað
því að fyrirtækið hefði stundað und-
irboð þegar blaðamaður náði af hon-
um tali.
„Ef undirboð viðgangast er nátt-
úrlega um að gera að koma því upp á
yfirborðið því ég get alveg verið
sammála því að það sé ekki hlutverk
Íslandspósts að vera í undirboðum á
markaði,“ segir Birgir.
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Stjórnarformaður Sendibílastöðvar-
innar, Kristinn Sigurðsson, og fram-
kvæmdastjóri Nýju sendibílastöðv-
arinnar, Þórður Guðbjörnsson,
ásamt fleiri heimildarmönnum
Morgunblaðsins, segja að Íslands-
póstur hafi staðið í undirboðum á
akstri í lengri tíma.
Þeir segja að meint undirboð hafi
Hlutverk Póstsins
» Íslandspóstur ekur t.a.m.
vörum fyrir húsgagna-, raf-
vöru- og lyfjafyrirtæki.
» Íslandspóstur er skyldugur
til að veita alþjónustu en er
heimilt að veita aðra þjónustu.
MSaka Íslandspóst um undirboð »4
Hei Medical Travel hefur um nokk-
urt skeið boðið Íslendingum aðstoð
við að fá heilbrigðisþjónustu erlend-
is. Um tíma var boðið upp á lið-
skiptaaðgerðir á sjúkrahúsi í Lett-
landi en samstarfið gekk ekki.
Guðjón Ólafur Sigurbjartsson,
framkvæmdastjóri Hei, segir að
spítalinn hafi ekki haft öll leyfi sem
þarf.
Nú aðstoðar Hei fólk við að kom-
ast til Svíþjóðar og Póllands í lið-
skiptaaðgerðir en megrunaraðgerð-
ir í Lettlandi og Póllandi hafa notið
mestra vinsælda hjá Hei, að sögn
Guðjóns. Um 150 manns hafa farið í
slíkar aðgerðir á einu ári.
Hei hóf að bjóða fólki aðstoð við
að komast til tannlæknis í Ung-
verjalandi í maí síðastliðnum. Guð-
jón er í samstarfi við Helvetica-stöð-
ina í Búdapest. Hann var þar sjálfur
til lækninga þegar rætt var við hann
og hafa alls um tíu Íslendingar látið
gera þar við tennur. »6
Margir fara
utan til
lækninga
Hei býður upp á
heilbrigðisþjónustu
Starfsfólk Landmælinga Íslands er
nú í kapphlaupi við tímann við að
staðsetja fjölda örnefna víða um
landið áður en vitneskja um stað-
setningu þeirra glatast. Talið er að
380 þúsund örnefni séu óstaðsett
hérlendis en 120 þúsund hafa nú
þegar verið skráð. „Við náum að
bæta tíu til tuttugu þúsund nöfnum
á ári í grunninn svo við höfum gefið
okkur svona fjörutíu ár til að klára
þetta en þá er náttúrlega ein kyn-
slóð í viðbót farin svo við megum
helst ekki vera lengur að því. Þá
stöndum við uppi með mína kynslóð
sem veit bara hvar gps-hnitin eru,“
segir Gunnar Haukur Kristinsson,
forstöðumaður sviðs mælinga og
landupplýsinga hjá Landmælingum
Íslands. »6
Örnefnin
týnist ekki
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Mývatnssveit 120.000 nöfnum hef-
ur verið safnað í örnefnagrunn.
Orf og ljáir
seljast enn í
versluninni
Brynju við
Laugaveg.
Brynjólfur H.
Björnsson fram-
kvæmdastjóri
segir að þessi
amboð henti
ágætlega í
ákveðin verk og
jafnvel betur en nýrri tól.
Ljáirnir koma frá 400 ára gömlu
fyrirtæki í Austurríki en orfin eru
smíðuð hér á landi og fást bæði úr
áli og tré. »6
Sláttumenn kaupa
enn orf og ljái
Sláttumaður Lján-
um beitt á grasið.
Facebook og
Snapchat eru út-
breiddustu miðl-
arnir á Íslandi,
samkvæmt könn-
un Gallup sem
gerð var í sumar.
Instagram, sem
er í eigu Face-
book, fylgir fast
á hæla Facebook
hjá ungum kon-
um en 91% ungra kvenna er skráð á
Instagram og 97% á Facebook.
Þá eru 37% kvenna yfir 65 ára
skráð á Snapchat og 22% karla á
sama aldri. Ólafur Elínarson, sviðs-
stjóri markaðsrannsókna hjá Gall-
up, segir Instagram vaxa ört en
Snapchat hafi náð ákveðnu jafn-
vægi. »2
Vinsælt Margir
nota Facebook.
Facebook og Snap-
chat útbreiddustu
samfélagsmiðlarnir
Lögreglumenn beittu táragasi og
kylfum gegn hundruðum mótmæl-
enda utan við þinghús Hong Kong-
héraðs í gær. Þá höfðu mótmælend-
ur brotist inn í þinghúsið og stjórn-
arskrifstofur. Skrifuð voru slagorð á
veggi þingsalarins með úðabrúsum
og ræðupúltið var sveipað hinum
gamla nýlendufána Breta. Skjaldar-
merki Hong Kong, sem tekið var upp
þegar Kínverjar tóku við stjórninni
af Bretum, var einnig skemmt.
Eftir miðnætti, að staðartíma,
kom fjölmennt lið lögreglu og beindi
því til mótmælenda að yfirgefa bygg-
ingarnar. Flestir fóru út án mót-
spyrnu.
Í gær voru liðin 22 ár frá því að
Bretar afhentu Kínverjum yfirráð
yfir nýlendu sinni. Friðsamleg mót-
mæli höfðu verið skipulögð af því til-
efni. Mikill fjöldi fólks tók þátt í mót-
mælagöngu í borginni en á sama
tíma var haldin opinber hátíðar-
samkoma þar sem háttsettir emb-
ættismenn lyftu kampavínsglösum í
tilefni dagsins, að sögn fréttastofu
BBC.
Stór hópur mótmælenda hvarf úr
fjöldagöngunni, hélt til þinghússins
og braust inn í það. Fjöldi mótmæl-
enda var þar fyrir utan.
Mikil mótmæli hafa verið í Hong
Kong að undanförnu vegna umdeilds
frumvarps sem lagt var fyrir þingið.
Samkvæmt því yrði heimilt að fram-
selja fólk til kínverskra yfirvalda.
Frumvarpið var dregið til baka og þá
lægði öldur nokkuð. »13
AFP
Hong Kong Hundruð mótmælenda brutust inn í þinghúsið. Í gær voru 22 ár frá því að Kína tók við Hong Kong.
Lögregla rýmdi þing-
húsið í Hong Kong
Táragasi og kylfum beitt gegn mótmælendum í borginni